Opin vísindi

Samanburður á greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina milli Íslands og Svíþjóðar

Samanburður á greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina milli Íslands og Svíþjóðar


Title: Samanburður á greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina milli Íslands og Svíþjóðar
Alternative Title: Comparison of diagnosis and treatment of invasive breast cancer between Iceland and Sweden
Author: Gísladóttir, Lilja Dögg
Birgisson, Helgi
Agnarsson, Bjarni Agnar
Jónsson, Þorvaldur
Tryggvadóttir, Laufey
Sverrisdóttir, Ásgerður
Date: 2020-09
Language: Icelandic
Scope: 6
University/Institute: Landspítali
Department: Læknadeild
Rannsóknaþjónusta
Krabbameinsþjónusta
Series: Læknablaðið; 106(9)
ISSN: 0023-7213
DOI: https://doi.org/10.17992/lbl.2020.09.595
Subject: Meinafræði; Skurðlæknisfræði brjósta, innkirtla og meltingarfæra; Krabbameinslæknisfræði; Adult; Aged; Breast Neoplasms/diagnosis; Early Detection of Cancer/trends; Female; Healthcare Disparities/trends; Humans; Iceland/epidemiology; Lymphatic Metastasis; Mastectomy/adverse effects; Middle Aged; Neoplasm Invasiveness; Practice Patterns, Physicians'/trends; Predictive Value of Tests; Quality Indicators, Health Care/trends; Radiotherapy, Adjuvant/trends; Registries; Retrospective Studies; Sweden/epidemiology; Time Factors; Treatment Outcome; Tumor Burden
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3551

Show full item record

Citation:

Gísladóttir , L D , Birgisson , H , Agnarsson , B A , Jónsson , Þ , Tryggvadóttir , L & Sverrisdóttir , Á 2020 , ' Samanburður á greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina milli Íslands og Svíþjóðar ' , Læknablaðið , bind. 106 , nr. 9 , bls. 397-402 . https://doi.org/10.17992/lbl.2020.09.595

Abstract:

TILGANGUR Rannsóknin var liður í innleiðingu gæðaskráningar brjóstakrabbameina á Íslandi og markmiðið að bera saman greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina á Íslandi og í Svíþjóð. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Upplýsingar um alla einstaklinga sem greindust með ífarandi brjóstakrabbamein á Íslandi 2016-2017 fengust frá Krabbameinsskrá. Breytur úr sjúkraskrám voru skráðar í eyðublöð í Heilsugátt að fyrirmynd sænsku gæðaskráningarinnar og voru niðurstöður bornar saman við niðurstöður fyrir ífarandi brjóstakrabbamein af heimasíðu sænsku krabbameinsskrárinnar. Notað var tvíhliða kí-kvaðrat-próf til að bera saman hlutföll. NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu greindust 486 ífarandi brjóstakrabbamein á Íslandi og 15.325 í Svíþjóð. Hlutfallslega færri 40-69 ára konur greindust við hópleit á Íslandi (46%) en í Svíþjóð (60%) (p<0,01). Á Íslandi voru haldnir heldur færri samráðsfundir fyrir fyrstu meðferð (92%) og eftir aðgerð (96%) miðað við Svíþjóð árið 2016 (98% og 99%) (p<0,05) en ekki var marktækur munur 2017. Varðeitlataka var gerð í 69% aðgerða á Íslandi en í 94% aðgerða í Svíþjóð (p<0,01). Ef æxlið var ≤30 mm var á Íslandi gerður fleygskurður í 48% tilvika en í 80% tilvika í Svíþjóð (p<0,01). Á Íslandi fengu 87% geislameðferð eftir fleygskurð en 94% í Svíþjóð (p<0,01). Ef eitlameinvörp greindust í brottnámsaðgerð þá fengu 49% geislameðferð eftir aðgerð á Íslandi en 83% í Svíþjóð (p<0,01). ÁLYKTANIR Marktækur munur er á ýmsum þáttum greiningar og meðferðar ífarandi brjóstakrabbameina milli Íslands og Svíþjóðar. Með gæðaskráningu brjóstakrabbameina á Íslandi er hægt að fylgjast með og setja markmið um ákveðna þætti greiningar og meðferðar í því skyni að veita sem flestum einstaklingum bestu meðferð. PURPOSE: As part of the implementation of quality registration in Iceland we used retrospective data to compare diagnosis and treatment of invasive breast cancer between Iceland and Sweden. MATERIALS AND METHODS: Information on all patients diagnosed with invasive breast cancer in Iceland 2016-2017 was obtained from the Icelandic Cancer Registry. Hospital records were used to register variables in an electronic form adapted from the Swedish quality registration, and compared with data from Sweden for the same period. A chi-square test was used to compare ratios. RESULTS: A total of 486 cases of breast cancer were diagnosed in Iceland and 15.325 in Sweden. A lower proportion of 40-69 year old women were diagnosed within the screening programme in Iceland (46%) compared to Sweden (60%) (p<0.01). Multidisciplinary tumor board meetings held before and after surgery were less frequent in Iceland (92% vs. 96%) compared to Sweden (98% vs. 99%) in 2016 (p<0,01) but no difference was seen in 2017. A sentinel node surgery was done in 69% of the cases in Iceland compared to 94% in Sweden (p<0,01). For cancers ≤30mm breast conserving surgery was done in 48% cases in Iceland but 80% in Sweden (p<0,01). In Iceland 87% of the cases had radiation therapy after breast conserving surgery but 94% in Sweden (p<0,01). Among mastectomy patients with lymph node metastases, 49% received radiation therapy in Iceland compared to 83% in Sweden (p<0,01). CONCLUSION: Differences were seen in several areas of diagnosis and treatment of invasive breast cancer between Iceland and Sweden. With quality registration it will be possible to monitor and set goals for the diagnosis and treatment, with the aim of providing the best treatment to as many patients as possible.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)