Opin vísindi

Characteristics and phenotypes of Excessive Daytime Sleepiness: Studies on the general population and sleep apnea patients

Characteristics and phenotypes of Excessive Daytime Sleepiness: Studies on the general population and sleep apnea patients


Titill: Characteristics and phenotypes of Excessive Daytime Sleepiness: Studies on the general population and sleep apnea patients
Aðrir titlar: Einkenni og svipgerð íþyngjandi dagsyfju: Rannsókn á almennu þýði og kæfisvefnssjúklingum
Höfundur: Þórarinsdóttir, Elín Helga
Leiðbeinandi: Christer Janson, Thor Aspelund
Útgáfa: 2023
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Heilbrigðisvísindasvið (HÍ)
School of Health Sciences (UI)
Deild: Læknadeild (HÍ)
Faculty of Medicine (UI)
ISBN: 978-9935-9699-6-5
Efnisorð: Doktorsritgerðir; Kæfisvefn; Syfja; Svefnrannsóknir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4256

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Inngangur: Íþyngjandi dagsyfja er einkenni sem hefur flókið samband við svefn, lífstíl, andlega- og líkamlega heilsu einstaklinga. Kæfisvefn er algengasti sjúkdómurinn sem veldur dagsyfju. Epworth Syfjuskali (ESS) og er stuttur spurningalisti sem metur líkur á að sofna/dotta og er ESS sú aðferð sem oftast er notuð til að mæla dagsyfju. Veik fylgni er á milli mælinga með ESS og þess hversu oft eða ákaft einstaklingur upplifir syfju. Syfja virðist því ekki vera einsleitt ástand sem unnt er að mæla einungis með “líkum á að dotta”, heldur flókið og margþætt einkenni, sem samanstendur af mörgum syfju-tengdum þáttum. Það skortir betri skilning á bæði orsökum og afleiðingum mismunandi þátta huglægrar syfju. Slíkur skilningur gæti stuðlað að þróun á heildstæðari og nákvæmari aðferða við mat á íþyngjandi dagsyfju. Markmið: Að kanna algengi, sérkenni og fylgni tveggja skilgreininga íþyngjandi dagsyfju bæði meðal almennings og hjá kæfisvefnssjúklingum fyrir og eftir meðferð. Að auki voru skoðuð tengsl margháttaðra mælibreyta í svefni við dagsyfju einkennin. Efniviður og aðferðir: Tveir þættir íþyngjandi dagsyfju voru metnir; ESS stig (>10 stig skilgreint sem “líklegir til að dotta”) og upplifun dagsyfju (≥3 sinnum í viku skilgreint sem að “upplifa dagsyfju”). Þátttakendum var síðan skipt í fjóra syfjuhópa m.t.t. svipgerðar: “ekki syfjaðir”, “bara líklegir að dotta”, “upplifa bara dagsyfju” og “bæði líklegir að dotta og upplifa dagsyfju”. Í grein I voru syfjuhóparnir skoðaðir meðal slembiúrtaks úr almennu þýði einstaklinga 40 ára og eldri sem tóku þátt í faraldsfræðilegri rannsókn á algengi og eðli langvinnrar lungnateppu (e. Burden of Obstructive Lung Disease (BOLD)). Syfjuhóparnir voru bornir saman m.t.t. lýðfræðilegra- og lífsstílsþátta, almennrar heilsu, svefntengdra einkenna, líkum á kæfisvefni og lífsgæða. Í grein II voru syfjuhóparnir kannaðar á meðal sjúklinga með miðlungs-til-alvarlegan kæfisvefn í Íslenska svefnrannsóknarhópnum (e. Icelandic Sleep Apnea Cohort (ISAC)). Algengi og sérkenni syfjuhópanna voru metin við greiningu og aftur 2 árum eftir að meðferð með svefnöndunarvél hófst. Við eftirfylgdina var meðferðarheldni þeirra metin ásamt breytingu á syfju-tengdum einkennum, svefnleysi og lífsgæðum. Þeir sem upplifðu viðvarandi íþyngjandi dagsyfju (voru “líklegir til að dotta” og/eða „upplifa dagsyfju“ við greiningu og eftirfylgd) voru bornir saman við þá sem fengu bata. Í grein III voru niðurstöður úr grein II sannreyndar með svipuðum aðferðum og í grein I og II í alþjóðlegum hópi kæfisvefnssjúklinga (e. Sleep Apnea Global Interdisciplinary Consortium (SAGIC)) með miðlungs-til-alvarlegan kæfisvefn. Að lokum, í grein IV, voru svefnbreytur mældar með svefnmælingu (e. polysomnography (PSG)) og bornar saman á milli milli syfjuhópanna meðal sjúklinga með vægan-tilalvarlegan kæfisvefn í SAGIC. iv Niðurstöður: Í almenna þýðinu (n=1338, 53% karlar) voru 70.2% „ekki syfjaðir“, 6.7% „bara líklegir til að dotta“, 16.7% „upplifðu bara dagsyfju” og 6.4% voru “bæði líklegir til að dotta og upplifðu dagsyfju”. Þeir sem voru „bæði líklegir til að dotta og upplifðu dagsyfju” lýstu oftar hrotum, nætursvita og öndunarstoppum í svefni. Þeir sem „upplifði bara dagsyfju“ var oftar með háþrýsting, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og einkenni svefnleysis. Einstaklingar í syfjuhópunum tveimur sem “upplifðu dagsyfju” mátu lífsgæði sín marktækt verri en aðrir. Þeir sem voru „bara líklegir til að dotta“ voru líklegri til að lýsa einkennum kæfisvefns (hrotur og öndunarstopp í svefni) en voru að öðru leyti eins og þeir sem voru „ekki syfjaðir“. Á meðal kæfisvefnssjúklinga í ISAC (n=810, 81% karlar) voru 17.7% „ekki syfjaðir“, 7.7% „bara líklegir til að dotta“, 24.7% “upplifðu bara dagsyfju” og 49.9% voru “bæði líklegir til að dotta og upplifðu dagsyfju”. Svipað og hjá einstaklingum í almennu þýði syfjuhóparnir tveir sem “upplifðu dagsyfju” oftar með einkenni svefnleysis og mátu lífsgæði sín verri en einstaklingar öðrum syfjuhópum. Þeir sem “upplifðu bara dagsyfju“ voru líklegri til að vera kvöldtýpur. Meðferðarheldni á notkun svefnöndunarvélar var svipuð milli syfjuhópanna. Þeir sjúklingar sem voru “líklegir til að dotta” (með/án að „upplifa dagsyfju) sýndu meiri ávinning af meðferð en aðrir. Við 2ja ára eftirfylgni höfðu 42.3% viðvarandi syfju þrátt fyrir meðferð. Þeir voru með vægari kæfisvefn við greiningu og við eftirfylgd höfðu þeir oftar viðvarandi einkenni kæfisvefns og kvartanir um svefnleysi borið saman við þá sem hafði batnað. Meðal kæfisvefnssjúklinga í SAGIC hópnum (n=2352, 77% karlar) var algengi þess að hafa ESS stig >10 svipað og í ISAC hópnum (57% í SAGIC og 52% í ISAC) en tíðni þess að upplifa dagsyfju ≥3 sinnum á viku var mun lægra (31,3% í SAGIC og 74,7% í ISAC). Á heildina litið studdu niðurstöðurnar í SAGIC hópnum niðurstöður okkar í ISAC. Meðal sjúklinga með vægan-til-alvarlegan kæfisvefn í SAGIC (n= 2097, 68% karlar) höfðu syfjuhóparnir tveir sem voru “líklegir til að dotta” fleiri skipti á klukkustund með öndunarhléum eða minnkaðri öndun (e. apneahypopnea index), alvarlegri súrefnisskort mælt með stuðli súrefnismettunarfalls (e. oxygen-desaturation index), lágmarks- og meðalsúrefnismettun og tíma varið <90% í súrefnismettun og vörðu styttri tíma vakandi en þeir sem voru „ekki syfjaðir“ og „upplifðu bara dagsyfju“. Á heildina litið var sambandið milli svefnbreytanna á PSG og syfjuhópanna veikt. Ekki reyndist marktækur munur milli syfjuhópanna á svefnstigum, svefndýpt, tíðni og styrkleika uppvaknana, tíma að sofnun, vökutíma eftir sofnun og hreyfingu útlima í svefni. Ályktanir: Íþyngjandi dagsyfja er margþætt einkenni. Íþyngjandi dagsyfja metin út frá líkum að dotta annars vegar og hins vegar að upplifa dagsyfju tengjast heilsu, svefni, kæfisvefni og lífsgæðum á mismunandi hátt meðal einstaklinga í almennu þýði og einnig meðal íslenskra kæfisvefnssjúklinga og stórs hóps sjúklinga frá fjölda landa. Eingöngu voru væg tengsl milli margháttaðra mælibreyta í svefni við dagsyfju einkenna.
 
Introduction: Excessive daytime sleepiness (EDS) is a symptom that has a complex relationship with a person’s sleep and lifestyle as well as their mental and physical health. The most frequently identified medical disorder causing EDS is obstructive sleep apnea (OSA). The Epworth Sleepiness Scale (ESS) is a brief questionnaire that assesses risk of dozing and ESS is the most widely used method to measure sleepiness. There is a weak correlation between the ESS score and measures of how often or how intensely a person experiences a general feeling of sleepiness. This suggests that sleepiness is not a uniform condition that is accurately assessed by the tendency to doze off but a complex symptom comprising multiple components. A better understanding of both the causes and consequences of the different components of subjective sleepiness are needed for the development of a more comprehensive approach when evaluating sleepiness. Objectives: To examine the prevalence, characteristics and correlation of two subjective EDS measures both among the general population and OSA patients before and after treatment. Also to investigate the association between physiological characteristics during sleep and EDS. Methods: Two components of EDS were assessed; the ESS score (>10 points defined as having “risk of dozing”) and a measure of general sleepiness (feeling sleepy ≥3 times per week defined as “feeling sleepy“). Participants were subsequently categorized into four sleepiness phenotypes: “non-sleepy”, “risk of dozing only”, “feeling sleepy only” and “both at risk of dozing and feeling sleepy”. Paper I assessed the sleepiness phenotypes in a random sample of the general population aged 40 years and above who participated in the Burden of Obstructive Lung Disease (BOLD) study. Sleepiness phenotypes were compared regarding sociodemographic and lifestyle factors, general health, sleep-related symptoms, OSA risk and quality of life. In paper II, the sleepiness phenotypes were explored among OSA patients with moderateto-severe disease in the Icelandic Sleep Apnea cohort (ISAC). Similarly, as in paper I, the sleepiness phenotypes were assessed and their characteristics compared at time of diagnosis and again after 2 years of positive airway pressure (PAP) treatment. At the 2- year follow-up, their PAP adherence was assessed and changes in symptoms of daytime impairment, insomnia symptoms and quality of life were evaluated. OSA patients experiencing persistent EDS (having “risk of dozing and/or “feeling sleepy” at baseline and follow-up) were compared to those whose sleepiness improved. In paper III, the results from paper II were validated among OSA patients with moderate-to-severe disease in the large international Sleep Apnea Global Interdisciplinary Consortium (SAGIC) cohort using similar methods as in paper I and II. Finally, in paper IV, vi polysomnography (PSG) characteristics of the sleepiness phenotypes among OSA patients with mild-to-severe OSA in the SAGIC cohort were assessed and compared. Results: In the general population (n=1338, 53% males), 70.2% were “non-sleepy”, 6.7% reported “risk of dozing only”, 16.7% were “feeling sleepy only” and 6.4% had both symptoms. Those “both at risk of dozing and feeling sleepy” had the highest prevalence of snoring, nocturnal sweating, and reporting apneas. Those “feeling sleepy only” more often reported hypertension, cardiovascular disease, diabetes, and insomnia symptoms. Quality of life was poorest among the two phenotypes “feeling sleepy”. Those at “risk of dozing only” however had a higher prevalence of OSA symptoms (self-reported apneas and snoring) but were otherwise like the “non-sleepy” subjects. Among OSA patients in ISAC (n=810, 81% males) 17.7% were “non-sleepy”, 7.7% were at “risk of dozing only”, 24.7% were “feeling sleepy only” and 49.9% reported both symptoms. As in the general population, the two phenotypes “feeling sleepy” had a higher prevalence of insomnia symptoms and reported poorer quality of life. Those “feeling sleepy only” reported the evening chronotype more often. PAP adherence did not differ by baseline sleepiness phenotype, but the two phenotypes with “risk of dozing” showed greater benefits of PAP treatment than “non-sleepy” and “feeling sleepy only” phenotypes. At the 2-year follow-up, 42.3% of PAP users had persistent sleepiness. They had less severe OSA at baseline, more persistent OSA symptoms and more often had symptoms of insomnia than OSA patients in whom sleepiness resolved. Among the OSA patients in the SAGIC cohort (n=2.352, 77% males), the prevalence of having an ESS score >10 was similar to the ISAC cohort (57% vs. 52% respectively) but reporting feeling sleepy ≥3 times per week was not as common as in ISAC (31.3% vs. 74.7% respectively). Overall, the results in the SAGIC cohort supported our findings in the ISAC. Among OSA patients with mild-to-severe disease in SAGIC (n= 2.097, 68% males), the two phenotypes at “risk of dozing” had a higher apnea hypopnea index (AHI) and more severe hypoxemia as measured by the oxygen desaturation index, minimum and average oxygen saturation (SpO2) and time spent <90% SpO2 and spent less time awake than “non-sleepy” and “feeling sleepy only” phenotypes. Overall, effect sizes were small. Sleep stages, odds ratio product, frequency and intensity of arousals, sleep latency, wake after sleep onset and limb movement did not differ between sleepiness phenotypes after adjusting for confounders. Conclusions: EDS is a multifaceted symptom. Defining EDS based on the propensity to doze off and the more general feeling of sleepiness correlates differently with health aspects, sleep, OSA and quality of life among individuals in the general population, in Icelandic OSA patients and in a large group of international OSA patients. Only a weak association was found between EDS and physiological characteristics during sleep.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: