Opin vísindi

Áhrif lungnasjúkdóma, reykinga og rafrettunotkunar á alvarleika einkenna við greiningu COVID-19

Áhrif lungnasjúkdóma, reykinga og rafrettunotkunar á alvarleika einkenna við greiningu COVID-19


Titill: Áhrif lungnasjúkdóma, reykinga og rafrettunotkunar á alvarleika einkenna við greiningu COVID-19
Aðrir titlar: The impact of lung diseases, smoking and e-cigarette use on the severity of COVID-19 illness at diagnosis
Höfundur: Axelsson, Gísli Þór
Eyþórsson, Elías Sæbjörn
Harðardóttir, Hrönn
Guðmundsson, Gunnar
Hansdóttir, Sif
Útgáfa: 2020-12
Tungumál: Íslenska
Umfang: 6
Háskóli/Stofnun: Landspítali
Deild: Lyflækninga- og bráðaþjónusta
Þverfræðilegt framhaldsnám
Læknadeild
Önnur svið
Birtist í: Læknablaðið; 106(12)
ISSN: 0023-7213
DOI: 10.17992/lbl.2020.12.611
Efnisorð: Lungnalæknisfræði; Adult; Age Distribution; Age Factors; COVID-19/diagnosis; Cigarette Smoking/adverse effects; Female; Humans; Iceland/epidemiology; Lung Diseases/diagnosis; Male; Middle Aged; Prevalence; Risk Assessment; Risk Factors; Severity of Illness Index; Vaping/adverse effects
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4060

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Axelsson , G Þ , Eyþórsson , E S , Harðardóttir , H , Guðmundsson , G & Hansdóttir , S 2020 , ' Áhrif lungnasjúkdóma, reykinga og rafrettunotkunar á alvarleika einkenna við greiningu COVID-19 ' , Læknablaðið , bind. 106 , nr. 12 , bls. 574-579 . https://doi.org/10.17992/lbl.2020.12.611 , https://doi.org/10.17992/lbl.2020.12.611

Útdráttur:

INNGANGUR Heimsfaraldur COVID-19-sjúkdóms af völdum SARS-CoV-2 hefur valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfi um allan heim og aðgerðir vegna hans valdið miklu efnahagstjóni. Alvarlegum sjúkdómi fylgir yfirleitt lungnabólga og fylgikvillar frá lungum eru algengir í alvarlega veikum sjúklingum. Tengsl lungnasjúkdóma, reykinga og rafrettunotkunar við algengi og alvarleika COVID-19-sjúkdóms eru óljós. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Notuð voru gögn úr fyrstu viðtölum á COVID-19-göngudeild Landspítala við 1761 sjúkling með COVID-19 sem fylgt var eftir af spítalanum. Reiknuð var tíðni reykinga, rafrettunotkunar og undirliggjandi lungnasjúkdóma í þessum hópi, eftir aldursflokkum og klínískri flokkun lækna á alvarleika sjúkdómseinkenna. Kannað var hvort munur væri á tíðni þessara áhættuþátta milli aldurshópa og milli einkennaflokka. NIÐURSTÖÐUR Flestir sjúklingar voru á aldrinum 35-54 ára og langflestir höfðu vægan sjúkdóm við greiningu. Tíðni reykinga var um 6%, hæst í aldurshópi 35-54 ára. Rafrettunotendur voru 4%, flestir 18-34 ára. Ekki var munur á tíðni reykinga eða rafrettunotkunar eftir alvarleika einkenna. Lungnasjúkdóm höfðu 9% sjúklinga, fleiri með hækkandi aldri og sjúklingar með alvarlegan COVID-19-sjúkdóm höfðu oftar lungnasjúkdóm en þeir sem höfðu vægari sjúkdóm. ÁLYKTUN Hér er því lýst aldursdreifingu og áhættuþáttum lungnasjúkdóma í samhengi við alvarleika einkenna hjá öllum COVID-19 sjúklingum á Íslandi. Hópurinn er yngri og tíðni alvarlegra einkenna lægri en í mörgum rannsóknum um COVID-19. Athyglisvert er að tíðni reykinga og rafrettunotkunar er heldur lægri en lýst hefur verið í almennu íslensku þýði sem og að tengsl fundust ekki milli þessara þátta og alvarlegs COVID-19-sjúkdóms við greiningu. Niðurstöðurnar sýna því ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19-sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni. INTRODUCTION: The COVID-19 pandemic has caused public health and economic turmoil across the globe. Severe COVID-19 disease most often presents with pneumonia and complications in acutely ill patients often stem from the lungs. The associations of lung disease, smoking and e-cigarette use with the incidence and severity of COVID-19 are unclear on a population level. METHODS: Data on 1761 patients from the Icelandic outpatient Landspitali COVID-19 Clinic were used. The prevalence of smoking, e-cigarette use and underlying lung diseases was calculated in the cohort, with stratification based on age groups and a clinical classification of symptom severity. It was tested whether these prevalences differed between age groups and classes of symptom severity. RESULTS: Most patients were in the age group between 35-54 years of age and a large majority had mild symptoms at diagnosis. The prevalence of smoking was 6% with the highest prevalence among 35-54 year olds. The prevalence of e-cigarette use was 4%. It was most prevalent in the age group between 18-34 years. There was no difference in the prevalence of smoking or e-cigarette use between classes of symptom severity. The prevalence of lung disease was 9%. It was higher among older patients and patients with more severe symptoms. CONCLUSION: The age distribution and prevalence of lung disease and their risk factors are described in the context of COVID-19 incidence and symptom severity in a whole-nation cohort of Icelanders. The cohort is younger and had less severe symptoms than in many previosly published studies of COVID-19. Interestingly, the prevalences of smoking and e-cigarette use were lower than in the Icelandic general population and they were not associated with symptom severity at diagnosis. To conclude, the results presented here indicate that underlying lung diseases are prevalent among people with severe COVID-19 symptoms but fail to demonstrate an association between cigarette smoking or e-cigarette smoking with COVID-19 severity.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: