Opin vísindi

In Their Own Voices: Legend Traditions of Icelandic Women in the Late Nineteenth and Early Twentieth Centuries

In Their Own Voices: Legend Traditions of Icelandic Women in the Late Nineteenth and Early Twentieth Centuries


Titill: In Their Own Voices: Legend Traditions of Icelandic Women in the Late Nineteenth and Early Twentieth Centuries
Aðrir titlar: Með eigin röddum: Sagnahefðir íslenskra kvenna undir lok nítjándu aldar og í byrjun tuttugustu aldar
Höfundur: Magnúsdóttir, Júlíana Þóra
Leiðbeinandi: Terry Gunnell
Útgáfa: 2023-06
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Deild: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild (HÍ)
Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics (UI)
Efnisorð: Konur; Goðsagnir; Doktorsritgerðir; Women; Gender; Legends; Storytellers; Kyngervi; Sagnafólk
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4246

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
This doctoral research thesis seeks to examine the legend traditions of Icelandic women living in the Icelandic pre-industrial rural society. The source material of the thesis involves audiotaped interviews that the folklore collector Hallfreður Örn Eiriksson took with 200 women born in the late nineteenth century, interviews which are now preserved in the Folkloric Collection of Árni Magnússon Institute in Icelandic Studies in Reykjavík. Alongside these, the project has also made use of interviews taken with 25 male informants born during the same period, interviews which are drawn on for the basis of comparison in some parts of the research. The research combines quantitative and qualitative approaches as a means of mapping out the main features of women’s legend traditions and legend repertoires during this period, simultaneously shedding light on those features of the tradition that seem to be divided on gender lines. The aim of the research was to gain insight into how the spaces, experiences and conditions of Icelandic women in the past influenced their legend traditions and the formation of their legend repertoires. In addition to considering the nature and content of the legends told by women, the thesis considers the roles women played as storytellers, not only in their private households but also in the society at large, underlining among other things the degree to which they were involved and represented in the collection of Icelandic folk narratives in earlier times. The thesis is built up around four scholarly articles. Three of these have already been published (in the British Folklore in 2018, in the Estonian Folklore in 2021 and in Arv from 2021) and the final one will be published in the Journal of American Folklore this spring (2023). The first article examines the representation of women in the different types of folk narrative archives containing material with a background in the pre-industrial rural society of Iceland and considers their usefulness for the reconstruction of women’s traditions in the past. The second article considers the spatial aspects of women’s storytelling and their legend repertoires, among other things paying attention to their roles in the social landscape of the rural community and the roles they played as storytellers in the central communal space of the baðstofa. The third article (that forthcoming in the Journal of American Folklore) examines the key differences that can be discerned in the legend traditions of women and men contained in the sound archives, considering how the different experiences, roles and conditions of women may have contributed to some of these differences. The fourth article (that published in Arv in 2021) focuses on three women in the sources who have unusually large legend repertoires, something which provides additional insight and individual context with regard to some of the features examined in the other articles, once again highlighting the relationship between the conditions, environments and experiences women knew and the nature of their legend traditions. As a whole, the thesis reveals that many of the women encountered in the sources were more geographically mobile than expected, while others evidently had a relatively wide range of social contacts, providing them with a valuable role in the oral narrative traditions of their local communities and not least in terms of the transmission of oral stories between different households and even different regions. The research behind the thesis also reveals that certain aspects of the legend tradition seem to have been more common in the repertoires of women than in those of men. These include a more personal approach to the supernatural tradition, greater emphasis on female roles and characters, and particular interest in certain narrative themes, such as dreams, omens and those dealing with the huldufólk. As the thesis notes, these are all themes that seem to be emphasised in the earlier printed collections of folk narratives from the second half of the nineteenth century and early twentieth century, giving us good reason to believe that female storytellers played a much greater role in passing on this source material than their official representation in these collections might suggest.
 
Í rannsókninni er leitast við að rannsaka sagnahefðir íslenskra kvenna sem ólust upp í hinu óiðnvædda sveitasamfélagi. Frumheimildir ritgerðarinnar eru hljóðrituð viðtöl sem þjóðfræðasafnarinn Hallfreður Örn Eiríksson tók við 200 konur sem fæddar voru seint á nítjándu öld, viðtöl sem nú eru varðveitt í Þjóðfræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Reykjavík. Í verkefninu er einnig notast við viðtöl sem tekin voru við 25 karlkyns heimildamenn safnarans, sem fæddir voru á sama tímabili, en sagnir þeirra eru notaðar til samanburðar í ákveðnum þáttum rannsóknarinnar. Rannsóknin sameinar megindlegar og eigindlegar nálganir til að kortleggja helstu einkenni sagnahefða og sagnasjóða kvenna á þessu tímabili og varpa um leið ljósi á þá þætti hefðarinnar sem virðast skiptast eftir kynjalínum. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast innsýn inn í hvernig rými, upplifun og aðstæður íslenskra kvenna í fortíðinni höfðu áhrif á þjóðsagnahefðir þeirra og sagnasjóði. Auk þess að huga að eðli og innihaldi þeirra sagna sem konurnar segja, fjallar ritgerðin um hlutverk kvenna sem sögumenn og leitast við að leggja mat á hlutdeild þeirra í sögnum sem birtust í þjóðsagnasöfnum fyrri tíma. Ritgerðin er byggð upp í kringum fjórar fræðigreinar. Þrjár þeirra hafa þegar verið birtar (í breskra Folklore árið 2018, í eistneska Folklore árið 2021 og í Arv árið 2021) og sú síðasta verður birt í Journal of American Folklore í vor (2023). Fyrsta greinin fjallar um hlutdeild kvenna í hinum ýmsu gerðum þjóðfræðisafna sem geyma efni gamla íslenska bændasamfélagsins, þar sem meðal annars er velt upp kostum og göllum þeirra fyrir enduruppbyggingu kvennahefða fyrri tíma. Í annarri greininni er fjallað um þær hliðar sagnahefðar og sagnasjóða kvennanna sem tengjast rými, og meðal annars hugað að hlutverkum þeirra í félagslegu landslagi sveitasamfélagsins og hlutverkum sem þær gegndu sem sögumenn í félagslegu rými baðstofunnar. Þriðja greinin (sem væntanleg er í Journal of American Folklore) skoðar þann munn sem greina má á þjóðsagnahefðum kvenna og karla í heimildunum með tilliti til þess hvernig ólík reynsla, hlutverk og aðstæður kynjanna kunna að hafa haft áhrif á sagnir þeirra. Fjórða greinin (sem birt var í Arv árið 2021) fjallar um þrjár konur í heimildunum sem búa yfir óvenju stórum sagnasjóðum. Þar er leitast við að veita frekari innsýn inn í suma þeirra þátta sem skoðaðir eru í hinum greinunum með það fyrir augum að draga betur fram samband aðstæðna, umhverfis og reynslu kvennanna við mótun sagnahefðar þeirra. Í heild sinni leiðir ritgerðin í ljós að margar kvennanna voru landfræðilega hreyfanlegri en búist var við. Einnig kom í ljós að sumar kvennanna áttu í miklum félagslegum samskiptum við fólk í nærsamfélaginu sem ekki deildi vi með þeim heimili. Samfélagslegi hreyfanleikinn skapaði konunum mikilvægt hlutverk í munnlegum frásagnarhefðum í heimabyggðum sínum, og styrkti stöðu þeirra sem sögumenn þar sem þær fluttu sínar munnlegu sagnir með sér á milli heimila og jafnvel ólíkra landshluta. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að ákveðnir þættir sagnahefðar virðast hafa verið algengari í sagnasjóðum kvenna en karla. Má þar nefna persónulegri nálgun á yfirnáttúrulega hefð, ríkari áherslu á kvenhlutverk og persónur auk sérstaks áhuga á frásagnarþemum eins og draumum, fyrirboðum og huldufólkssögnum. Eins og fram kemur í ritgerðinni eru þetta þemu sem mikil áhersla er lögð á í prentuðum þjóðsagnasöfnum frá seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Þessi samsvörun á sagnasjóðum kvenna og prentaðra sagnasafna bendir til þess að konur hafi gengt mun veigameira hlutverki í miðlun þessa efnis en opinber hlutdeild þeirra í söfunum ber vott um.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: