Opin vísindi

Stoðnet vegna þrengsla í ristli og endaþarmi af völdum krabbameins

Stoðnet vegna þrengsla í ristli og endaþarmi af völdum krabbameins


Titill: Stoðnet vegna þrengsla í ristli og endaþarmi af völdum krabbameins
Aðrir titlar: Stenting for colorectal cancer obstruction in Icelandic patients
Höfundur: Ásbjarnardóttir, Margrét Guðrún
Valsdóttir, Elsa Björk
Sigurdsson, Helgi Kjartan
Möller, Páll Helgi
Útgáfa: 2020-12
Tungumál: Íslenska
Umfang: 5
Háskóli/Stofnun: Landspítali
Deild: Þverfræðilegt framhaldsnám
Önnur svið
Læknadeild
Birtist í: Læknablaðið; 106(12)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2020.12.610
Efnisorð: Skurðlæknisfræði brjósta, innkirtla og meltingarfæra; bridge to surgery; colorectal cancer; malignant obstruction; palliation; Stent; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3695

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Ásbjarnardóttir , M G , Valsdóttir , E B , Sigurdsson , H K & Möller , P H 2020 , ' Stoðnet vegna þrengsla í ristli og endaþarmi af völdum krabbameins ' , Læknablaðið , bind. 106 , nr. 12 , bls. 569-573 . https://doi.org/10.17992/lbl.2020.12.610 , https://doi.org/10.17992/lbl.2020.12.610

Útdráttur:

INNGANGUR Sjálfþenjandi málmstoðnet eru þekkt meðferð við þrengingum vegna ristil- og endaþarmskrabbameins. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun slíkra stoðneta hérlendis fyrir tímabilið 2000-2018. Skoðuð var þróun fjölda sjúklinga sem fengu stoðnet, ýmist sem brú yfir í aðgerð eða sem líknandi meðferð, og mat lagt á fylgikvilla og árangur. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem fengu sjálfþenjandi málmstoðnet á Landspítala vegna illkynja garnastíflu af völdum krabbameins í ristli og endaþarmi. Leitað var eftir greiningar- og aðgerðalyklum í sjúkraskrárkerfi Landspítala. NIÐURSTÖÐUR Alls fengu 43 sjúklingar með ristil- og endaþarmskrabbamein 53 stoðnet vegna þrengingar, sá fyrsti árið 2005. Fleiri sjúklingar fengu stoðnet sem líknandi meðferð (n=27) en brú yfir í aðgerð (n=16). Rof á ristli varð hjá 5 sjúklingum (12%). Meirihluti þeirra sjúklinga sem fékk stoðnet sem brú yfir í aðgerð fór í aðgerð þar sem framkvæmd var bein endurtenging (69%). Meirihluti sjúklinga sem fékk stoðnet sem líknandi meðferð fór ekki í aðgerð (63%). Varanlegt stómahlutfall hjá brúar-hópi var 27% og 22% hjá sjúklingum í líknandi meðferð. ÁLYKTUN Á rannsóknartímabilinu fóru flestir þeir sjúklingar, sem fengu stoðnet sem brú yfir í aðgerð, í aðgerð með beinni endurtengingu og þeir sjúklingar sem fengu stoðnet í líknandi tilgangi þurftu flestir ekki aðgerð. Tíðni rofs var nokkuð há í erlendum samanburði. Skortur var á rafrænum skráningum um tæknilegan og klínískan árangur. Í ljósi þess að um afturskyggna rannsókn og fáa sjúklinga var að ræða, verður að túlka allar niðurstöður með fyrirvara. INTRODUCTION: Self-expandable metal stents (SEMS) are a known treatment option for obstruction due to colorectal cancer. The objective of this project was to estimate the usage of such stents in Iceland between 2000-2018. We evaluated the number of patients who received the stent as a bridge to surgery (BtoS) or as a palliative therapy (PT) and evaluated complication rate and the technical and clinical success rate. MATERIAL AND METHODS: Retrospective review of patients in Landspitali University Hospital who received SEMS for malignant colorectal obstruction. Search was conducted using diagnostic and theraputic codes in the Icelandic electronic medical record system. RESULTS: A total of 43 patients with colorectal cancer received in total 53 SEMS for obstruction, the first patient in 2005. More patient received SEMS as PT (n=27) than as BtoS (n=16). Colon perforation occurred in 5 patients (12%). A resection with primary anastomosis was performed in 69% of the BtoS patients. The majority of the PT patients did not receive an operation (63%). Permanent stoma ratio was 27% for BtoS patients and 22% for PT patients. CONCLUSION: SEMS served as BtoS with resection and primary anastomosis for the majority of patients in the BtoS group. For a majority of patients in the PT group, SEMS could be used to avoid surgery. The perforation rate was relatively high. Information on techincal and clinical success was poorly recorded. Because of the retrospective nature of the study and the small population size all results should be interpreted with caution.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: