Hnútar í skjaldkirtli


Titill: Hnútar í skjaldkirtli
Aðrir titlar: Evaluation of a thyroid nodule
Höfundur: Tryggvason, Geir
Briem, Birgir
Útgáfa: 2017-01-05
Tungumál: Íslenska
Umfang: 23-27
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Heilbrigðisvísindasvið (HÍ)
School of Health Sciences (UI)
Deild: Læknadeild (HÍ)
Faculty of Medicine (UI)
Birtist í: Læknablaðið;103(01)
ISSN: 0023-7213
1670-4959 (eISSN)
DOI: 10.17992/lbl.2017.01.117
Efnisorð: Skjaldkirtill; Skjaldkirtilssjúkdómar; Krabbamein
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/313

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Geir Tryggvason, Birgir Briem. (2017). Hnútar í skjaldkirtli. Læknablaðið, 103(01), 23-27.doi:10.17992/lbl.2017.01.117

Útdráttur:

 
Hnútar í skjaldkirtli eru algengt vandamál og nýgengi þeirra hefur aukist mikið. Kerfisbundin nálgun við uppvinnslu er nauðsynleg til að greining fáist fljótt en ekki síður til að koma í veg fyrir ofgreiningu og ofmeðhöndlun sjúklinga. Það er mikilvægt að nota hina svokölluðu þrígreiningu, sögu/ skoðun, ómun og fínnálarástungu ásamt skjaldvakamælingu (TSH). Ómun af skjaldkirtli er lykilþáttur í uppvinnslu, þar er mikilvægt að áhættuflokka hnúta, það er eftir líkum á krabbameini, og það er einnig mikilvægt við val á hnútum til að stinga, ef þeir eru fleiri en einn. Ómun er einnig hjálpleg við ástungu, sérstaklega í hnútum sem ekki eru þreifanlegir eða eru að hluta vökvafylltir. Kerfisbundið mat á frumusýnunum, flokkuðum eftir til dæmis Bethesda, er nauðsynlegt til að einfalda samskipti meinafræðinga og klínískra lækna.
 
Thyroid nodules are common and their incidence has increased due to various factors. Systematic approach to the work-up of thyroid nodules is necessary to decrease overdiagnosis as well as over treatment. Applying the trifecta of history, physicial examination and high-resolution ultrasound (HRUS) as well as fine needle aspiration biopsy (FNAB) with added TSH measurement is important in the work-up. HRUS is a central part in the diagnostic approach, being able to risk classify nodules and selecting nodules for FNAB. Systematic analysis of aspirates is necessary to simplify communication between cytologists and clinicians.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: