Opin vísindi

Museum-Based Research: Museological, Institutional, Curatorial and Epistemological Challenges

Museum-Based Research: Museological, Institutional, Curatorial and Epistemological Challenges


Titill: Museum-Based Research: Museological, Institutional, Curatorial and Epistemological Challenges
Aðrir titlar: Söfn sem rannsóknastofnanir: Áskoranir og tækifæri
Höfundur: Sigfúsdóttir, Ólöf Gerður
Leiðbeinandi: Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Útgáfa: 2022-10-14
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Deild: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild (HÍ)
Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics (UI)
Efnisorð: Safnafræði; Þekkingarfræði; Doktorsritgerðir; Söfn; Rannsóknir; Museums; Knowledge Production; Epistemology
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3724

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Unlike collecting, preserving, educating and displaying, research is rarely thought of as a core activity in museums. However, it is one of the formal requirements museums must fulfil according to international standards. It is also the most ambiguous and challenging to undertake. Many museums report being unable to conduct research due to lack of manpower, time and funding, while others see research as inherent in everything they do. These two extremes create a climate of confusion around research activity, which, in turn, leads to ambivalence or uncertainty as to what counts as research in the museum workplace. This doctoral dissertation speaks to this ambivalence by exploring how knowledge is produced, contested and disseminated in museums, with the aim of bringing clarity to the discourse. The dissertation is based on four journal articles that engage with the problem of museum-based research from different angles. Central to the study is the concept of ‘research’ as it migrates between the two domains of academia and museums. The study draws on literature from the fields of museology, curatorial studies, artistic research and, to some extent, anthropology, as it seeks to illustrate a multifaceted picture of research in the museum context. It unfolds through the lens of four distinct but overlapping perspectives: the museological, the institutional, the curatorial and the epistemological. Each perspective reflects a particular set of research questions, source materials and methodologies, including two case studies conducted in Iceland. The museological perspective explores how the discipline of museology engages with the topic of museum-based research at a theoretical level. The institutional perspective examines research from within museums, including the administrative and legal structures that frame research as a professional museum activity. The curatorial perspective encompasses research from the author’s first-hand experience with creating an exhibition and the curatorial process leading up to it. Lastly, the epistemological perspective illustrates a plurality of research models accommodated by museums, regardless of their specialisation. This perspective also addresses the epistemological characteristics of museum-based research with the aim of describing their contribution to the production and dissemination of knowledge, claiming that they are unique among other fields of research. When combined in a multi-layered research design, all four perspectives enable an investigation of museum-based research that shifts from up-close analysis to a bird’s-eye view. The dissertation demonstrates that despite the challenges ingrained in museum-based research, it remains a field of many opportunities. Based on the extremely disparate forms of research housed in museums, the study advocates for an expanded and pluralistic understanding of research that not only goes beyond the conventional academic usage of the term but also encompasses research that expands beyond the collection.
 
Meðan söfnun, varðveisla, fræðsla og sýningar skapa algeng hugrenningatengsl við söfn, þá eru rannsóknir ekki endilega í þeim flokki. Samt sem áður eru rannsóknir ein af þeim formlegu kröfum sem eru gerðar til safna vilji þau starfa eftir alþjóðlegum viðmiðum um faglegt starf. Þær eru líka óljósasti starfsþátturinn og jafnframt sá sem flest söfn eiga í hvað mestum erfiðleikum með að uppfylla. Mörg söfn segjast ófær um að sinna þessum grunnþætti starfsins vegna skorts á starfsmönnum, tíma og fjármagni, meðan önnur líta á rannsóknir sem innbyggðan hluta af öllu því daglega starfi sem fer fram á söfnum. Þessi tvö andstæðu sjónarmið skapa andrúmsloft óvissu kringum rannsóknastarf safna, sem aftur á móti leiðir til óræðni um hvað telst til rannsókna og hvað ekki. Þessi dokstorsritgerð varpar ljósi á þessa óræðni með því að kanna hvernig þekking er sköpuð og henni miðlað á söfnum, í því markmiði að skýra orðræðuna um safnarannsóknir. Ritgerðin er byggð á fjórum tímaritsgreinum sem allar takast á við vandamálið sem fylgir rannsóknahlutverki safna út frá ólíkum sjónarhornum. Miðlægt í gegnum verkefnið er hugtakið „rannsókn“ eins og það birtist á háskólasviðinu annarsvegar og hinsvegar á safnasviðinu, og því lýst hvernig það ferðast á milli þessara tveggja sviða. Því má segja að verkefnið sé rannsóknapólitískt í grunninn, en markmið þess er að víkka út hugmyndina um rannsóknir sem stundaðar eru á söfnum. Kenningaramminn er sóttur úr safnafræði, sýningarstjórnunarfræðum, listrannsóknum og að einhverju leyti úr mannfræði, en verkefnið miðar að því að draga upp mynd af safnarannsóknum sem sýnir fram á margbreytileika þeirra, hvort sem lýtur að aðferðafræði og miðlunarformum. Þessi mynd er mótuð gegnum fjögur ólík en samhangandi sjónarhorn: hinu safnafræðilega, hinu stofnanalega, hinu sýningarstjórnunarlega og hinu þekkingarfræðilega. Hvert sjónarhorn tekst á við tilteknar rannsóknarspurningar og notast við fjölbreyttar heimildir, gögn og aðferðafræðilega nálgun, þar á meðal tvær tilviksrannsóknir sem unnar voru á Íslandi. Hið safnafræðilega sjónarhorn miðar að því að skoða hvernig safnafræðin sjálf fjallar um rannsóknahlutverk safna og hvernig rannsóknaþátturinn er settur í fræðilegt samhengi. Stofnanalega sjónarhornið nálgast safnarannsóknir út frá sjónarhóli safnanna sjálfra, sér í lagi íslenskra safna, auk þess að gaumgæfa stjórnsýsluna og þá lagaramma sem móta rannsóknavirkni sem faglegan starfsþátt safna. Sýningarstjórnunarlega sjónarhornið fjallar um rannsóknir út frá reynslu höfundar, þar sem sýningin „Í bili“ og það ferli sem leiddi að henni eru tekin til greiningar. Loks beinir þekkingarfræðilega sjónarhornið athyglinni að þeim mikla margbreytileika sem felst í rannsóknarstarfi safna, sama hvort þau eru náttúruminjasöfn, listasöfn, menningarminjasöfn, eða hvaða öðru tagi sem er. Þá eru þekkingarfræðileg einkenni safnarannsókna reifuð í því markmiðið að skýra framlag þeirra til þekkingarsköpunar, og því haldið fram að þessi einkenni séu iv einstök meðal annarra fræðasviða. Þegar þessi fjögur sjónarhorn eru lögð hvert ofan á annað verður til mynd af safnarannsóknum sem sveiflast milli þess að byggja á víðtækum yfirlitsmyndum yfir í nærmyndir, sem svo fléttast saman í eina heild í ritgerðinni. Verkefnið sýnir fram á að þrátt fyrir allar þær áskoranir sem felast í rannsóknahlutverki safna, þá eru safnarannsóknir svið fjölmargra tækifæra. Með því að horfa á þær ólíku tegundir rannsókna sem stundaðar eru á söfnum eru færð rök fyrir nauðsyn þess að víkka út viðteknar hugmyndir um hvað felst í rannsóknum og skapa pláss fyrir aðrar tegundir rannsókna en eingöngu hið hefbundna akademíska, eða vísindalega, rannsóknaform.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: