Opin vísindi

Hlutir úr fortíð. Eigur fólks og safnkostur frá 19. öld

Hlutir úr fortíð. Eigur fólks og safnkostur frá 19. öld


Title: Hlutir úr fortíð. Eigur fólks og safnkostur frá 19. öld
Alternative Title: Things from the Past. People’s Possessions and Museum Collection from 19th Century.
Author: Baldursdóttir, Anna Heiða   orcid.org/0000-0002-8137-5706
Advisor: Sigurður Gylfi Magnússon
Date: 2022-12-20
Language: Icelandic
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Department: Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði (HÍ)
Faculty of History and Philosophy (UI)
ISBN: 978-9935-9700-5-3
Subject: Efnismenning; Söfn; Einsaga; Doktorsritgerðir; Hlutir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3806

Show full item record

Abstract:

 
Viðfangsefni doktorsritgerðarinnar er að draga fram heimildasöfn (e. archives) og greina þá efnismenningu (e. material culture) sem þau búa yfir, eða með öðrum orðum að kanna samband manna og hluta. Rannsóknaraðferðin krefst þess að víða sé leitað fanga eins og á sviði sagnfræði, fornleifafræði, safnafræði, þjóð- og þjóðháttafræði og menningarfræði. Við úrvinnslu flókinna og stórra heimildagrunna er sérstaklega stuðst við aðferð einsögunnar (e. microhistory) eða einvæðingu sögunnar (e. singularization of history), sögu hluta (e. history of things) og gagnrýninnar menningararfsfræða (e. critical heritage studies). Markmið rannsóknarinnar er að draga fram hversdagslíf alþýðunnar á 19. öld með rannsókn á efnismenningu tveggja ólíkra heimildasafna. Hugmyndin var að nálgast heimildirnar með eiginleika þeirra í huga til að fá sem fyllstu mynd af fortíðinni og dýpka skilning á þeim álitamálum sem upp koma við notkun ólíkra heimilda. Í fyrsta lagi er um að ræða dánarbúsuppskriftir sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands og eru rúmlega 33.000 talsins. En það eru gögn sem innihalda upptalningu og virðingu á eigum látinna einstaklinga ef þau skildu eftir sig ólögráða erfingja, skulduðu öðrum eða ef deilur um skiptingu dánarbúsins ríktu meðal erfingja. Í öðru lagi var safnkostur Þjóðminjasafns Íslands frá sama tíma tekinn fyrir eins og hann birtist í Sarpi, stafrænum gagnagrunni sem safnið notar til að skrá muni og halda utan um safnkostinn. Umfjöllun ritgerðarinnar er fjórþætt. Í inngangskafla er fjallað um helstu hugtök og kenningar sem notaðar eru í doktorsrannsókninni og hvernig þær mótuðu aðferðafræði verksins. Þar er einnig fjallað um heimildirnar sem notaðar eru þar sem eiginleikum, kostum og göllum er velt upp á gagnrýninn hátt. Nokkur hugtök eru rædd sérstaklega eins og efnismenning, efnisheimur, menningararfur, nýja efnishyggjan (e. new materialism), skráning, heimildasöfn og varðveisla og tengingar þeirra við efnið og umræða um þau í öðrum fræðigreinum. Hér kemur fram þverfræðileg nálgun verkefnisins sem og aðferðafræði rannsóknarinnar. Hún byggir á heimildasöfnunum þar sem stórir gagnagrunnar eru teknir fyrir og efni þeirra bútað smátt og smátt niður eftir tímabili, stöðu fólks, aldri, meðaltalsvirði dánarbúanna, landfræðilegri dreifingu og að lokum hlutirnir sjálfir skoðaðir – eigurnar og safngripirnir. Annar hluti ritgerðarinnar, sem er fyrirferðarmesta efni rannsóknarinnar, eru dánarbúsuppskriftir 104 einstaklinga frá 19. öld sem eru skoðaðar og spurt: hvaða eigur átti fólkið við andlát sitt og hvað geta þær sagt okkur um hversdagslíf eigenda sinna? Til að nálgast umfangsmiklar heimildir (33.000 einstaklingar) er viðfangsefnið afmarkað í nokkrum þrepum. Fyrsta skrefið er tímabilið – 19. öld. Annað skrefið er að kalla fram fólk sem endurspeglaði þorra almennings á þessum tíma eftir stöðu þess. Þetta voru þrír hópar: bændur, ekkjur og vinnuhjú. Innan þessara hópa er þriðja skrefið tekið, sem er að nota aldurshópa sem sýndi fólkið í byrjun, miðju og við lok lífsferil þeirra. Með þessari afmörkun var ég enn með þúsundir manns í höndunum svo að fjórða leiðin byggði á því að koma böndum á fjölda þeirra sem teknir voru fyrir. Þar var farin sú leið að nýta meðaltal verðmæta eigna. Lokaskrefið er svo að handvelja „meðaljónana“ með því að dreifa þeim yfir alla 19. öldina og landið til þess að fá sem gleggsta mynd af efnisveruleika tímabilsins. Í doktorsrannsókninni koma fyrir 37 vinnuhjú, 34 bændur og 33 ekkjur sem fjallað er um út frá eigum þeirra eða eftir gripaflokkum dánarbúsuppskriftanna. Sú flokkun var gerð af virðingarmönnum dánarbúanna við úttekt dánarbúsins þar sem eigunum var skipt í til dæmis fatnað, búsgögn, reiðtygi og svo framvegis. Heimildirnar sjálfar – dánarbúsuppskriftirnar – eru einnig greindar og eiginleikar þeirra dregnir fram til að fá sem fyllsta mynd af fortíðinni. Hvaða hagsmunir liggja þeim að baki? Dánarbúsuppskriftirnar gáfu innsýn í líf þeirra einstaklinga sem þar komu fyrir enda var þar að finna alls konar hluti, allt frá slitnum sokkum yfir í verðmætar mjólkurkýr. Sú efnismenning sem fram kom endurspeglaði stöðu, aldur, áhuga og sérhæfingu, kyn og daglegt líf fólksins og tilraunir þess til að bæta líf sitt. Á sama hátt gáfu dánarbúsuppskriftirnar sjálfar vísbendingar um fólkið og viðhorf embættismanna til þess. Í þriðja hluta ritgerðarinnar er fjallað um safnkost Þjóðminjasafnsins sem er skráður inn í Sarp, og talinn vera frá tímabilinu 1740–1900. Það er, þeir gripir sem líklegast hafa verið notaðir á sama tíma og þeir einstaklingar sem komu fyrir í dánarbúsuppskriftunum voru uppi. Skoðað er hvaða munir hafa varðveist og af hvaða tagi eru þeir? Safnkostur tímabilsins var greindur út frá þeirri skráningu sem hann fékk í Sarpi og þannig er reynt að rýna í hvers konar gripir þetta eru og hvaðan þeir koma. Úr þeim upplýsingum sem mátti draga úr skráningu þeirra var ljóst að þar voru á ferðinni munir sem varpa upp fremur fegraðri mynd af fortíðinni. Söfnunin ber þess merki að þjóðernisleg áhrif á seinni hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. hafi markað safnkost tímabilsins svo um munar. Þetta kemur fram í munum sem bera listræn og fagurfræðileg gildi og flokkast oft til alþýðulistar eins og útskurður í horn, tré og járn. Hlutur yfirstéttarinnar var einnig stór í safnkosti tímabilsins bæði sem gefenda og eigenda gripanna. Í lok ritgerðar er gerður samanburður á þeirri efnismenningu sem er að finna í eigu einstaklinganna og þeirrar sem birtist í skráningu og varðveislu Þjóðminjasafnsins. Þetta er gert á þann hátt að eigum einstaklinganna er skipt í gripaflokka sem virðingarmenn dánarbúanna notuðu til að gera upp búið. Á sama hátt er safnkosti tímabilsins skipt upp, en með því gefst tækifæri til að draga fram líkindin og það sem er ólíkt með þeim. Eru sambærilegir gripir í báðum heimildasöfnum eða vantaði einhverja sérstaka gripaflokka? Tilgangurinn með þessari greiningu er að takast á við þann vanda sem fylgir því að fjalla um fortíðina ásamt því að varpa fram ályktunum um á hvaða fræðilegu stoðum hinn svokallaði menningararfur stendur á. Rannsóknin leiðir í ljós hið síbreytilega samband manna og hluta – efnismenningu fortíðar og þeirri sem varðveitt er í samtímanum. Frá því að vera hlutur í dánarbúsuppskrift sem kom við sögu á hverjum degi í lífi fólks á einn eða annan hátt yfir í að vera safngripur sem er í vernduðu umhverfi varðveisluhúsnæðis og rætt er um sem menningararf Íslendinga bæði í almennri umræðu og á vettvangi safna. Samanburðurinn á dánarbúsuppskriftum og safnkosti Þjóðminjasafns Íslands sýnir stigveldi gripa, íslenska list og handverk, hið hversdagslega og einstaklingsbundna. Allt eru þetta þættir sem koma fram á mismunandi hátt í heimildarsöfnunum og veita óvænta og nýja innsýn í tímabil 19. aldar. Einn af áhersluþáttum verkefnisins er að færa fram á sjónarsviðið mikilvægi efnismenningar sem og að beita nýjum aðferðum til þess að nálgast viðfangsefnið. Forðast var að dvelja við hlutina í heimildunum eina og sér heldur leitast við að færa þunga greiningarinnar yfir á eiginleika sjálfra heimildanna og hvað þær hafa um fortíðina að segja. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar er því ekki aðeins fólgið í notkun á nýjum heimildum heldur er aðferðin nýstárleg að því leyti að hún miðar að því að greina hlutina út frá mörgum sjónarhornum. Fram að þessu hefur sagnfræðin nálgast viðfangsefni sitt út frá afstöðu mannanna og lítið skeytt um efnisheiminn sem hefur veigamikil áhrif á daglega framgöngu fólks. Nýlunda verkefnisins er því fólgin í því að efnismenning eða hlutir eru notuð sem mikilvægt greiningartæki á fortíðina.
 
The object of the thesis is to bring archives to light and to analyse the material culture they embody – in other words to explore the relationship between people and things. The research method requires a broad-based approach, embracing such fields as history, archaeology, museum studies, folkloristics and ethnology, and culture studies. In working with large and complex collections of sources, the methods of microhistory or singularization of history, the history of things and critical heritage studies are applied. The objective of the study is to illuminate the daily life of the people of Iceland in the 19th century through study of material culture as preserved in two different archives. The principle was to approach the sources with their attributes in mind, in order gain the fullest possible picture of the past and to deepen understanding of moot points that may arise when different sources are used. The first archive explored consists of probate inventories, preserved by the National Archives of Iceland, which number about 33,000. These are documents that contain inventories and valuations of the estates of deceased individuals, carried out if they left heirs of minor age or died in debt, or in cases where the division of assets among heirs was disputed. The other archive is the collection of the National Museum of Iceland for the same period, which is examined via catalogue entries on Sarpur, an online digital database cataloguing Icelandic museums‘ collections. The content of the thesis is made up of four parts. The introduction discusses the principal concepts and theories applied in the doctoral study, and how these influenced the research methodology. The sources used in the study are also addressed, with a critical discussion of their qualities, strengths and weaknesses. There is specific discussion of several concepts, such as material culture, materiality, cultural heritage, new materialism, cataloguing, archives and preservation, together with their relevance to the project and discussion of them in other scholarly disciplines. This explains the cross-disciplinary approach of the project and the methodology of the study. It is grounded in the archives: large databases are examined and their content is gradually divided up by period, social status, age, average value of probate inventories, geographical distribution, and finally the things themselves – the possessions and the museum pieces. The second part of the thesis, the bulk of the study material, comprises an examination of probate inventories of 104 individuals who lived in the 19th century. The questions are asked: what possessions did people own when they died, and what can those possessions tell us about the daily lives of their owners? In order to approach the extensive sources (on 33,000 individuals), the content was narrowed down in a number of stages. The first stage was the period: the 19th century. The second stage was to identify by social status individuals who were representative of the Icelandic population at the time. These comprised three social groups: farmers, widows and farm workers. Within these categories the third stage was applied: to pick age groups that were examples of people in early or middle life or in old age. After this process of selection, I was still left with thousands of people; the fourth stage consisted of winnowing out the cases to be included. Here the average value of the probate inventory was used. The final stage was to hand-pick “typical” individuals representing all periods of the 19th century and regions of the country, in order to gain the clearest possible impression of the materiality of the time. The doctoral study thus examined 37 farm workers, 34 farmers and 33 widows, who are discussed on the basis of their possessions, or categories of possessions, in the probate inventories. This categorisation of assets was carried out by the valuers of the estate, who classed the assets in such categories as clothing, domestic equipment, riding gear, etc. The sources themselves – probate inventories – are also analysed, and their attributes are discussed, in order to gain the fullest possible image of the past. What interests lie behind them? The probate inventories provided insight into the lives of the individuals concerned, listing possessions from worn-out socks to valuable dairy cows. The material culture documented in them reflects the social status, age, interests and skills, gender and daily life of the people concerned, and their efforts to improve their lives. At the same time the probate inventories themselves provided clues to the individuals and how they were viewed by officials. The third part of the thesis is concerned with objects in the collection of the National Museum of Iceland, catalogued on the Sarpur database, and believed to date from the period 1740–1900. In other words, these are objects which appear to have been in use during the lifetimes of the people whose possessions are documented in the probate inventories. An examination is made of the objects preserved in the museum collection, and their nature. The museum pieces of the period were analysed, based on the catalogue entries on Sarpur, seeking to identify the kinds of objects and where they were from. The information derived from the catalogue entries led to the conclusion that these objects give a far more idealised image of the past than is seen in the probate inventories. The way in which the items were collected indicates that nationalist fervour in the later 19th century and the early 20th has clearly made its mark upon the collection for that period. This is seen in objects of artistic/aesthetic value, often classified as folk art, such as carvings in horn or wood and ironwork. The social élite is also disproportionately represented in the collection for that period, both as owners and donors of objects. The thesis concludes with a comparison of the material culture found in the individuals’ possession according to the probate inventories, and that which is preserved and catalogued by the National Museum of Iceland. The comparison was made by dividing the individuals’ possessions into the categories of assets used by the valuers of states for probate. The museum pieces of the period are classified in the same way, providing the opportunity to discern similarities and dissimilarities. Do comparable objects feature in both archives, or are some categories lacking? The objective of this analysis is to address the problems that arise with discussing the past, while also drawing inferences regarding the scholarly basis of “cultural heritage.” The study revealed the mutable relationship between people and things – the material culture of the past, and that which is preserved in the present: from being an object in a probate inventory that featured in people’s everyday life in one way or another, to being a museum piece in the secure setting of a museum facility, cited as part of Iceland’s heritage, both in general discourse and in the museum environment. The comparison of probate inventories and the National Museum of Iceland collection demonstrates a hierarchy of objects, Icelandic art and crafts, the commonplace and the personal. These are all factors which emerge in different ways in archives and provide a new and unexpected perspective on the 19th century. One of the priorities of the project is to highlight the importance of material culture, and to apply new methods in approaching the subject. The principle was to avoid devoting excessive attention to individual objects in the sources, focussing instead on the qualities of the sources themselves and what they can tell us about the past. The scholarly value of the study thus lies not only in the use of new sources: the method is innovative in that it sets out to analyse objects from various perspectives. Hitherto history has approached its subjects in terms of people, paying little attention to materiality, which has a major influence on people’s daily lives. The novelty of this project thus consists in using material culture or things as an important analytical tool about the past.
 

Description:

Doktorsverkefnið var unnið innan öndvegisverkefnisins Heimsins hnoss. Söfn efnismenningar, menningararfur og merking.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)