Opin vísindi

Skólaþjónusta sveitarfélaga : Starfsþróun og skólar sem faglegar stofnanir

Skólaþjónusta sveitarfélaga : Starfsþróun og skólar sem faglegar stofnanir


Titill: Skólaþjónusta sveitarfélaga : Starfsþróun og skólar sem faglegar stofnanir
Höfundur: Svanbjörnsdóttir, Birna María B.
Sigurðardóttir, Sigríður Margrét
Þorsteinsson, Trausti
Gunnþórsdóttir, Hermína   orcid.org/0000-0001-5998-2983
Elídóttir, Jórunn
Útgáfa: 2021-01-07
Tungumál: Íslenska
Umfang: 25
Háskóli/Stofnun: Háskólinn á Akureyri
Svið: Hug- og félagsvísindasvið
Deild: Deild menntunar og margbreytileika
Birtist í: Tímarit um uppeldi og menntun; 30(2)
ISSN: 2298-8394
DOI: 10.24270/tuuom.2021.30.5
Efnisorð: Leikskólar; Grunnskólar; Sveitarfélög; Kennarar; Starfsþróun; Schools; Municipals; Professionalism
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3813

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Svanbjörnsdóttir , B M B , Sigurðardóttir , S M , Þorsteinsson , T , Gunnþórsdóttir , H & Elídóttir , J 2021 , ' Skólaþjónusta sveitarfélaga : Starfsþróun og skólar sem faglegar stofnanir ' , Tímarit um uppeldi og menntun , bind. 30 , nr. 2 , bls. 3-27 . https://doi.org/10.24270/tuuom.2021.30.5

Útdráttur:

Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig skólaþjónusta sveitarfélaga stæði að því að tryggja kennurum og skólastjórnendum stuðning til starfsþróunar og að efla skóla sem faglegar stofnanir, sem þeim ber samkvæmt lögum. Rafræn spurningakönnun var lögð fyrir skólastjóra leik- og grunnskóla og þá sem voru í forsvari fyrir skólaþjónustu í sveitarfélögum á Íslandi. Til að fylgja spurningakönnuninni eftir voru valin fimm tilvik og þau rannsökuð sérstaklega. Niðurstöður benda til þess að ekki sé jafnvægi milli meginviðfangsefna skólaþjónustunnar, sem eru að styðja nemendur og foreldra annars vegar og starfsþróun kennara, stjórnenda og annars starfsfólks hins vegar. Margt bendir til þess að skólaþjónustuna skorti skýrari stefnu um skólamiðaða ráðgjöf þar sem betur er skerpt á hlutverki hennar í því að efla og þróa skólana sem faglegar stofnanir og uppfylla þar með reglugerðarákvæði. Í því skyni þurfa yfirvöld og fræðslustjórar að hafa samráð um áherslur og leiðir og tryggja heildstæða þjónustu með áherslu á starfsþróun og skólamiðaða ráðgjöf fyrir starfsfólk skóla í samstarfi við kennara og skólastjórnendur.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: