Opin vísindi

Langtímaárangur viðgerða vegna hrörnunartengds míturlokuleka á Íslandi

Langtímaárangur viðgerða vegna hrörnunartengds míturlokuleka á Íslandi


Titill: Langtímaárangur viðgerða vegna hrörnunartengds míturlokuleka á Íslandi
Aðrir titlar: Long term outcome of valve repair for degenerative mitral valve disease in Iceland
Höfundur: Steinþórsson, Árni Steinn
Johnsen, Árni
Sigurðsson, Martin Ingi
Ragnarsson, Sigurdur
Guðbjartsson, Tómas
Útgáfa: 2021-06
Tungumál: Íslenska
Umfang: 8
Háskóli/Stofnun: Landspítali
Deild: Skurðstofur og gjörgæsla
Læknadeild
Hjarta- og æðaþjónusta
Birtist í: Læknablaðið; 107(6)
ISSN: 0023-7213
DOI: 10.17992/lbl.2021.06.639
Efnisorð: Svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði; Hjarta- og lungnaskurðlæknisfræði; Female; Heart Valve Prosthesis Implantation/adverse effects; Humans; Iceland/epidemiology; Male; Middle Aged; Mitral Valve/diagnostic imaging; Mitral Valve Annuloplasty/adverse effects; Mitral Valve Insufficiency/diagnostic imaging; Postoperative Complications/etiology; Reoperation; Retrospective Studies; Treatment Outcome; Hjartaaðgerðir; Hjartalokur; Mitral Valve; Thoracic Surgical Procedures
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3570

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Steinþórsson , Á S , Johnsen , Á , Sigurðsson , M I , Ragnarsson , S & Guðbjartsson , T 2021 , ' Langtímaárangur viðgerða vegna hrörnunartengds míturlokuleka á Íslandi ' , Læknablaðið , bind. 107 , nr. 6 , bls. 279-286 . https://doi.org/10.17992/lbl.2021.06.639

Útdráttur:

Hrörnunartengdur míturlokuleki er helsta ábendingin fyrir míturlokuviðgerð á Vesturlöndum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna langtímalifun og fylgikvilla míturlokuviðgerða vegna hrörnunartengds leka á Íslandi. EFNI OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til 101 sjúklings (meðalaldur 57,7 ár, 80,2% karlar) sem gengust undir míturlokuviðgerð vegna hrörnunartengds leka á Landspítala 2004-2018. Skráðar voru ábendingar fyrir aðgerð, niðurstöður hjartaómunar fyrir aðgerð og aðgerðartengdir þættir. Snemmkomnir (<30 daga) og síðkomnir fylgikvillar voru skráðir og reiknuð 30 daga dánartíðni. Langtímalifun og MACCE (major adverse cardiac and cerebrovascular event) frí lifun var áætluð með aðferð Kaplan-Meier og borin saman við almennt þýði af sama kyni og aldri. Miðgildi eftirfylgdartíma var 83 mánuðir. NIÐURSTÖÐUR Að meðaltali voru gerðar 6,7 (bil 1-14) míturlokuviðgerðir árlega og fengu 99% sjúklinga gervihring. Brottnám á aftara blaði var framkvæmt í 82,2% tilfella og Gore-Tex® gervistög notuð hjá 64,4% sjúklinga. Alvarlegir fylgikvillar greindust hjá 28,7% sjúklinga, algengastir voru hjartadrep tengt aðgerð (11,9%) og enduraðgerð vegna blæðingar (8,9%). Þrjátíu daga dánarhlutfall var 2%, miðgildi dvalar á gjörgæslu einn dagur og heildarlegutími 8 dagar. Einn sjúklingur þurfti enduraðgerð síðar vegna endurtekins míturlokuleka. Fimm ára lifun eftir aðgerð var 93,5% (95%-ÖB: 88,6-98,7) og 10 ára lifun 85,3% (95%-ÖB: 76,6-94,9). Fimm ára MACCE-frí lifun var 91,1% (95%-ÖB: 85,3-97,2) og eftir 10 ár 81,0% (95%-ÖB: 71,6-91,6). Ekki reyndist marktækur munur á heildarlifun rannsóknarhópsins samanborið við samanburðarþýðið (p=0,135, log-rank próf). ÁLYKTUN Árangur míturlokuviðgerða vegna hrörnunartengds leka er sambærilegur við árangur á stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Almennt farnast þessum sjúklingum ágætlega til lengri tíma þrátt fyrir að snemmkomnir fylgikvillar séu tíðir. OBJECTIVES: Degenerative mitral valve disease is the most common indication for mitral valve repair in the Western world. The aim of this study was to study the long term outcome of mitral valve repair for degenerative mitral valve regurgitation in Iceland. MATERIAL AND METHODS: A retrospective study of 101 consecutive mitral valve repair patients (average age 57.7 years, 80.2% male) operated in Iceland 2004-2018 for degenerative mitral valve regurgitation. Long term survival and MACCE (major adverse cardiac and cerebrovascular event) free survival was estimated using the Kaplan-Meier method and compared to age and gender matched reference population. Median follow-up time was 83 months. RESULTS: On average there were 6,7 (range 1-14) mitral valve repairs performed annually with 99% of the patients receiving ring annuloplasty. A total of 82 (82,2%) underwent resection of the posterior leaflet and 64.4% recieved Gore-Tex®-chordae. Major early complications occured in 28.7% of cases, most commonly perioperative myocardial infarction (11.9%) and reoperation for bleeding (8.9%). Mortality within 30 days was 2%, the median duration of intensive care unit stay was one day and the median hospital length of stay was 8 days. One patient needed reoperation later for recurrent mitral regurgitation. Five and ten year MACCE-free survival was 91.1% (95%-CI: 85.3-97.2) and 81.0 (95%-CI: 71.6-91.6), respectively. Five year survival was 93.5% (95-CI: 88.6-98.7) and 10 year survival 85.3% (95%-CI: 76.6-94.9), which was not different from an age and gender matched reference population (p=0.135, log-rank test). CONCLUSION: Outcomes of mitral valve repair due to degenerative mitral regurgitation is good in Iceland and results are comparable to larger institutions overseas. Long term prognosis is generally good although early postoperative complications often occur.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: