Opin vísindi

Ísland og danskt krúnuvald á Norður-Atlantshafi. Fyrstu skref frjálsrar verslunar 1751–1791

Ísland og danskt krúnuvald á Norður-Atlantshafi. Fyrstu skref frjálsrar verslunar 1751–1791


Title: Ísland og danskt krúnuvald á Norður-Atlantshafi. Fyrstu skref frjálsrar verslunar 1751–1791
Author: Gunnarsdóttir, Margrét
Advisor: Anna Agnarsdóttir
Date: 2023-05-02
Language: Icelandic
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Department: Sagnfræði- og heimspekideild (HÍ)
Faculty of History and Philosophy (UI)
ISBN: 978-9935-9736-0-3
Subject: Sagnfræði; Stjórnmálasaga; Viðskiptasamningar; Doktorsritgerðir; Political history; Commercial treaties; Ancient dominion; Free trade; Fríverslun
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4203

Show full item record

Abstract:

 
Ritgerð þessi fjallar um mótun frjálsrar verslunar undir hlutleysisstefnu danskra stjórnvalda á árabilinu 1751–1791. Á þeim tíma unnu dönsk stjórnvöld að því að afnema einokun í skrefum og koma á frjálsri verslun. Í þessu tilliti hafði Ísland og menningararfur þjóðveldistímans – Alþingi, réttararfur og íslensk tunga – hlutverki að gegna dönsku krúnunni til styrktar. Í ritgerðinni er varpað ljósi á pólitíska þýðingu Íslands þegar umskipti voru að eiga sér stað með aðskilnaði Bretlands og nýlendna ríkisins í Norður-Ameríku. Þá þótti nauðsynlegt að móta verslunarkerfi á Norður-Atlantshafi að nýjum veruleika. Þá voru hafðar að leiðarljósi hugmyndir sem áttu sér rætur meðal skoskra og franskra upplýsingarmanna. Stuðla bæri að aukinni samheldni, valdajafnvægi og friði í samskiptum ríkja með frjálsri verslun. EdenRayneval samningurinn milli Breta og Frakka um frjálsa verslun, sem var samþykktur haustið 1786, byggði á þessu. Dönsk stjórnvöld tilkynntu um afnám einokunar á Íslandi skömmu fyrr, 18. ágúst, og sex kaupstaðir voru stofnaðir 17. nóvember. Viðamikil fríverslunartilskipun gekk svo í gildi 13. júní 1787. Í þremur meginköflum er leitast við að útskýra hvernig viðreisnaráform Dana á Íslandi, einkum á sviði verslunarmála, þróuðust og bent á vísbendingar um að þau höfðu víðtæka pólitíska þýðingu. Um var að ræða hægfara breytingar á verslunarháttum í frelsisátt. Skoðanaskipti komu fram í hópi danskra og íslenskra hugsuða og embættismanna um þá leið sem velja ætti til að auka frelsið. Ætti verslunin að vera frjáls fyrir þegna Danaveldis og borgara í íslenskum kaupstöðum eða frjáls fyrir alla óháð ríkisfangi? Spurningin var um leið um það hvort hægt væri að byggja Íslandsverslun á því sem samtímamenn nefndu kólóníverslun, líkt og í nýlendum Dana í Karíbahafi, eða ekki. Á prenti og í sendibréfum var tekist á um hvort fara ætti hina nýju leið í anda kólóní-verslunar eða hvort engu ætti að breyta með tilliti til stöðu Íslands við útfærslu frelsis í verslunarháttum. Samhliða umfjöllun um þróun fríverslunaráforma stjórnvalda á Íslandi er fjallað um norrænan, þ.e. íslenskan, menningararf og þýðingu hans í samtímanum. Sjónum er einkum beint að nýjum útgáfum á norrænu miðaldaefni, verkefnum Árnanefndar og fornfræðistarfi Jóns Eiríkssonar og Gríms Thorkelín, sem fór fyrir hönd dönsku krúnunnar til Bretlands sumarið 1786. Bent er á að útgáfurnar og önnur verkefni fornfræðinga höfðu hugmyndafræðilega þýðingu til að styrkja valdastoðir erfðakonungsdæmis. ii Umfjöllun um málefni fríverslunar á Íslandi er sett í samhengi við stöðu Danaveldis sem í krafti hinnar ævagömlu dönsku krúnu var temprandi pólitískt afl í stjórnmálaheimi samtímans. Bent er á að breytni danskra konunga í fyrndinni hafði lykilþýðingu þegar þörf var á sögulegum fyrirmyndum í samtímanum um utanríkissamskipti á grundvelli friðar fremur en samkeppni. Grímur Thorkelín og verkefni hans á Bretlandseyjum miðuðu m.a. að því að útskýra þetta friðarhlutverk danskra konunga en jafnframt stöðu þeirra sem löggjafa á þingum. Á British Museum vann Grímur að uppskriftum á engilsaxneskri kviðu, Bjólfskviðu, sem var heimild um þetta tvennt. Réttararfur og stjórnskipun þjóðveldistímans, þegar Alþingi, frjálst þing sem átti rætur að rekja í eldra þinghaldi Engilsaxa (e. Wittenagemot), var við lýði, vakti athygli í hópi þeirra menntamanna sem Grímur starfaði með á Bretlandsárunum en þeir töldu að grundvöllur verslunarfrelsis væri pólitískt frelsi. Þjóðveldistíminn á Íslandi, þegar verslun við nágrannalönd dafnaði undir frjálsri stjórnskipun á engilsaxneskum grundvelli, var söguleg forsenda þegar unnið var að útfærslu frjálsrar Íslandsverslunar. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að við útfærslu fríverslunar og í umræðum um hana hafði Ísland, saga þess og menning, margháttaðaða þýðingu fyrir Danaveldi og dönsku krúnuna. Afnám einokunar og hægfara innleiðing frjálsrar verslunar á Íslandi var til vitnis um framfarahug danskra stjórnvalda og samvinnuanda þeirra um verslun á Norður-Atlantshafi.
 
This thesis examines the development of free trade in Iceland under Denmark’s policy of neutral trade between 1751 and 1791. During this period the Danish authorities were working on abolishing mercantile trading methods in stages and introducing free trade. In this endeavour, Iceland and its commonwealth heritage – the Althing, Iceland’s legal tradition and its language – served the interest of the Danish crown. The thesis casts new light on Iceland’s position during transitional times in international affairs with the parting of the British empire and the North American colonies. Then it was deemed necessary to adjust North Atlantic trading to changing times. The roots of the adjustment lay in ideas of Scottish and French economic thinkers of the age of enlightenment. Peace and balance of power should be promoted, and competition and jealousy of trade between nations should be reduced internationally with greater co-operation and freedom of trade. This was the basic idea behind the Eden-Rayneval treaty, concluded between Britain and France in the autumn of 1786. The Danish administration published a decree which abolished the monopoly trade a few weeks earlier (18 August). Six chartered towns were established in Iceland three months later (17 November). An extensive free trade decree was subsequently promulgated on 13 June 1787. The three main chapters trace in chronological order the Danish plans for reform in Iceland, especially in trading matters, and highlight evidence of their political implications. The transformation from mercantilism to free trade was gradual and brought to the surface different opinions among Danish and Icelandic thinkers and officials concerning possible approaches to greater freedom. Should trade become free for Danish subjects and citizens in Icelandic townships, or should this apply regardless of nationality? The second path, trade on so-called colonial lines, was referred to as fully free trade. This resulted in a fierce debate, which took place both officially and in correspondence, over whether there should be limited or unlimited free trade in Iceland. The development of the free trade reforms of the authorities are discussed in the context of the contemporary importance of Norse culture, with its roots in Iceland. The publications of Árnanefnd and the antiquarian work of Jón Eiríksson, Grímur Thorkelín and others are highlighted and its ideological significance in strengthening the power of the hereditary crown. iv The trade debate is discussed in the Danish context, i.e. in regard to the Danish Crown, which was considered a moderating force in contemporary international affairs due to the long history of its crown. The ancient mediatory role of the Danish monarchy was considered important as a historical model for diplomacy based on peace rather than competition. This and the legal prerogative of the king were documented in the Anglo-Saxon epic poem later known as Beowulf which Grímur Thorkelín unearthed and transcribed during his stay in Britain (1786–1791). The judicial heritage and constitution of the commonwealth era – when the Althing was in operation, a free parliament that had its roots in the elder Anglo-Saxon parliamentary tradition (Wittenagemot) – attracted the interest of a group of scholars among whom Grímur worked in the British Isles. They believed political freedom to be a precondition for free trade. The commonwealth period in Iceland, when trade with neighbouring countries flourished on an Anglo-Saxon constitutional basis, was the historical precondition for the execution of free trade reforms in Iceland. The main conclusion of the thesis is that Iceland’s cultural heritage was of multiple significance for Denmark and the Danish crown in both the discussion and the execution of the authorities’ free trade plans. The abolition of monopoly trade in Iceland and the gradual adoption of free trading practices demonstrated the progressive policy of the Danish authorities and their co-operative spirit towards trade in the North Atlantic.
 

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)