Opin vísindi

Tíðni fyrirburafæðinga og áhættuþátta hjá íslenskum konum og konum af erlendum uppruna á árunum 1997-2018

Tíðni fyrirburafæðinga og áhættuþátta hjá íslenskum konum og konum af erlendum uppruna á árunum 1997-2018


Title: Tíðni fyrirburafæðinga og áhættuþátta hjá íslenskum konum og konum af erlendum uppruna á árunum 1997-2018
Alternative Title: Preterm birth among Icelandic and migrant women in Iceland during 1997-2018 and main contributing factors
Author: Guðmundsdóttir, Embla Ýr
Vigfusdottir, Lilja
Gottfreðsdóttir, Helga
Date: 2023-02-06
Language: Icelandic
Scope: 7
Department: Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
Önnur svið
Kvenna- og barnaþjónusta
Series: Læknablaðið; 109(2)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2023.02.729
Subject: Ljósmóðurfræði; Pregnancy; Female; Infant, Newborn; Humans; Adolescent; Premature Birth/epidemiology; Iceland/epidemiology; Transients and Migrants; Cohort Studies; Placenta; antenatal care; migrant wome; preterm birt; risk factors; preterm birth; migrant women; antenatal care.; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3999

Show full item record

Citation:

Guðmundsdóttir , E Ý , Vigfusdottir , L & Gottfreðsdóttir , H 2023 , ' Tíðni fyrirburafæðinga og áhættuþátta hjá íslenskum konum og konum af erlendum uppruna á árunum 1997-2018 ' , Læknablaðið , bind. 109 , nr. 2 , bls. 75-81 . https://doi.org/10.17992/lbl.2023.02.729

Abstract:

INNGANGUR Takmörkuð þekking er til um útkomur hjá konum af erlendum uppruna í barneignaferlinu samanborið við íslenskar konur. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tíðni fyrirburafæðinga og áhættuþátta fyrir fyrirburafæðingum hjá þessum hópum á Íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var lýðgrunduð ferilrannsókn og gögn fengin úr Fæðingaskrá. Í ferilhópnum voru allar konur sem fæddu einbura frá 22v0d til 36v6d meðgöngu á Íslandi á árunum 1997-2018, samtals 89.170 konur. Hópnum var skipt í tvennt: konur með íslenskt og erlent ríkisfang. Frekari skipting hópsins var gerð með tilliti til lífskjaravísitölu ríkisfangslands þeirra. Tíðni fyrirburafæðinga og áhættuþátta fyrir fyrirburafæðingum var greind eftir þessum flokkum og marktækni á mun mæld með kí-kvaðrat prófi. NIÐURSTÖÐUR Marktækur munur var á tíðni fyrirburafæðinga hjá íslenskum konum (4,4%) og kvenna með erlent ríkisfang (5,6%) (p<0,001). Konur með erlent ríkisfang frá mið-lífskjaravísitölulöndum fæddu fyrir tímann í 5,5% tilfella (p<0,01) og konur frá lág-lífskjaravísitölulöndum í 6,4% tilfella (p<0,001). Konur með erlent ríkisfang greindust oftar með þvagfærasýkingar, sykursýki, vaxtarskerðingu og fyrirmálsrifnun himna, en sjaldnar með meðgöngueitrun, offitu, fylgjugalla, geðræn vandamál og aldur <18 ára (p<0,05). ÁLYKTUN Konur með erlent ríkisfang á Íslandi fæða oftar fyrirbura en íslenskar konur, þessi munur finnst helst hjá konum frá mið-lífskjaravísitölulöndum og lág-lífskjaravísitölulöndum. Þetta er í samræmi við margar erlendar rannsóknir. Munur á áhættuþáttum er til staðar og þarfnast frekari rannsókna. Taka þarf tillit til þessara þátta í áframhaldandi þróun meðgönguverndar kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Greinin barst til blaðsins 3. nóvember 2022, samþykkt til birtingar 3. janúar 2023. INTRODUCTION: Migrant women often experience worse perinatal outcomes during pregnancy, birth, and puerperium than native women, but results regarding preterm birth vary. The objective of this study was to detect the prevalence and risk factors of preterm birth among Icelandic and migrant women in Iceland. MATERIAL AND METHODS: The study was a population-based cohort study with data from the Icelandic Medical Birth Register. The cohort included all women who had a singleton birth from 22w0d to 36w6d of pregnancy in the years 1997-2018, a total of 89 170 women. The group was divided in two; women with an Icelandic citizenship and women with foreign citizenship, that were further divided according to the Human Development Index (HDI) of their country of citizenship. Preterm birth rate and risk factor prevalence was analysed according to this classification and significance in differences measured with a chi-square test. RESULTS: Significance in differences of preterm birth was found between Icelandic (4.4%) and migrant women (5.6%) (p<0.001). Migrant women from middle-HDI countries gave birth preterm in 5.5% of cases (p<0.01) and women from low-HDI countries in 6.4% of cases (p<0.001). Migrant women were more often diagnosed with urinary tract infections, diabetes, intrauterine growth restriction and premature rupture of membranes, but less often with pre-eclampsia, obesity, placental defect, mental health issues and age p<18 years (p<0.05). CONCLUSION: Migrant women in Iceland from middle-HDI and low-HDI countries give birth preterm more often than Icelandic women. A difference in risk factors is also present and needs further research. The findings can be used in continuing development of prenatal care for migrant women in Iceland.

Description:

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)