Opin vísindi

Notkun ósæðardælu við kransæðahjáveituaðgerðir

Notkun ósæðardælu við kransæðahjáveituaðgerðir


Title: Notkun ósæðardælu við kransæðahjáveituaðgerðir
Alternative Title: The use of Intra Aortic Balloon Pump in Coronary Artery Bypass Graft Surgery
Author: Gunnarsdóttir, Sunna Lu Xi
Gunnarsdóttir, Erla Liu Ting
Heimisdóttir, Alexandra Aldís
Heidarsdottir, Sunna Run
Helgadóttir, Sólveig
Sigurðsson, Martin Ingi
Guðbjartsson, Tómas
Date: 2020-02
Language: Icelandic
Scope: 8
University/Institute: Landspítali
Department: Læknadeild
Skurðstofur og gjörgæsla
Hjarta- og æðaþjónusta
Series: Læknablaðið; 106(2)
ISSN: 0023-7213
DOI: 10.17992/lbl.2020.02.372
Subject: Svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði; Hjarta- og lungnaskurðlæknisfræði; Aged; Cardiac Output; Coronary Artery Bypass/adverse effects; Coronary Artery Disease/diagnostic imaging; Female; Humans; Iceland; Intra-Aortic Balloon Pumping/adverse effects; Male; Middle Aged; Postoperative Complications/etiology; Retrospective Studies; Risk Assessment; Risk Factors; Time Factors; Treatment Outcome
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3537

Show full item record

Citation:

Gunnarsdóttir , S L X , Gunnarsdóttir , E L T , Heimisdóttir , A A , Heidarsdottir , S R , Helgadóttir , S , Sigurðsson , M I & Guðbjartsson , T 2020 , ' Notkun ósæðardælu við kransæðahjáveituaðgerðir ' , Læknablaðið , bind. 106 , nr. 2 , bls. 63-70 . https://doi.org/10.17992/lbl.2020.02.372

Abstract:

INNGANGUR Ósæðardæla eykur blóðflæði um kransæðar í þanbili og auðveldar vinnu hjartans við að tæma sig í slagbili. Hún er einkum notuð við bráða hjartabilun, en í minnkandi mæli við hjartabilun eftir opnar hjartaskurðaðgerðir þar sem umdeilt er hvort notkun hennar bæti horfur sjúklinga. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni, ábendingar og árangur notkunar ósæðardælu í tengslum við kransæðahjáveituaðgerðir á Íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til 2177 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á tímabilinu 2001-2018. Sjúklingar sem fengu ósæðardælu voru bornir saman við sjúklinga í viðmiðunarhópi með ein- og fjölþáttagreiningu. Langtímalifun og langtímafylgikvillar voru áætluð með aðferð Kaplan- Meiers. NIÐURSTÖÐUR Alls fengu 99 (4,5%) sjúklingar ósæðardælu og var tíðnin hæst árið 2006 (8,9%) en lægst 2001 (1,7%) og breyttist ekki marktækt yfir rannsóknartímabilið (p=0,90). Flestir fengu ósæðardælu fyrir (58,6%) eða í (34,3%) aðgerð, en aðeins 6,1% eftir aðgerð. Heildartíðni fylgikvilla var 14,1% og var blæðing frá ísetningarstað algengasti kvillinn (4,0%). Tíðni fylgikvilla og 30 daga dánartíðni var hærri í ósæðardæluhópi en viðmiðunarhópi (22,2% á móti 1,3%, p<0,001) og heildarlifun 5 árum eftir aðgerð reyndist síðri (56,4% á móti 91,5%, 95% ÖB: 0,47-0,67) sem og 5 ára MACCE-frí lifun (46,9% á móti 83,0%, 95% ÖB: 0,38-0,58). ÁLYKTUN Innan við 5% sjúklinga fengu ósæðardælu í tengslum við kransæðahjáveitu á Íslandi og hefur hlutfallið lítið breyst á síðastliðnum 18 árum. Tíðni fylgikvilla og 30 daga dánartíðni var hærri hjá sjúklingum sem fengu ósæðardælu og bæði langtíma- og MACCE- frí lifun þeirra umtalsvert síðri, sem sennilega skýrist af alvarlegra sjúkdómsástandi þeirra sem fengu dæluna. INTRODUCTION: Intra-aortic balloon pump (IABP) is a mechanical device that increases cardiac output by increasing diastolic blood flow to the coronary arteries and lowers the afterload of the left ventricle in systole. IABP is primarily used in acute heart failure, that includes patients that have to undergo coronary artery bypass grafting (CABG). Its usage, however, in cardiac surgery has been declining with ongoing controversy regarding its benefits. The aim of this study was to assess the use and indications and outcome of IABP related to CABG surgery. MATERIAL AND METHODS: The study was retrospective and included 2177 patients that underwent CABG at Landspítali during 2001-2018. We compared those who received an IABP with controls, using uni- and multivariate analysis. Long term survival and complications (major adverse cardiovascular and cerebral events, MACCE) was estimated with Kaplan-Meier method. RESULTS: A total of 99 (4.5%) patients received an IABP. The incidence was highest in 2006 (8.9%) and lowest in 2001 (1.7%), but the incidence did not change during the study period (p=0.90). Most patients received the pump before (58.6%) or during (34.3%) CABG, but only 6.1% after surgery. Complication rate was 14.1%, with bleeding from the insertion site in the groin being the most common complication. Thirty day mortality was higher in the IABP group compared with controls (22.2% vs 1.3%, p<0.001) and both 5-year survival (56.4% vs 91.5%, 95% CI: 0.47-0.67) and 5-year MACCE-free survival (46.9% vs 83.0%, 95% CI: 0.38-0.58) were inferior. CONCLUSIONS: Less than 5% of patients received IABP in relation to CABG in Iceland and the rate hasn't changed much for the last 18 years. Both the complication rate and 30-day mortality was higher in patients in IABP group and both the long term and MACCE-free survival was much worse, probably mostly related to worse overall clinical condition of the patient that received IABP.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)