Opin vísindi

Þroski minnstu fyrirburanna á Íslandi 1988-2012

Þroski minnstu fyrirburanna á Íslandi 1988-2012


Titill: Þroski minnstu fyrirburanna á Íslandi 1988-2012
Aðrir titlar: Outcome of extremely low birth weight children in Iceland 1988-2012
Höfundur: Sigurðardóttir, Olga
Leifsdóttir, Kristín
Þórkelsson, Þórður
Georgsdóttir, Ingibjörg
Útgáfa: 2020-02
Tungumál: Íslenska
Umfang: 7
Háskóli/Stofnun: Landspítali
Deild: Læknadeild
Kvenna- og barnaþjónusta
Birtist í: Læknablaðið; 106(2)
ISSN: 0023-7213
DOI: 10.17992/lbl.2020.02.373
Efnisorð: Fæðingarþyngd; Fyrirburar; Ísland; Ísland; Taugaþroski; Extremely low birth weight; Neurodevelopment; Outcome; Preterm; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3305

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Sigurðardóttir , O , Leifsdóttir , K , Þórkelsson , Þ & Georgsdóttir , I 2020 , ' Þroski minnstu fyrirburanna á Íslandi 1988-2012 ' , Læknablaðið , bind. 106 , nr. 2 , bls. 71-77 . https://doi.org/10.17992/lbl.2020.02.373

Útdráttur:

INNGANGUR Vanþroski minnstu fyrirburanna (fæðingarþyngd ≤1000 g) veldur aukinni hættu á röskun í þroska miðtaugakerfis. Afleiðingarnar geta verið skertur hreyfi- og vitsmunaþroski, sjón- og heyrnarskerðing, námserfiðleikar, hegðunarvandi og einhverfurófsröskun. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna algengi þroskafrávika og hömlunar hjá minnstu fyrirburunum á Íslandi á 25 ára tímabili og meta hvaða klínísku þættir spá fyrir um hömlun hjá þeim. EFNIVIÐUR OGAÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra barna sem fæddust á Íslandi 1988-2012, voru ≤1000 g við fæðingu og útskrifuðust á lífi. Rannsóknarhópurinn var sóttur í Vökuskrá Barnaspítala Hringsins. Upplýsingar voru fengnar úr Vökuskrá, sjúkraskrám barnanna og mæðra þeirra ásamt gagnagrunni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. NIÐURSTÖÐUR Af 189 börnum voru 45 (24%) með staðfest þroskafrávik, 13 (7%) með væg frávik og 32 (17%) alvarleg frávik (hömlun) við 3-6 ára aldur. Áhættuþættir fyrir hömlun voru fjölburafæðing (ÁH 2,21; 95% ÖB: 1,19-4,09), Apgar <5 eftir eina mínútu (ÁH 2,40; 95% ÖB: 1,14-5,07), ef fæðugjöf í sondu hófst meira en fjórum dögum eftir fæðingu (ÁH 2,14; 95% ÖB: 1,11-4,11), ef fullu fæði var náð eftir meira en 21 dag (ÁH 2,15; 95% ÖB: 1,11-4,15), lungnabólga á nýburaskeiði (ÁH 3,61; 95% ÖB: 1,98-6,57) og PVL (ÁH 4,84; 95% ÖB: 2,81-8,34). ÁLYKTUN Meirihluti minnstu fyrirburanna glímir ekki við alvarleg þroskafrávik. Hlutfall barna með hömlun í þessari rannsókn er sambærilegt við niðurstöður annarra íslenskra og erlendra rannsókna en hlutfall vægari þroskafrávika í þýðinu er líklega vanmetið. Áhættuþættir hömlunar í þessari rannsókn eiga sér hliðstæðu í erlendum rannsóknum. Introduction: Extremely low birth weight (ELBW) children (birth weight ≤1000 g) are at risk of adverse neurodevelopmental outcome. The objectives of this study were to determine the prevalence of developmental disorders and disabilities among ELBW children born in Iceland during a 25 year period and to assess which clinical factors predict disability among these children. Material and methods: A retrospective study of all ELBW children born in Iceland 1988-2012 and discharged alive. The study group was found in the Children´s Hospital of Iceland NICU registry. Information was gathered from the NICU registry, the children´s and their mothers´ medical records and the State Diagnostic and Counselling Centre database. Results: Of 189 children 45 (24%) had developmental disorders, 13 (7%) had mild disorders and 32 (17%) had major disorders (disability) at 3-6 years. Risk factors for disability were multiple birth (RR 2.21; 95% CI: 1.19-4.09), Apgar < 5 after one minute (RR 2.40; 95% CI: 1.14-5.07), the initiation of enteral feeding more than four days after birth (RR 2.14; 95% CI: 1.11-4.11), full enteral feeding achieved after more then 21 days (RR 2.15; 95% CI: 1.11-4.15), neonatal pneumonia (RR 3.61; 95% CI: 1.98-6.57) and PVL (RR 4.84; 95% CI: 2.81-8.34). Conclusion: The majority of ELBW children do not have major developmental disorders. The rate of disability in this study is similar to other studies. The study probably underestimates the rate of mild developmental disorders in the Icelandic population. Risk factors for disability in this study are comparable to previous studies.

Athugasemdir:

Publisher Copyright: © 2020 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: