Due to changing global circumstances in recent years, Iceland has experienced a
sharp increase in forced migrant children, youth, and families seeking refuge. The
aim of this doctoral thesis was to examine the migration experience of children and
youth who claimed asylum in Iceland upon arrival and to explore psychosocial
factors' role in their mental health post-migration. The study also examined
participants' acculturation strategy preferences, their relationship to mental health
outcomes, and whether there was support for the integration hypothesis in Iceland
(i.e., integration is related to better mental health outcomes than marginalization).
Two assessment interviews (including self-assessment measures) were conducted
approximately eight months apart, with children and youth who fled to Iceland
between 2016 and 2020. Seventy-five individuals ages 13 to 24 (M = 19.7, SD =
3.0, 67% male) participated during the first interview, while 43 participants (M =
20.16, SD = 3.1, 56% male) remained in the study and were interviewed a second
time.
The results presented in this thesis give valuable insight into the migration
experience of forced migrant children and youth fleeing to Iceland. Study
participants were, on average, exposed to numerous stressful life events (SLEs),
some of which acted as push factors forcing them to leave their home countries.
Low social support and traveling alone were related to greater vulnerability to SLEs
exposure. Furthermore, SLEs experiences were related to an increased risk of
developing post-traumatic stress disorder (PTSD) and other psychological
symptoms (i.e., anxiety, depression, and externalizing symptoms). PTSD symptoms
remained unchanged over two points in time. Still, higher levels of perceived social
support from peers were related to less severity of PTSD symptoms. Furthermore,
perceived parental social support was positively related to Icelandic language
proficiency. Social support, particularly from peers, and fewer PTSD symptoms
were also associated with greater mental well-being at time point two. Lastly,
iv
results support the integration hypothesis in Iceland as participants who favored
integration showed the best mental health outcomes (i.e., fewer PTSD and
depression symptoms), and those who preferred (or were forced to choose)
marginalization showed the poorest mental health outcomes.
These results highlight the importance of social support for a positive migration
experience, adaptation process, and mental health and well-being of forced migrant
children and youth in Iceland. They also demonstrate that the migration experience
of these children and youth is a dynamic process involving a confluence of factors
occurring during pre-migration, flight, and post-migration, which can impact their
lives and mental health. Lastly, they provide needed knowledge on a field of study
that has not yet been thoroughly explored in Iceland.
Breyttar aðstæður í heiminum á undanförnum árum hafa valdið því að fjöldi barna,
ungmenna og fjölskyldna sem leita skjóls á Íslandi fer vaxandi. Markmið þessarar
doktorsrannsóknar var að kanna upplifun barna og ungmenna af því að flytja
búferlum til Íslands og sækja þar um alþjóðlega vernd ásamt því að kanna áhrif
sálfélagslegra þátta á geðheilsu þeirra eftir flutning.
Í rannsókninni voru einnig kannaðar þær aðferðir sem þátttakendur kusu til að
aðlagast menningu landsins, samspili aðferðanna við geðheilsu þátttakenda og hvort
stuðningur væri fyrir samþættingartilgátunni á Íslandi (þ.e. að samþætting hafi
jákvæðari áhrif á geðheilsu en jaðarsetning).
Tvö matsviðtöl (ásamt fyrirlagningu sjálfsmatskvarða) voru tekin með átta mánaða
millibili við börn og ungmenni sem fluttu búferlum til Íslands og sóttu um
alþjóðlega vernd á árunum frá 2016 til 2020. Sjötíu og fimm einstaklingar á
aldrinum 13 til 24 ára (M = 19,7, SF = 3,0, 67% karlar) tóku þátt í fyrsta viðtalinu
en 43 þátttakendur (M = 20,16, SF = 3,1, 56% karlar) héldu áfram í rannsókninni og
tóku þátt í seinna viðtalinu.
Niðurstöðurnar sem kynntar eru í þessari ritgerð gefa innsýn í upplifun þeirra barna
og ungmenna sem leita skjóls á Íslandi. Þátttakendur rannsóknarinnar upplifðu að
meðaltali fjölmarga streituvaldandi atburði sem sumir hverjir ollu því að
þátttakendur neyddust til að yfirgefa heimkynni sín. Þau sem fengu lítinn
félagslegan stuðning eða ferðuðust ein til Íslands voru líklegri til að upplifa
streituvaldandi atburði. Ennfremur tengdist streituvaldandi reynsla auknum líkum á
að greina frá einkennum áfallastreitu og sálrænna einkenna (t.d. kvíða, þunglyndis
og hegðunarvanda). Einkenni áfallastreitu héldust óbreytt á milli þeirra tveggja
matsviðtala sem tekin voru. Engu að síður tengdist aukinn félagslegur stuðningur
frá jafnöldrum færri einkennum áfallastreitu. Að auki hafði félagslegur stuðningur
foreldra jákvæð áhrif á íslenskukunnáttu barna og ungmenna. Félagslegur
stuðningur, sérstaklega frá jafnöldrum, og færri einkenni áfallastreitu voru einnig
vi
tengd betri andlegri vellíðan á tímapunkti tvö. Að lokum styðja niðurstöður
rannsóknarinnar við samþættingartilgátuna á Íslandi þar sem geðheilsa þátttakenda
sem voru hlynnt samþættingu var betri (þ.e. færri einkenni áfallastreitu og
þunglyndis) en þeirra sem kusu (eða voru neydd til að velja) jaðarsetningu.
Þessar niðurstöður sýna mikilvægi félagslegs stuðnings fyrir jákvæða upplifun af
fólksflutningum, aðlögunarferlinu og fyrir geðheilsu og vellíðan þeirra barna og
ungmenna sem neyðast til að leita skjóls á Íslandi. Niðurstöðurnar sýna einnig að
reynsla þessara barna og ungmenna af búferlaflutningum er síbreytilegt ferli sem
felur í sér samspil ýmissa þátta sem eiga sér stað fyrir fólksflutninga, á flóttanum og
eftir fólksflutninga, og allir þessir þættir geta haft áhrif á líf þeirra og geðheilsu.
Loks veita niðurstöðurnar nauðsynlega þekkingu á fræðasviði sem ekki hefur enn
verið kannað til hlítar á Íslandi.