Opin vísindi

Hjartaígræðslur og hjartagjafir Íslendinga

Hjartaígræðslur og hjartagjafir Íslendinga


Title: Hjartaígræðslur og hjartagjafir Íslendinga
Alternative Title: Cardiac transplantation and donation in Icelandic patients - indications and outcome
Author: Valgardsson, Atli Steinn
Hrafnkelsdóttir, Þórdís Jóna   orcid.org/0000-0002-4398-2898
Kristjánsson, Tómas
Friðjónsdóttir, Hildigunnur
Sigvaldason, Kristinn
Dellgren, Göran
Guðbjartsson, Tómas
Date: 2022-11-01
Language: Icelandic
Scope: 6
University/Institute: Landspítali
Department: Læknadeild
Skurðstofur og gjörgæsla
Hjarta- og æðaþjónusta
Series: Læknablaðið; 108(11)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2022.11.714
Subject: Hjarta- og lungnaskurðlæknisfræði; Svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði; Hjúkrun aðgerðasjúklinga; Hjartalæknisfræði; Male; Humans; Adult; Iceland/epidemiology; Retrospective Studies; Heart Transplantation/adverse effects; Heart-Assist Devices; Lung Transplantation; Treatment Outcome; Iceland; Cardiac surgery; Cardiac transplantation; heart failure; heart transplant donation; survival; cardiac transplantation; cardiac surgery; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3589

Show full item record

Citation:

Valgardsson , A S , Hrafnkelsdóttir , Þ J , Kristjánsson , T , Friðjónsdóttir , H , Sigvaldason , K , Dellgren , G & Guðbjartsson , T 2022 , ' Hjartaígræðslur og hjartagjafir Íslendinga ' , Læknablaðið , bind. 108 , nr. 11 , bls. 487-492 . https://doi.org/10.17992/lbl.2022.11.714

Abstract:

INNGANGUR Upplýsingar skortir um fjölda, ábendingar og árangur hjartaígræðsluaðgerða á Íslendingum en einnig fjölda þeirra hjartna sem gefin hafa verið héðan til líffæraígræðslu erlendis. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn á öllum sem gengust undir hjartaígræðslu frá fyrstu aðgerðinni 1988 til 1. mars 2019. Klínískar upplýsingar fengust frá ígræðslugöngudeild Landspítala og rafrænni sjúkraskrá, en upplýsingar um hjartagjafir á Íslandi úr líffæragjafaskrá gjörgæsludeildar Landspítala. Reiknað var út aldursstaðlað nýgengi aðgerðarinnar og lifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Meðaleftirfylgd var 10,3 ár. NIÐURSTÖÐUR Alls gengust 24 Íslendingar (19 karlar) undir hjartaígræðslu á tímabilinu, þar af einn undir endurígræðslu, þrír fengu hjarta- og lungnaígræði samtímis og tveir aðrir fengu hjarta- og nýraígræði samtímis. Miðgildi aldurs var 38 ár (bil 4 - 65 ár) og voru 20 aðgerðanna framkvæmdar í Gautaborg, þrjár í London og tvær í Kaupmannahöfn. Algengustu ábendingar voru ofþenslu- hjartavöðvakvilli (n=10), meðfæddir hjartagallar (n=4) og hjartavöðvabólga eftir vírussýkingu (n=3). Fimm sjúklingar fengu tímabundið hjálparhjarta sem brú að ígræðslu. Eins árs og 5 ára lifun eftir hjartaígræðslu var 91% og 86% en meðallifun 24 ár. Nýgengi hjartaígræðslu reyndist 2,7 á milljón íbúa/ári, og jókst í 4,6 ígræðslur/milljón íbúa á ári eftir 2008 (p=0,01). Á sama tímabili voru gefin 42 hjörtu frá Íslandi til ígræðslu, það fyrsta 2002, og fjölgaði þeim úr 0,8 hjörtum/ári á fyrri hluta tímabilsins í 3,0 á síðari hluta tímabilsins. ÁLYKTANIR Lifun Íslendinga eftir hjartaígræðslu er ágæt og sambærileg við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Hjartagjöfum hefur fjölgað á síðustu tveimur áratugum og Íslendingar gefa nú næstum tvöfalt fleiri hjörtu en þeir þiggja. INTRODUCTION: Information on the number, indications and outcome of cardiac transplantations in Icelandic patients is scarce, as is information on the number of hearts donated from Iceland for cardiac transplantation. MATERIAL AND METHODS: A retrospective study on patients receiving heart transplantation from the first procedure in 1988 until March 2019. Clinical information was gathered from Landspitali Transplantation Clinic, patient charts, and information on donated hearts from the Icelandic Donation Registry. Age-standardized incidence of the procedure was calculated, and overall survival (Kaplan-Meier) estimated. Mean follow-up was 10.3 years. RESULTS: Altogether 24 patients (19 males, median age 38 years, range: 4-65 years) underwent cardiac transplantation; that included one re-transplantation, three simultaneous heart- and lung transplants and two heart- and kidney transplants. The transplantations were performed in Gothenburg (n=20), London (n=3) and Copenhagen (n=2). Most common indications were dilated cardiomyopathy (n=10), congenital heart disease (n=4), and viral myocarditis (n=3). Five patients were bridged left ventricular-assist device preoperatively. Overall survival at 1 and 5 years was 91% and 86%, respectively; median survival being 24 years. The incidence of cardiac transplantation was 2.7 heart-TX pmp/year but increased to 4.6 heart-TX pmp/year after 2008 (p=0.01). During the same period 42 hearts were donated from Iceland for transplantation abroad, the first in 2002 and increasing from 0.8 to 3.0 hearts/year during the first and second half of the study-period, respectively. CONCLUSION: Survival of Icelandic cardiac transplant recipients is good and comparable to larger transplant centers overseas. Number of hearts donated from Iceland have increased and currently Iceland donates twice as many hearts at it receives.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)