Opin vísindi

Innleiðing gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Viðhorfsrannsókn og samantekt á innleiðingarferli

Innleiðing gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Viðhorfsrannsókn og samantekt á innleiðingarferli


Title: Innleiðing gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Viðhorfsrannsókn og samantekt á innleiðingarferli
Alternative Title: Implementation of checklists for crisis situations in operating rooms in Akureyri Hospital: A survey and summary of the implementation process.
Author: Þorfinnsdóttir, Eyrún Björg
Sigurðardóttir, Árún Kristín
Sigurðsson, Martin Ingi
Date: 2022-03
Language: Icelandic
Scope: 9
University/Institute: Landspítali
Department: Hjúkrunarfræðideild
Skurðstofur og gjörgæsla
Læknadeild
Series: Tímarit hjúkrunarfræðinga; 98(1)
ISSN: 2298-7053
Subject: Svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði; Gátlistar; Skurðlækningar; Svæfingar; crisis checklists; emergency manuals; anesthesia crisis management; WHO surgical safety checklist; implementation science; crisis checklists; emergency manuals; anesthesia crisis management; WHO surgical safety checklist; implementation science
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3126

Show full item record

Citation:

Þorfinnsdóttir , E B , Sigurðardóttir , Á K & Sigurðsson , M I 2022 , ' Innleiðing gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Viðhorfsrannsókn og samantekt á innleiðingarferli ' , Tímarit hjúkrunarfræðinga , bind. 98 , nr. 1 , bls. 74-82 . < https://www.hjukrun.is/library/Timarit---Skrar/Timarit/Timarit-2022/1-tbl-2022/Gatlistar.pdf >

Abstract:

 
Tilgangur: Það er mannlegt að gera mistök en mistök hafa í eðli sínu misalvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að hægt er að fyrirbyggja um 50% mistaka í svæfingum og skurðaðgerðum. Víðtækar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig best sé að fyrirbyggja mistök á þessum vettvangi og hefur meðal annars verið horft til jákvæðrar reynslu annarra starfsgreina á notkun gátlista í bráðatilfellum. Mikilvægt er að starfsfólk sjái tilgang með notkun gátlista og telji þá vera til hagsbóta í starfi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri til notkunar gátlista við störf sín og hvort munur væri á viðhorfi fyrir og eftir kynningu á gátlistum vegna bráðra vandamála á skurðstofu. Aðferð: Megindlegt rannsóknarsnið framsýnnar, lýsandi samanburðarrannsóknar var notað. Þýðið innihélt alla hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna sem störfuðu á skurðstofunum á rannsóknartímanum, 47 talsins og var úrtakið allt þýðið. Fimmtán gátlistar vegna bráðra vandamála á skurðstofu sem höfðu verið þýddir og innleiddir á Landspítala voru staðfærðir og innleiddir á Sjúkrahúsinu á Akureyri á rannsóknartímanum. Stuðst var við fyrstu tvö af fjórum þrepum viðurkennds innleiðingarferlis og var kynning gátlistanna rafræn. Spurningalisti var lagður tvisvar fyrir þátttakendur, fyrir og eftir kynningu á gátlistunum. Niðurstöður: Svarhlutfall var 87% fyrir kynningu og 67% eftir. Viðhorf þátttakenda til notkunar gátlista á skurðstofum mældist jákvætt og töldu flestir að gátlistar myndu nýtast við venjubundnar aðstæður og í bráðatilfellum. Meira en helmingur sagðist öruggur í störfum sínum án notkunar gátlista. Í samanburði með pöruðu t-prófi kom fram að færri þátttakendur treystu sér til að framkvæma verk sín í bráðatilfellum án gátlista að loknum fyrstu tveimur þrepum innleiðingarferlis heldur en fyrir innleiðingu (t(27)=-2,521; p=0,02). Ályktun: Niðurstöður benda til að þátttakendur sjái tilgang með notkun gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu í bráðatilfellum. Jákvætt viðhorf gefur einnig tilefni til væntinga um áframhaldandi árangursríka innleiðingu gátlistanna á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri. Lykilorð: Gátlistar í bráðatilfellum; bráðameðferð í svæfingu; öryggisgátlisti WHO fyrir skurðstofur; innleiðingarvísindi. Aim: To err is human, but as the nature of mistakes are diverse their consequences are not equally critical. Research shows that about 50% of mistakes in anesthesia and surgery are preventable. Extensive research has been conducted to analyze how mistakes in this field can best be prevented, where use of checklists in crisis situations in other fields are used as models. The literature about implementation of checklists in operating rooms emphasizes the importance of staff awareness regarding the purpose and benefit of their use. The aim of this study was to explore the attitude of nurses and consultant physicians working in the operating rooms of Akureyri hospital, towards using checklists in their work and whether there was a difference in attitudes before and after the presentation of checklists for crisis situations. Method: A quantitative, prospective, descriptive, and comparative research. The study population was nurses and consultant physicians working in Akureyri Hospital operating rooms at the time of the study, 47 in total, and the study sample was the population. Fifteen checklists for crisis situations already translated to Icelandic and implemented in Landspitali, were adjusted for use in Akureyri Hospital. The implementation relied on the first two steps out of four in an implementation protocol and introduction of the checklists was electronic. A questionnaire was answered two times, before and after presentation of the crisis checklists. Results: The response rate was 87% before the presentation and 67% after. Participants´ attitude towards using checklists in surgical rooms was generally positive and most said that checklists can be of use, both in routine work and in crisis situations. Nevertheless, majority of participants answered that they feel confident in performing their work, without use of checklists. A paired t-test revealed that after the introduction of the new checklists, fewer staff members felt confident performing their work in crisis situations without using checklists as before (t(27)=-2,521; p=0,02). Conclusion: The results suggest that participants see purpose in using the new checklists in crisis situations. Positive attitude also gives a reason to expect further effective implementation of the new checklists in Akureyri Hospital´s operating rooms. Keywords: crisis checklists; emergency manuals; anesthesia crisis management; WHO surgical safety checklist; implementation science.
 
Tilgangur: Það er mannlegt að gera mistök en mistök hafa í eðli sínu misalvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að hægt er að fyrirbyggja um 50% mistaka í svæfingum og skurðaðgerðum. Víðtækar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig best sé að fyrirbyggja mistök á þessum vettvangi og hefur meðal annars verið horft til jákvæðrar reynslu annarra starfsgreina á notkun gátlista í bráðatilfellum. Mikilvægt er að starfsfólk sjái tilgang með notkun gátlista og telji þá vera til hagsbóta í starfi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri til notkunar gátlista við störf sín og hvort munur væri á viðhorfi fyrir og eftir kynningu á gátlistum vegna bráðra vandamála á skurðstofu. Aðferð: Megindlegt rannsóknarsnið framsýnnar, lýsandi samanburðarrannsóknar var notað. Þýðið innihélt alla hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna sem störfuðu á skurðstofunum á rannsóknartímanum, 47 talsins og var úrtakið allt þýðið. Fimmtán gátlistar vegna bráðra vandamála á skurðstofu sem höfðu verið þýddir og innleiddir á Landspítala voru staðfærðir og innleiddir á Sjúkrahúsinu á Akureyri á rannsóknartímanum. Stuðst var við fyrstu tvö af fjórum þrepum viðurkennds innleiðingarferlis og var kynning gátlistanna rafræn. Spurningalisti var lagður tvisvar fyrir þátttakendur, fyrir og eftir kynningu á gátlistunum. Niðurstöður: Svarhlutfall var 87% fyrir kynningu og 67% eftir. Viðhorf þátttakenda til notkunar gátlista á skurðstofum mældist jákvætt og töldu flestir að gátlistar myndu nýtast við venjubundnar aðstæður og í bráðatilfellum. Meira en helmingur sagðist öruggur í störfum sínum án notkunar gátlista. Í samanburði með pöruðu t-prófi kom fram að færri þátttakendur treystu sér til að framkvæma verk sín í bráðatilfellum án gátlista að loknum fyrstu tveimur þrepum innleiðingarferlis heldur en fyrir innleiðingu (t(27)=-2,521; p=0,02). Ályktun: Niðurstöður benda til að þátttakendur sjái tilgang með notkun gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu í bráðatilfellum. Jákvætt viðhorf gefur einnig tilefni til væntinga um áframhaldandi árangursríka innleiðingu gátlistanna á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri. Lykilorð: Gátlistar í bráðatilfellum; bráðameðferð í svæfingu; öryggisgátlisti WHO fyrir skurðstofur; innleiðingarvísindi.
 

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)