Background and aims: Sexual violence is common and, due to the
possible impact on the exposed individual, a major public health
concern according to the World Health Organization. However,
knowledge from large and well conducted studies on the associations
between sexual violence and women’s childbirth outcomes later in life
is as yet somewhat scarce and inconclusive. Using prospectively
collected data, the aim of this thesis was to examine the potential
associations between sexual violence exposure in adolescence or
adulthood, and the risks of adverse pregnancy, obstetric, or neonatal
outcomes in later pregnancies. Material and methods: All three
studies were register-based, where information on women who
attended a Rape Trauma Service (RTS) were linked with the Icelandic
Medical Birth Registry (IMBR). In Study I, 915 pregnancy
characteristics of mothers who attended the RTS during 1993–2008
(exposed) were compared to a randomly selected cohort of 1,641
pregnancies of women who had not attended the RTS (non-exposed),
using data from the IMBR and maternity records. In Study II, we
contrasted obstetric characteristics among 1,068 singleton births of
women who attended the RTS 1993-2011, on average six years after
the exposure, to 9,126 randomly selected births of non-exposed
women, matched by maternal age, parity, and season/year of delivery.
In Study III we compared characteristics of live-born singletons of
exposed mothers (n=1,067) to those of non-exposed mothers
(n=9,104). Poisson regression models were typically used to estimate
relative risks (RR) with 95% confidence intervals. Results: Compared
to non-exposed women, women previously exposed to sexual violence were younger, more often not employed, not cohabiting, and more
often smokers during pregnancy (41.4% vs. 13.5%; aRR 2.59, 95% CI
2.19–3.07). Exposed primiparas were at increased risk of obesity (RR
1.56, 95% CI 1.15–2.12) (Study I). Exposed mothers presented with
increased risks of maternal distress during labor and delivery (RR 1.68,
95% CI 1.01–2.79), prolonged first stage of labor (RR 1.40, 95% CI
1.03–1.88), and emergency instrumental delivery (RR 1.16, 95% CI
1.00–1.34), compared to non-exposed mothers. No overall differences
were found regarding elective cesarean sections (Study II). Compared
to infants of non-exposed mothers, infants of exposed mothers were
lighter (3,573.6 g vs. 3,675.6 g, p<0.01), had an increased risk of being
born preterm (<36 completed gestational weeks) (RR 1.49, 95% CI
1.13–1.97, mainly moderately preterm (32-36 gestational weeks) (RR
1.64, 95% CI 1.24–2.19)), and transferral to the Neonatal Intensive
Care Unit (RR 1.35, 95% CI 1.05–1.73). Adjusting for concurrent
cohabiting and occupational status slightly attenuated the relative risk
of preterm birth (Study III). Overall, the risk elevations in Studies II
and III were larger for women assaulted in adolescence than those
assaulted later. Conclusion: Obstetric outcomes of women with a
history of sexual violence are, in most cases, relatively favorable. Yet,
our data suggest that assaulted women may still be at increased risks of
sustained smoking during pregnancy, obesity, prolonged first stage of
labor, emergency instrumental delivery, and preterm birth.
Bakgrunnur og markmið: Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lítur á
kynferðisofbeldi sem lýðheilsuvá á heimsvísu, þar sem það er bæði
algengt og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola. Stórar og
vel gerðar rannsóknir á kynferðisofbeldi og hugsanlegum áhrifum í
kringum barnsburð kvenna síðar á lífsleiðinni eru takmarkaðar og
niðurstöðum ber ekki saman. Með því að nota gögn sem safnað var á
þeim tíma sem bæði útsetning og útkoma áttu sér stað var markmið
þessarar rannsóknar að skoða hugsanlegt samband á milli
kynferðisofbeldis á unglings- eða fullorðinsárum og áhættunnar á
óæskilegum þáttum á meðgöngu, í fæðingu eða hjá nýburanum.
Aðferð: Notast var við gagnagrunna í öllum þremur rannsóknunum;
upplýsingar um konur sem leituðu til Neyðarmóttöku vegna
kynferðisofbeldis voru samkeyrðar við rafræna fæðingaskrá. Í
rannsókn I var meðganga 586 kvenna sem leituðu til Neyðarmóttöku
á árunum 1993-2008 borin saman við meðgöngu 1.641 konu sem hafði
ekki leitað þangað. Notast var við gögn úr fæðingaskrá og
mæðraskrám. Í rannsókn II voru skoðaðar fæðingar mæðra sem höfðu
leitað til Neyðarmóttöku á árunum 1993-2011 og að meðaltali sex
árum síðar eignast 1.068 einbura (útsettur hópur). Til samanburðar
voru 9.126 einburafæðingar óútsettra kvenna (höfðu ekki leitað til
Neyðarmóttöku). Þær voru valdar af handahófi en parað var á aldri
móður, hvort konan hafði áður eignast barn og ársþriðjungi fæðingar
innan sama árs. Í rannsókn III voru borin saman einkenni lifandi
fæddra einbura, 1.067 voru í útsettum hópi og 9.104 voru í óútsettum
iv
hópi. Notast var við Poisson aðhvarfsgreiningu til að meta
áhættuhlutfall (RR) með 95% öryggisbili. Niðurstöður: Í samanburði
við óútsettar konur voru útsettar konur yngri, síður á vinnumarkaði,
síður í sambúð og reyktu oftar (41.4% vs. 13.5%; aRR 2.59, 95% CI
2.19-3.07) (rannsókn I). Útsettar konur voru í aukinni áhættu á að fá
greiningarnar móðurnauð í hríðum og fæðingu (RR 1.68, 95% CI 1.01-
2.79) og lengt fyrsta stig fæðingar (RR 1.40, 95% CI 1.03-1.88), og að
beita þyrfti áhöldum eða bráðakeisaraskurði (RR 1.16, 95% CI 1.00-
1.34), samanborið við óútsettar konur. Á heildina litið fannst enginn
munur á valkeisaraskurðum (rannsókn II). Samanborið við nýbura
óútsettra mæðra voru nýburar útsettra mæðra léttari (3.573,6 g vs.
3.675,6 g, p<0.01), í aukinni áhættu á að fæðast fyrir tímann (RR 1.49,
95% CI 1.13-1.97, einkum á 32.-37. viku (RR 1.64, 95% CI 1.24-
2.19)), og vera fluttir á vökudeild (RR 1.35, 95% CI 1.05-1.73).
Áhættustuðlar fyrir fyrirburafæðingu lækkuðu dálítið þegar leiðrétt var
fyrir núverandi sambúðar- og atvinnustöðu (rannsókn III). Áhættustuðlar
í rannsóknum II og III voru almennt hærri fyrir konur sem urðu
fyrir kynferðisofbeldi á unglingsárum en þær sem voru eldri.
Umræða: Meðganga og fæðingar kvenna sem hafa orðið fyrir
kynferðisofbeldi virðast oftast ganga vel. Niðurstöðurnar benda þó til
þess að konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi séu í aukinni
áhættu á að reykja á meðgöngu, langdregnu fyrsta stigi fæðingar,
fæðingu með áhöldum eða bráðakeisaraskurði og fyrirburafæðingu.