Opin vísindi

Joðneysla tveggja ára barna og fullorðinna á Íslandi og mat á áhrifum þess að nota joðbætt salt við framleiðslu á brauði

Joðneysla tveggja ára barna og fullorðinna á Íslandi og mat á áhrifum þess að nota joðbætt salt við framleiðslu á brauði


Titill: Joðneysla tveggja ára barna og fullorðinna á Íslandi og mat á áhrifum þess að nota joðbætt salt við framleiðslu á brauði
Aðrir titlar: Iodine intake of two-year-olds and adults in Iceland and estimation of the effect of using iodized salt in breads
Höfundur: Gunnarsdóttir, Ingibjörg
Jóhannesson, Ari J
Torfadóttir, Jóhanna Eyrún
Porta, Zulema Sullca
Birgisdóttir, Bryndís Eva
Thorgeirsdottir, Holmfridur
Útgáfa: 2023-02-06
Tungumál: Íslenska
Umfang: 6
Deild: Matvæla- og næringarfræðideild
Önnur svið
Lyflækninga- og bráðaþjónusta
Læknadeild
Birtist í: Læknablaðið; 109(2)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2023.02.730
Efnisorð: Innkirtlalæknisfræði; Næringarfræðingar; Child; Humans; Adult; Female; Pregnancy; Child, Preschool; Iceland/epidemiology; Bread; Food, Fortified; Iodine/analysis; adults; children; fortification; intake; iodine; nutrition; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3962

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Gunnarsdóttir , I , Jóhannesson , A J , Torfadóttir , J E , Porta , Z S , Birgisdóttir , B E & Thorgeirsdottir , H 2023 , ' Joðneysla tveggja ára barna og fullorðinna á Íslandi og mat á áhrifum þess að nota joðbætt salt við framleiðslu á brauði ' , Læknablaðið , bind. 109 , nr. 2 , bls. 82-87 . https://doi.org/10.17992/lbl.2023.02.730

Útdráttur:

INNGANGUR Ófullnægjandi joðhagur greindist nýlega hérlendis meðal barnshafandi kvenna. Notkun á joðbættu salti er þekkt leið til að bæta joðhag, en hefur ekki verið beitt hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa joðneyslu tveggja ára barna og fullorðinna á Íslandi og meta líkleg áhrif þess að nota joðbætt salt í brauð. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Joðneysla var reiknuð út frá neyslugögnum landskönnunar á mataræði 2019-2021 (18-80 ára, n=822) og rannsókn á mataræði tveggja ára barna (n=124) og mat lagt á aukningu joðneyslu ef joðbætt salt væri notað í brauð. Niðurstöðurnar eru bornar saman við ráðlagða dagsskammta fyrir joð (90 µg/dag fyrir tveggja ára börn og 150 µg/dag fyrir fullorðna), efri mörk hættulausrar neyslu (200 µg/dag fyrir ung börn og 600 µg/dag fyrir fullorðna) og lægri mörk neyslu (70 µg/dag fyrir fullorðna). NIÐURSTÖÐUR Meðalneysla á joði var 88 µg/dag meðal tveggja ára barna og 134 µg/dag meðal fullorðinna. Ef allt brauð innihéldi 20 µg af joði í 100 grömmum færi meðalneysla á joði upp í 99 µg/dag hjá tveggja ára börnum (13% aukning) og 153 µg/dag hjá fullorðnum (14% aukning), miðað við núverandi neyslu á brauði. Við hærri styrk myndi meira en 5% tveggja ára barna fara yfir efri mörkin en joðstyrkur sem nemur allt að 70 µg/100 grömmum af brauði væri vel innan marka fyrir fullorðna. ÁLYKTANIR Notkun á joðbættu salti í brauð sem svarar til 20 µg af joði í 100 grömmum af brauði virðist örugg fyrir ung börn. Þessi viðbætti joðstyrkur í brauðum myndi þó ekki duga til að tryggja fullnægjandi joðneyslu allra fullorðinna, sé miðað við núverandi mataræði landsmanna. INTRODUCTION: Insufficient iodine status was recently identified in pregnant women in Iceland. Iodine fortification of salt is widely used to decrease the risk of iodine deficiency disorders, but the use of iodized salt has not been recommended in Iceland. The aim was to describe iodine intake among Icelandic adults and two-year-olds and estimate the effect of using iodized salt in bread. MATERIAL AND METHODS: Iodine intake was assessed using data from the Icelandic National Dietary Survey 2019-2021 (18-80 years, n=822) and a study of two-year-old children (n=124). Data on bread intake was used to estimate expected iodine intake if iodized salt was used in bread. The results are compared with recommended iodine intake (90 µg/day for two-year-olds and 150 µg/day for adults) and upper intake level (200 µg/day and 600 µg/day, respectively). RESULTS: Average iodine intake was 88 µg/day for children and 134 µg/day for adults. If all types of bread consumed would contain 20 µg of iodine in 100 grams, the average iodine intake would increase to 99 and 153 µg/day, respectively. With higher bread iodine content, >5% of two-year-olds would exceed the upper intake level, while concentration up to 70 µg/100 grams of bread would result in iodine intake below the upper intake level for adults. CONCLUSION: Use of iodized salt in bread corresponding to 20µg of iodine in 100 grams of bread seems safe for young children in Iceland. However, based on the current dietary habits, adding this amount of iodine to bread would not be sufficient to secure optimal intake of iodine in all adults.

Athugasemdir:

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: