Opin vísindi

Graves-sjúkdómur í börnum og unglingum á Íslandi á árunum 2001-2021

Graves-sjúkdómur í börnum og unglingum á Íslandi á árunum 2001-2021


Titill: Graves-sjúkdómur í börnum og unglingum á Íslandi á árunum 2001-2021
Aðrir titlar: Graves' disease in children and adolescents in Iceland
Höfundur: Thorsson, Thorbergur Atli
Bjarnason, Ragnar
Jonasdottir, Soffia Gudrun
Jonsdottir, Berglind
Útgáfa: 2022-03-03
Tungumál: Íslenska
Umfang: 7
Háskóli/Stofnun: Landspítali
Deild: Læknadeild
Kvenna- og barnaþjónusta
Birtist í: Læknablaðið; 108(3)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2022.03.680
Efnisorð: Unglingar; Börn; Barnalæknisfræði; Sjálfsofnæmissjúkdómar; Adolescent; Child; Female; Graves Disease/diagnosis; Humans; Iceland/epidemiology; Iodine Radioisotopes/adverse effects; Male; Neoplasm Recurrence, Local/chemically induced; Retrospective Studies; Thyroid Neoplasms; Graves‘disease‘; treatment; Iceland; pediatric; Graves Disease; Child; Adolescent; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3633

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Thorsson , T A , Bjarnason , R , Jonasdottir , S G & Jonsdottir , B 2022 , ' Graves-sjúkdómur í börnum og unglingum á Íslandi á árunum 2001-2021 ' , Læknablaðið , bind. 108 , nr. 3 , bls. 123-129 . https://doi.org/10.17992/lbl.2022.03.680

Útdráttur:

INNGANGUR Graves-sjúkdómur er sjálfsónæmissjúkdómur þar sem sjálfsmótefni gegn viðtaka stýrihormóns skjaldkirtils (Thyroid-stimulating hormone, TSH) valda ofseytingu skjaldkirtilshormóna, og er hann algengasta orsök skjaldvakaofseytingar (Thyrotoxicosis) í börnum. Einkenni barna eru fjölbreytt og óljósari en hjá fullorðnum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi Graves í börnum og unglingum á Íslandi síðastliðin 20 ár og gera grein fyrir meðferðarúrræðum og tíðni endurkomu sjúkdómsins. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Framkvæmd var afturskyggn lýsandi rannsókn. Rannsóknin náði til allra barna og unglinga sem greindust með Graves á árunum 2001-2021. Upplýsingar fengust úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis og lista ICD10 greininga á Landspítala. NIÐURSTÖÐUR 57 börn og ungmenni greindust með Graves, 3,5 á hverja 100,000 íbúa yngri en 18 ára. Nýgengi jókst ekki á tímabilinu. Kynjahlutfall var 1:2,6 (strákar:stelpur) og meðalaldur við greiningu var 13,6 ár hjá strákum en 13,9 hjá stelpum. Lyfjameðferð er í gangi hjá 8 einstaklingum (14,5%), hjá 13 náðist að koma á eðlilegri starfsemi með lyfjum (23,7%), fjórir fengu sjúkdómsendurkomu og eru á lyfjameðferð (7,3%), 25 fengu meðferð með geislavirku joði (45,5%) og 5 skurðaðgerð (9,1%). Strákar fengu frekar sjúkdómsendurkomu en stúlkur, heildar sjúkdómsendurkoma á tímabilinu var 31,8%. UMRÆÐA Sjúkdómurinn var algengari í stelpum en þó var kynjahlutfall lægra en búist var við. Skjaldkirtilsbælandi lyf var fyrsta val í meðferð. Sjúkdómsendurkoma var algeng og meðferð með geislavirku joði var algengasta varanlega meðferðarúrræðið. Í framhaldi rannsóknarinnar mætti kanna mögulegt samband tímalengdar lyfjameðferðar og sjúkdómsendurkomu hjá bæði börnum og fullorðnum. INTRODUCTION: Graves' disease is an autoimmune disease in which autoantibodies cause an increase in the production of thyroid hormones, and is the most common cause of thyrotoxicosis in children. Symptoms in children are often more obscure than in adults. The aim of the study is to assess the incidence of Graves' disease in children and adolescents in Iceland over the span of two decades (2001-2021), and furthermore to investigate if the incidence rate has increased, as well as to describe treatment options and disease recurrence. MATERIAL/METHODS: This retrospective descriptive study included all children diagnosed with Graves' disease in the years 2001-2021 in Iceland. Information was obtained from the Directorate of Health's drug database and from ICD-10 diagnoses at Landspítali - The National University Hospital. RESULTS: In total, 57 children and adolescents were diagnosed with Graves', the overall incidence rate was 3.5/100,000 person-years. Gender ratio was 1:2.7 (male : female) and the mean age at diagnosis was 13.6 for boys and 13.9 years for girls. Of those 12 individuals currently receiving drug therapy (21.8%), four patients have had disease relapse. Thirteen patients reached an euthyroid state with medication (23.7%), 25 received treatment with radioactive iodine (45.5%) and 5 underwent surgery (9.1%). Boys were more likely to relapse. Disease recurrence was 31.8%. CONCLUSION: The incidence of Graves' disease did not increase during the study period. The disease was more common in girls, although the gender ratio was lower than expected. Antithyroid drugs were the first choice in treatment and radioactive iodine was the most common permanent treatment option. Disease recurrence was common. A possible relationship between the duration of the original drug therapy and disease recurrence should be investigated.

Athugasemdir:

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: