Opin vísindi

Offita er ekki alltaf offita : Cushing-sjúkdómur, sjúkratilfelli

Offita er ekki alltaf offita : Cushing-sjúkdómur, sjúkratilfelli


Title: Offita er ekki alltaf offita : Cushing-sjúkdómur, sjúkratilfelli
Alternative Title: Obesity isn't always obesityCushing's disease - case report
Author: Björnsson, Aron Hjalti
Harðarson, Þorgeir Orri
Ólafsson, Ingvar Hákon
Ragnarsson, Óskar
Sigurjónsdóttir, Helga Ágústa
Date: 2020-10
Language: Icelandic
Scope: 4
University/Institute: Landspítali
Department: Læknadeild
Lyflækninga- og bráðaþjónusta
Önnur svið
Skrifstofa meðferðarsviðs
Series: Læknablaðið; 106(10)
ISSN: 0023-7213
DOI: 10.17992/lbl.2020.10.601
Subject: Heila- og taugaskurðlæknisfræði; Innkirtlalæknisfræði; ACTH-Secreting Pituitary Adenoma/complications; Adenoma/complications; Adult; Delayed Diagnosis; Female; Humans; Magnetic Resonance Imaging; Obesity/diagnosis; Pituitary ACTH Hypersecretion/diagnosis; Risk Factors; Treatment Outcome
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3552

Show full item record

Citation:

Björnsson , A H , Harðarson , Þ O , Ólafsson , I H , Ragnarsson , Ó & Sigurjónsdóttir , H Á 2020 , ' Offita er ekki alltaf offita : Cushing-sjúkdómur, sjúkratilfelli ' , Læknablaðið , bind. 106 , nr. 10 , bls. 460-463 . https://doi.org/10.17992/lbl.2020.10.601

Abstract:

Kona á fertugsaldri leitaði á bráðamóttöku með tveggja vikna sögu um versnandi höfuðverk og tvísýni. Hún hafði í um 8 ár leitað til lækna vegna þyngdaraukningar, sykursýki og háþrýstings og fengið ráðleggingar um heilbrigðan lífsstíl sem bar ekki árangur. Mænuástunga sýndi aukinn innankúpuþrýsting og segulómskoðun af höfði sýndi fyrirferð í heiladingli. Konan var talin hafa útlit sem samræmdist Cushing-heilkenni og við tók langt greiningarferli sem staðfesti Cushingsjúkdóm. Meðferðin var flókin og þurfti konan meðal annars að fara í aðgerð á kirtilæxli í heiladingli, meðferð með gammahníf og brottnám á nýrnahettum. Tilfellið sýnir algenga töf í greiningu Cushing-sjúkdóms. Höfundar fengu samþykki sjúklings fyrir þessari umfjöllun og birtingu. Woman in her thirties presented to the emergency room with a two-week history of worsening headache and diplopia. For eight years she had suffered from progressive weight gain, diabetes and hypertension that didn't improve with lifestyle modification. A lumbar puncture demonstrated increased intracranial pressure and MRI a pituitary adenoma. Physical examination was consistent with Cushing's syndrome and endocrine workup confirmed Cushing's disease. Treatment was complex, including unsuccessful pituitary surgery and gamma knife radiosurgery, and eventually bilateral adrenalectomy with subsequent development of Nelsons syndrome. This case illustrates the diagnostic delay that many patients with CD suffer from.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)