Opin vísindi

Að efla virðingu í daglegri hjúkrun

Að efla virðingu í daglegri hjúkrun


Title: Að efla virðingu í daglegri hjúkrun
Alternative Title: To promote dignity in daily nursing
Author: Snjólaugsdóttir, Katrín Edda
Haraldsdottir, Erna
Date: 2022-03
Language: Icelandic
Scope: 9
University/Institute: Landspítali
Series: Tímarit hjúkrunarfræðinga; 98(1)
ISSN: 2298-7053
Subject: Hjúkrun; Virðing; Krabbameinshjúkrun; Nursing; Dignity; Healthcare
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3124

Show full item record

Citation:

Snjólaugsdóttir , K E & Haraldsdottir , E 2022 , ' Að efla virðingu í daglegri hjúkrun ' , Tímarit hjúkrunarfræðinga , bind. 98 , nr. 1 , bls. 94-102 . < https://www.hjukrun.is/library/Timarit---Skrar/Timarit/Timarit-2022/1-tbl-2022/AdEflaVirdi.pdf >

Abstract:

Tilgangur :Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða virðingu sem hluta af umönnun í heilbrigðisþjónustu með áherslu á að lýsa leiðum sem hjúkrunarfræðingar geta notað í daglegu starfi til að viðhalda og efla virðingu sjúklinga. Aðferð: Rýnirannsókn (e. Scoping studies). Leitað var í gagnasöfnunum PubMed, Web of Science og Scopus að efni frá 1997-2017. Leitarorðin voru: Dignity in healthcare, dignity nursing, fostering dignity (virðing í heilbrigðisþjónustu, virðing í hjúkrun, að stuðla að virðingu). Niðurstöður: Fjórtán greinar voru valdar í samantektina. Tólf greinanna voru eigindlegar rannsóknir, ein var fræðigrein og ein fræðileg samantekt/ hugtakagreining. Alls voru nefnd fimmtíu og sjö þemu í niðurstöðum þessara fjórtán greina. Þessi þemu voru borin saman og þau sem voru lík flokkuðust saman í fjögur ný meginþemu: Persónumiðuð hjúkrun; Eiginleikar í framkomu hjúkrunarfræðinga; Samskipti og Umhverfi. Ályktun: Að viðhalda og efla virðingu sjúklinga byggir á framkomu hjúkrunarfræðinga og samskiptum sem fela í sér að sjúklingi finnist að á hann sé hlustað og tekið hafi verið tillit til hans sjónarmiða. Umhverfið hefur einnig áhrif á virðingu, að aðbúnaður sé góður og skilyrði séu fyrir næði. Aim: The purpose of this article was to gain an understanding of dignity within the context of healthcare and how patients’ dignity can be maintained and enhanced in day-to-day nursing practice. Method: Scoping studies. A comprehensive search was conducted using the databases PubMed, Web of Science og Scopus, from 1997 to 2017. Search terms were: Dignity in healthcare, dignity nursing, fostering dignity. Results: A final selection of fourteen papers met the inclusion criteria. Twelve were qualitative studies, one was a theoretical paper and one a concept analysis. Fifty-seven themes were identified in these 14 papers. These themes were compared and analysed into four new themes to describe dignity within the context of health care and highlight practical applications. These themes were person-centered care, qualities in nurse‘s behavior, communication and environment. Conclusion: To maintain and enhance patients, dignity, nurses need to interact with patients in a way that reflects the uniqueness of the patient and the environment needs to be comfortable and peaceful. Keywords: Nursing, Dignity, Healthcare.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)