Opin vísindi

Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga

Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga


Titill: Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga
Höfundur: Sigursteinsdóttir, Hjördís   orcid.org/0000-0002-9974-2826
Útgáfa: 2013
Tungumál: Íslenska
Umfang: 16
Deild: Viðskiptadeild
Birtist í: Stjórnmál og stjórnsýsla; 9(2)
ISSN: 1670-679X
DOI: 10.13177/irpa.a.2013.9.2.9
Efnisorð: Einelti; Vinnustaðir; Félagslegur stuðningur; Stjórnun; Bullying; Workplace; Social support; Management
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3879

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Sigursteinsdóttir , H 2013 , ' Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga ' , Stjórnmál og stjórnsýsla , bind. 9 , nr. 2 , bls. 439-454 . https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.2.9

Útdráttur:

Markmið þessarar rannsóknar er að skoða einelti og líðan á vinnustað meðal starfsfólks sveitarfélaga í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi 2008. Rafrænn spurningalisti var í þrígang lagður fyrir starfsfólk 20 sveitarfélaga með þekkt netfang, fyrst í byrjun árs 2010, svo á vordögum 2011 og að lokum í byrjun árs 2013. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að einelti er til staðar meðal starfsfólksins og það hefur aukist milli fyrirlagna spurningalistans. Jafnframt má sjá að félagslegur stuðningur á vinnustað fer minnkandi sem og ánægja með stjórnun vinnustaðarins og löngun til að hætta í starfi eykst. Þolendur eineltis telja sig fá minni félagslegan stuðning en þeir sem ekki hafa orðið fyrir einelti á vinnustað, þeir eru ekki eins ánægðir með stjórnun vinnustaðarins og hafa meiri löngun til að hætta í starfi. Hægt er að álykta út frá hlutfalli þeirra sem orðið hafa fyrir einelti á vinnustað að einelti sé orðið alvarlegt vandamál á vinnustöðum íslenskra sveitarfélaga. Ástæða er til þess að staldra aðeins við og leitast við að finna rót vandans í því augnamiði að uppræta einelti á vinnustað. Sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt það að einelti hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og líðan þolenda og er talið meiri skaðvaldur heldur en öll önnur vinnutengd streita

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: