Opin vísindi

Áhrif menntunar á áhættuþætti og nýgengi æðakölkunarsjúkdóma

Áhrif menntunar á áhættuþætti og nýgengi æðakölkunarsjúkdóma


Title: Áhrif menntunar á áhættuþætti og nýgengi æðakölkunarsjúkdóma
Alternative Title: The relationship between lack of educational attainment, cardiovascular risk factors, atherosclerosis and coronary artery disease
Author: Andersen, Karl Konráð
Aspelund, Thor   orcid.org/0000-0002-7998-5433
Gudmundsson, Elias Freyr   orcid.org/0000-0002-7661-4872
Sigurdsson, Gunnar   orcid.org/0000-0002-2913-004X
Sigurdsson, Sigurdur
Björnsdóttir, Guðlaug
Thorsson, Bolli   orcid.org/0000-0001-7657-4682
Sigurdsson, Gunnar   orcid.org/0000-0002-2913-004X
Hardarsson, Thordur
Gudnason, Vilmundur   orcid.org/0000-0001-5696-0084
Date: 2022-07-07
Language: Icelandic
Scope: 10
Department: Önnur svið
Læknadeild
Skrifstofa aðgerðasviðs
Series: Læknablaðið; 108(7-8)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2022.0708.701
Subject: Æðakölkun; Hjartalæknisfræði; Menntun; Atherosclerosis; Cardiovascular Diseases/epidemiology; Coronary Artery Disease/diagnostic imaging; Educational Status; Female; Heart Disease Risk Factors; Humans; Iceland/epidemiology; Male; Plaque, Atherosclerotic; Pneumothorax; Risk Factors; cardiovascular disease; risk factors; education; socioeconomic status; socioeconomic status; education; risk factors; cardiovascular disease; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3647

Show full item record

Citation:

Andersen , K K , Aspelund , T , Gudmundsson , E F , Sigurdsson , G , Sigurdsson , S , Björnsdóttir , G , Thorsson , B , Sigurdsson , G , Hardarsson , T & Gudnason , V 2022 , ' Áhrif menntunar á áhættuþætti og nýgengi æðakölkunarsjúkdóma ' , Læknablaðið , bind. 108 , nr. 7-8 , bls. 346-355 . https://doi.org/10.17992/lbl.2022.0708.701

Abstract:

INNGANGUR Lágt menntunarstig hefur verið tengt óhagstæðri samsetningu áhættuþátta kransæðasjúkdóma. Þessu fylgir aukin áhætta á hjartaáföllum hjá minna menntuðum. Litlar upplýsingar eru til um samband menntunarstigs við alvarleika æðakölkunarsjúkdóma. Við rannsökuðum tengsl menntunarstigs við áhættuþætti æðakölkunarsjúkdóma, algengi æðakölkunarskella og nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar (REFINE) er lýðgrunduð langsniðsrannsókn þar sem handahófsúrtak 25-69 ára einstaklinga var tekið á árunum 2005-2011. Þátttakendur gengust undir mælingar á helstu áhættuþáttum æðakölkunarsjúkdóma. Ómskoðanir á hálsslagæðum voru notaðar til greiningar á dulinni æðakölkun. Eftirfylgni var fram í byrjun mars 2019. NIÐURSTÖÐUR Rannsóknarþýðið samanstóð af 3251 karli og 3365 konum. Grunnskólamenntun höfðu 20,1% þátttakenda, 31,2% höfðu iðn- eða sambærilega menntun, 12,3% höfðu stúdentspróf og 36,4% höfðu lokið háskólanámi. Helstu áhættuþættir æðakölkunarsjúkdóma voru algengari hjá þeim sem höfðu eingöngu grunnskólamenntun en hjá þeim sem höfðu lengri skólagöngu. Veruleg æðakölkun í hálsslagæðum var marktækt algengari hjá þeim sem höfðu grunnskólamenntun eingöngu (OR 1,84; 95% CI 1,40-2,43) eða iðnmenntun (OR 1,49; 95% CI 1,16-1,91) samanborið við háskólamenntaða. Grunnskóla- eða iðnmenntaðir voru líklegri til að þróa klínískan hjarta- og æðasjúkdóm samanborið við háskólamenntaða á 10 ára eftirfylgnitíma rannsóknarinnar. Hefðbundnir áhættuþættir skýra stóran hluta þessarar áhættuaukningar. ÁLYKTUN Styttri skólaganga en framhaldsskólanám eða háskólamenntun tengist helstu áhættuþáttum æðakölkunarsjúkdóma sem endurspeglast í marktækt aukinni dulinni æðakölkun í hálsslagæðum og auknu nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma. Óljóst er hvaða orsakaþættir liggja því til grundvallar en félagslegur og efnahagslegur ójöfnuður gæti átt hlut að máli. Mikilvægt er að beita markvissum forvarnaraðgerðum hjá þeim sem greinast í aukinni áhættu, meðal annars vegna styttri skólagöngu. INTRODUCTION: Educational attainment is related to improved health and longevity. We investigated the relationship between educational attainment and cardiovascular risk factors, subclinical atherosclerosis, and incidence of coronary artery disease. MATERIAL AND METHODS: The Reykjavik REFINE study is a population-based study recruiting 6616 subjects, 25-69 years of age from the greater Reykjavik area in 2005-2011. Baseline measurements of cardiovascular risk factors were performed, and all participants had a carotid ultrasound examination to detect subclinical atherosclerotic lesions. Clinical follow-up of cardiovascular disease during a ten-year period was performed. Educational attainment was related to clinical outcome measures. RESULTS: The study population comprised of 3251 men and 3365 women. The proportion of the study population with primary school education only was 20.1%, 31.2% had vocational training, 12.3% had high school education and 36.4% were university graduates. Traditional cardiovascular risk factors were generally higher among subjects with primary school education only. Compared to subjects with university education, the odds ratio of having severe atherosclerotic plaque was 1.84 (95% CI 1.40-2.43) among those with primary school education only and 1.49 (95% CI 1.16-1.91) among subjects with vocational training. The subjects with high school or university education were less likely to develop significant cardiovascular disease during the 10-year follow-up period. CONCLUSION: Primary school and vocational training compared to university education are associated with risk factors of atherosclerotic disease, subclinical carotid plaque, and incidence of cardiovascular disease. The reason for this disparity remains to be clarified but socioeconomic inequality related to less educational attainment might be involved.

Description:

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)