Opin vísindi

Notkun psilocybins við meðferðarþráu þunglyndi

Notkun psilocybins við meðferðarþráu þunglyndi


Title: Notkun psilocybins við meðferðarþráu þunglyndi
Alternative Title: The use of psilocybin for treatment-resistant depression
Author: Sigurðsson, Engilbert
Jóhannesdóttir, Árný
Date: 2022-09-08
Language: Icelandic
Scope: 8
University/Institute: Landspítali
Department: Læknadeild
Geðþjónusta
Series: Læknablaðið; 108(9)
ISSN: 0023-7213
DOI: 10.17992/lbl.2022.09.706
Subject: Geðsjúkdómafræði; depression; psilocybin; psychedelics; treatment-resistant; depression; psilocybin; psychedelics; treatment-resistant; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3470

Show full item record

Citation:

Sigurðsson , E & Jóhannesdóttir , Á 2022 , ' Notkun psilocybins við meðferðarþráu þunglyndi ' , Læknablaðið , bind. 108 , nr. 9 , bls. 403-410 . https://doi.org/10.17992/lbl.2022.09.706

Abstract:

Psilocybin er ofskynjunarefni sem hefur undanfarin ár verið rannsakað sem möguleg meðferð við þunglyndi, einkum meðferðarþráu þunglyndi. Tilgangur greinarinnar er að fara yfir psilocybin og virkni þess í meðferð þunglyndis. Gerð var leit á PubMed, Web of Science og Google Scholar og farið yfir heimildir í birtum rannsóknar- og yfirlitsgreinum og á heimasíðu COMPASS Pathways. Psilocybin-meðferð er fólgin í gjöf 25 mg psilocybin-hylkis, oftast í eitt skipti, samhliða stuðningi fagaðila í 5-8 klukkustundir meðan skynvíkkandi áhrif vara. Algengar aukaverkanir eru höfuðverkur, ógleði, þreyta og svefnleysi. Nýleg safngreining sýndi marktækan árangur psilocybin-meðferðar hjá vissum hópum við þunglyndi. Nýbirt tvíblind, slembiröðuð rannsókn sýndi ekki marktækan mun á virkni psilocybins og SSRI-lyfsins escitalopram í meðferð þunglyndis. Í nýlokinni fasa 2 rannsókn COMPASS Pathways leiddi psilocybin-COMP360 meðferðin til svörunar og verulegs bata hjá um þriðjungi þátttakenda þegar í lok þriðju viku. Niðurstöður úr rannsóknum benda til þess að psilocybin dragi marktækt úr þunglyndiseinkennum og þolist almennt vel. Frekari rannsóknir munu leiða í ljós hvort psilocybin hljóti markaðsleyfi gegn meðferðarþráu þunglyndi á næstu árum. Brýn þörf er á nýjum meðferðarúrræðum fyrir þá sem svara ekki hefðbundinni þunglyndismeðferð. The hallucinogen psilocybin is a potential novel treatment for treatment-resistant depression (TRD). Our goal is to review current knowledge on psilocybin and its efficacy in TRD. Literature searches were done on PubMed, Web of Science and Google Scholar, references reviewed in identified articles and other articles found on the website of COMPASS Pathways. Psilocybin treatment consists usually of a single oral administration of 25 mg of psilocybin along with psychological support for 5-8 hours during the ensuing hallucinogenic trip. Common side-effects include headache, nausea, fatigue and insomnia. A systematic review has demonstrated significant antidepressant efficacy in certain groups and a double-blind randomized study found antidepressant efficacy of psilocybin comparable to the SSRI escitalopram. In the phase 2 study of COMPASS Pathways, the psilocybin-COMP360 treatment led to a rapid response and remission as early as three weeks following the treatment for around one third of participants. Recent studies have shown that psilocybin significantly decreases the severity of depressive symptoms and is generally well tolerated. Further research will reveal whether it will be granted a license to treat treatment-resistant depression in the near future. There remains an urgent need for novel treatments for those who do not respond to current antidepressant therapies.

Description:

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)