Background and aims: Worldwide chronic musculoskeletal (MSK) pain is a prevalent problem constituting a considerable societal burden. The aim was to investigate the prevalence of chronic MSK pain conditions in Iceland and the potential impact on physical and mental health, and further, to assess the potential influence of a 4-week traditional multidisciplinary pain management program (TMP) and a similar program adding neuroscience patient education and mindfulness based cognitive therapy (NEM) on health-related quality of life (HRQL) and pain intensity among women experiencing chronic MSK pain.
Methods: Using a population-based randomly selected sample of 5,906 Icelanders, aged 18-79 years (response rate of 60.3%), the prevalence of chronic MSK pain conditions in Iceland, in December 2007, was assessed. The prevalence estimations were weighted by gender, age and residential area to properly represent the underlying population. Multivariate logistic regression models were used to assess associations between chronic MSK pain conditions and functional limitations as well as symptoms. To assess the effectiveness of the two programs we used data from an Icelandic rehabilitation center (Heilsustofnun NLFÍ) including 122 women who received TMP, 90 receiving NEM, and 57 waiting list controls. The HRQL (Icelandic Quality of Life Scale) and pain intensity (100 mm Visual Analogue Scale) had been measured before, as well as after the interventions and 6-months after the completion of the interventions. Analysis of variance and linear regression were used for comparisons.
Results: The point prevalence of chronic MSK pain conditions was 19.9% with distinct gender differences (men=15.2%; women=24.7%) and varied considerably with sociodemographic factors. Compared with individuals without chronic MSK pain, those with the condition reported considerably higher odds ratios (OR) of poor physical (OR men=4.0 [95%CI=3.0-5.2]; OR women=6.8 [95%CI=5.4-8.5]) and mental health (OR men=1.7 [95%CI=1.3-2.3]; OR women=2.4 [95%CI=1.9-3.0]) as well as physically demanding daily activities (OR men=2.4 [95%CI=1.8-3.2] – 6.9 [95%CI=4.2-11.5]; OR women=3.2 [95%CI=2.3-4.6] – 7.9 [95%CI=6.3-10.0]), and lower quality of life (OR men=1.5 [95%CI=1.0-2.1]; OR women=1.6 [95%CI=1.2-2.1]). Statistically significant changes were observed immediately after multidisciplinary pain treatment in terms of increased HRQL (TMP=10.5; NEM=9.7 versus waiting list controls=1.3; p<0.001) and reduced pain intensity (TMP=22mm; NEM=17mm versus waiting list controls=0.6mm; p<0.001), with sustained improvements 7 months from baseline (increased HRQL [TMP=6.4; p<0.001 and NEM=6.9; p<0.001]; reduced pain intensity [TMP=11mm; p<0.001 and NEM=15mm; p<0.001]). Limited differences in treatment effectiveness were noted between the two interventions. The TMP participants did not sustain improvement in sleep domain (2.4; p=0.066) whereas the NEM did (3.4; p=0.013).
Conclusions: The findings suggest that chronic MSK pain conditions are common in Iceland and are associated with poor health and diminished quality of life. Multidisciplinary interventions improved quality of life and pain intensity among women with chronic MSK pain conditions with lasting effects observed half a year after treatment completion.
Inngangur og markmið: Þrálátir stoðkerfisverkir eru algengt vandamál um
allan heim og hafa veruleg áhrif á samfélög. Markmið rannsóknanna var að
meta algengi þrálátra stoðkerfisverkja á Íslandi og hugsanleg áhrif á
líkamlega og andlega heilsu. Einnig að meta hugsanleg áhrif fjögurra vikna
hefðbundinnar þverfræðilegrar verkjameðferðar (TMP) og svipaðs
meðferðarúrræðis að viðbættri taugafræðilegri sjúklingafræðslu og gjörhygli
(NEM) á heilsutengd lífsgæði (HRQL) og magn verkja, meðal kvenna sem
upplifa þráláta stoðkerfisverki.
Aðferðir: Notast var við lýðgrundað slembiúrtak 5.906 Íslendinga á aldrinum
18-79 ára (svarhlutfall = 60,3%) til að meta algengi þrálátra stoðkerfisverkja á
Íslandi í desember 2007. Mat á algengi var viktað með tilliti til kyns, aldurs og
búsetu til að endurspegla stöðuna í þjóðfélaginu. Fjölþátta leiðrétt lógistísk
aðhvarfsgreining var notuð til að meta tengsl milli þrálátra verkja annars
vegar og hömlunnar í daglegum athöfnum og ýmissa einkenna hins vegar. Í
íhlutunarrannsókninni var notast við gögn frá íslenskri endurhæfingarstofnun,
Heilsustofnun NLFÍ. Í rannsókninni tóku þátt 122 konur sem fengu TMP
meðferðina, 90 konur í NEM meðferðinni og 57 konur á biðlista. HRQL
(kvarðinn Heilsutengd lífsgæði) og magn verkja (100 mm sjónkvarði) voru
mæld fyrir og eftir meðferð sem og sex mánuðum eftir að meðferð lauk. Til að
greina árangur var notast við fervikagreiningu og línulega aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður: Stundaralgengi þrálátra stoðkerfisverkja var 19,9% með
áberandi kynjamun (karlar=15,2%; konur=24,7%) og er breytilegt eftir
þjóðfélagslegum aðstæðum. Í samanburði við fólk án þrálátra verkja er fólk
með þráláta stoðkerfisverki í aukinni áhættu (líkindahlutfall=OR) fyrir
líkamlegum (OR karlar=4,0 [95%CI=3,0-5,2]; OR konur=6,8 [95%CI=5,4-8,5])
og andlegum heilsubresti (OR karlar=1,7 [95%CI=1,3-2,3]; OR konur=2,4
[95%CI=1,9-3,0]), að lýsa hömlunum við ýmsar líkamlega krefjandi athafnir
daglegs lífs (OR karlar=2,4 [95%CI=1,8-3,2] – 6,9 [95%CI=4,2-11,5]; OR
konur=3,2 [95%CI=2,3-4,6] – 7,9 [95%CI=6,3-10,0]) sem og lakari lífsgæðum
(OR karlar=1,5 [95%CI=1,0-2,1]; OR konur=1,6 [95%CI=1,2-2,1]).
Heilsutengd lífsgæði jukust í kjölfar þverfræðilegra verkjameðferða
(TMP=10,5; NEM=9,7 miðað við biðlista=1,3; p<0,001) og verkir voru minni
(TMP=22mm; NEM=17mm miðað við biðlista=0,6mm; p<0,001). Árangur
stóðst sjö mánuðum eftir að meðferðin hófst (aukin HRQL [TMP=6,4;
p<0,001 og NEM=6,9; p<0,001]; minni verkir [TMP=11mm; p<0,001 og
NEM=15mm; p<0,001]). Lítill munur fannst á milli meðferðanna tveggja.
Árangur þátttakenda í TMP stóðst ekki til lengri tíma með tilliti til svefns (2,4;
p=0,066) öfugt við árangur þátttakenda í NEM meðferðinni (3,4; p=0,013).
Ályktun: Niðurstöður benda til að þrálátir stoðkerfisverkir séu algengir á
Íslandi og að fólk sem þá upplifir búi við lakara heilsufar og skert lífsgæði.
Þverfræðileg endurhæfing eykur lífsgæði og minnkar verki meðal kvenna
sem upplifa þráláta stoðkerfisverki og þeirra áhrifa gætir enn hálfu ári eftir að
meðferð lýkur.