Opin vísindi

Hugleiðingar um heildstæða menntastefnu

Hugleiðingar um heildstæða menntastefnu


Title: Hugleiðingar um heildstæða menntastefnu
Author: Pálsdóttir, Kolbrún Þ.
Date: 2015
Language: Icelandic
Scope: 15
School: Menntavísindasvið
Series: Netla; ()
ISSN: 1670-0244
Subject: Ritrýndar greinar; Menntastefna; Menntabreytingar; Grunnþættir menntunar
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3840

Show full item record

Citation:

Pálsdóttir , K Þ 2015 , ' Hugleiðingar um heildstæða menntastefnu ' , Netla , bls. 1-15 .

Abstract:

Hér er hvatt til þess að litið sé heildstætt á menntun og að mótuð verði menntastefna sem horfi einnig til þess mikilvæga starfs sem unnið er á sviði tómstundaog félagsmála. Kveikjan að þessari grein var lestur höfundar á bókinni Leading educational change: Global issues, challenges and lessons on whole-system reform sem kom út hjá Teachers College Press árið 2013. Í þeirri bók er fjallað um mikilvæg álitamál er lúta að þróun menntakerfa, svo sem alþjóðlegan samanburð, miðlun og hagnýtingu þekkingar, fagmennsku, gæði og mat á skólastarfi og þróun lærdómssamfélaga. Höfundur tengir efni bókarinnar við umfjöllun íslenskra fræðimanna um opinbera menntastefnu. Um árabil hafa heimspekingar varað við of mikilli tæknihyggju í menntamálum. Ný stefna, með það markmið að efla samfélags- og einstaklingsgildi menntunar, var kynnt árið 2011 en enn heyrast gagnrýniraddir um tæknihyggju og nýfrjálshyggju í menntastefnu. Áherslan á sex grunnþætti menntunar – læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð, og sköpun – virðist hins vegar hafa hvatt til ígrundunar og þróunar skólastarfs og stuðlað að aukinni sam- þættingu í námi. Meginniðurstöður eru þær að heildstæðar rannsóknir á innleið- ingu opinberrar menntastefnu skortir á Íslandi. Framkvæmd hennar er flókið ferli sem krefst þátttöku aðila úr mörgum áttum, ekki eingöngu skólafólks, heldur stjórnenda og fagfólks almennt á sviði uppeldis, mennta og tómstunda, foreldra og ekki síst nemenda.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)