Opin vísindi

"Ég, sem þreyttur kem frá liðnum vetri": Um margbrotna stöðu skáldsins og þýðandans Jóns Óskars í íslensku menningarumhverfi

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Háskóli Íslands
dc.contributor University of Iceland
dc.contributor.advisor Benedikt Hjartarson
dc.contributor.author Brynjólfsson, Guðmundur S.
dc.date.accessioned 2022-04-07T09:15:43Z
dc.date.available 2022-04-07T09:15:43Z
dc.date.issued 2022-05
dc.identifier.uri https://hdl.handle.net/20.500.11815/3030
dc.description.abstract Í þessari ritgerð er könnuð staða skáldsins og þýðandans Jóns Óskars á íslenskum menningarvettvangi. Höfundarverki Jóns er fylgt eftir frá því hann fer að láta að sér kveða opinberlega á fimmta áratug síðustu aldar og nánast allt þar til hann lést 20. október 1998. Árin sem Jón Óskar var virkur í bókmenntalífinu voru mikil umbrotaár bæði alþjóðlega og ekki síður hér heima á Íslandi. Þannig stendur síðari heimsstyrjöldin enn þegar Jón lætur á sér bæra sem skáld og hann er rétt um tuttugu og þriggja ára þegar lýðveldið er stofnað á Þingvöllum. Hann er á hátindi sem rithöfundur á því skeiði þegar byggist upp spenna milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og fer ekki varhluta af andrúmslofti kaldastríðs eins og það birtist okkur hér uppi á Íslandi. Hann er af þeirri kynslóð sem var nánast skyldug til að taka afstöðu með eða á móti herliði á íslenskri grund í kjölfar Keflavíkursamningsins, Jón Óskar sér ´68 kynslóðina vaxa úr grasi og svo bregðast sjálfri sér og samferðafólki. Hann fylgist með uppgangi rokktónlistarinnar sem hann gefur lítið fyrir, hann horfir á erlendar sjónvarpsstöðvar sýna beint frá Persaflóastríðinu 1991. Hann lifir ekki aðeins tímana tvenna, hann lifir ótrúlega byltinga- og breytingatíma. Inn í þetta samfélag yrkir Jón, mestmegnis óhefðbundin ljóð, módernísk – enda eitt af hinum svokölluðu „atómskáldum“. En hann þýðir líka erlenda ljóðlist og færir inn í íslenskt bókmenntakerfi, hann snarar ljóðlist úr öðrum tíma og stillir upp með þeirri formbyltingu sem fór fram í íslenskri ljóðagerð um og upp úr miðri tuttugustu öld. Þannig kemur Jón sér fyrir sem einskonar hliðvörður sem hleypir inn t.d. frönsku symbólistunum og mörgum öðrum skáldum frönskum og ítölskum sem höfðu gert garðinn frægan í Evrópu áratugum fyrr. Seinkoma (e. lateness) þessara erlendu skálda í gegnum hlið Jóns Óskars, þýðingar hans, inn í íslenskar bókmenntir eru í raun líkt og örmynd af nánast öllu höfundarverki Jóns – og líka veru hans, því allur hans ferill markast af seinkomu eða hiki. Þannig er stíll hans og erindi, en þó alls ekki undir neikvæðum merkjum, heldur sýnir ritgerðin fram á að Jón Óskar er það sem kallað er arrière-garde höfundur, eða bakfylkingarhöfundur, en orðin arrière-garde og bakfylking eru notuð jöfnum höndum í ritgerðinni. Ritgerðin skiptist í fjóra meginkafla þar sem hugtök á borð við seinkoma, hik, arrière-garde eru leiðarstef, auk hugtaka á borð við tímabrengl, töf og frestun – og reyndar annarra af svipuðum meiði, en allt eru þetta hugtök sem með einum eða öðrum hætti fást við tímann og glímu manns og skálds við hann. Rannsóknarspurningin er fjórþætt: 1) Hver er staða Jóns Óskars á íslenskum menningarvettvangi? 2) Hvernig birtist hann sem arrière-garde höfundur? 3) Hver eru helstu stíleinkenni Jóns og hver er fagurfræði hans, eða skáldskaparfræði? 4) Hvert sækir hann aðferð og fagurfræði og hvernig þróast þessir þættir á höfundarferlinum? Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er Jón Óskar kynntur og gerð grein fyrir þeirri aðferðarfræði sem er viðhöfð í ritgerðinni, þar kemur fram að rannsóknin er fyrsta viðamikla tilraunin til þess að varpa ljósi á Jón Óskar sem skáld og þýðanda, fyrsta tilraunin til þess að skoða hlutverk hans og stöðu og loks fyrsta tilraunin til þess að rýna í margt af því sem er undirliggjandi í fjölbreyttu höfundarverki hans. Skáldskapur Jóns, þýðingar hans og æviminningaskrif eru til umfjöllunar í kaflanum og eru, eins og í öðrum köflum ritgerðarinnar, grunnurinn að öllu því sem hér er til skoðunar. Í öðrum kafla er hugtakið arrière-garde kynnt eins nákvæmlega og kostur er enda er hér verið að beita því í fyrsta sinn í rannsókn á íslenskri bókmennta- og menningarsögu, en með hugtakinu er greind skáldskaparfræði Jóns Óskars og hið fagurfræðilega inntak í erindi hans á íslenskum menningarvettvangi, rætur þeirrar fagurfræði og eðli hennar. Tíminn er fyrirferðamikið hugtak í þessum kafla ritgerðarinnar og leiðir það í margvíslegar áttir, svo sem að heimsslitafræðum, dulhyggju og aftur í franskan klassíkisma, svo eitthvað sé nefnt. Þá er gerð ítarleg grein fyrir því í þessum hluta hvernig T.S. Eliot hefur áhrif á Jón og hvernig sjá má í skáldskap Jóns Óskars þætti sem rekja má beint – en þó um Eliot – til enska skáldsins og heimspekingsins T.E. Hulme. Mikilvægi Henris Bergson er undirstrikað og sýnt fram á hvernig áhrifa hans gætir í höfundarverki Jóns. Þriðji kafli hefst á því að greint er frá sérstöku samtali sem Jón Óskar á við Alexander Jóhannesson, eða öllu heldur bók hans Menningarsamband Frakka og Íslendinga (1943), þrjátíu árum eftir að sú bók kemur út og allnokkrum árum eftir að Alexander deyr. Annars greinir þriðji kaflinn að stærstum hluta frá þeim áhrifum sem Albert Camus hefur á texta Jóns og fagurfræði. Í því sambandi má nefna hvernig annálastíllinn úr Plágunni endurómar í minningabókum Jóns, einnig er samhljómurinn í viðhorfum Camus og Jóns til existensíalismans áhugaverður. Einnig fyrirlitu Camus og Jón Óskar mjög snemma, verandi dyggir vinstrimenn, ógnarstjórn Stalíns í Sovétríkjunum. Þá er í kaflanum greint frá stöðu endurminningabóka Jóns í samanburði við endurminningabækur höfunda á borð við Kristmann Guðmundsson og Halldór Laxness. Fjórði kaflinn sýnir fram á að áhugi Jóns á sérstæðum persónum í mannlífinu vaknar snemma og birtir með ákveðnum hætti þá samlíðun sem Jón hafði ætíð með lítilmagnanum. Hér er kannað hvernig Jón kortleggur bóhemíuna í Reykjavík, í bæði viðleitni til að samsama sig henni en um leið til þess að gera lesendum endurminningbókanna ljóst hvar hann stendur sjálfur innan þeirrar sömu bóhemíu. Hér eru samanburðarfræði áberandi þáttur, því Jóni er skoðaður í samanburði við skáld hinnar íslensku bóhemíu, menn eins og t.d. Jóhannes Birkiland, Steindór Sigurðsson og Vilhjálm frá Skáholti. Leiðarstef kaflans er þó sú kenning að undir lok skáldskaparferils síns hafi Jón samsamað sig æ meira utangarðsmanninum í íslenskum veruleika, enda taldi hann sig löngum utangarðs og ekki njóta sannmælis í ýmsum menningarkreðsum þjóðarinnar, þannig hafi Jón að endingu séð sjálfan sig sem einskonar Sölva Helgason sinnar tíðar.
dc.description.abstract This thesis investigates the status of the poet and translator Jón Óskar (1921-1998) within the Icelandic cultural field. Jón Óskar’s literary career is followed from the 1940s, from the time of his first published poem, and almost up to his death on October 20, 1998. The years in which Jón Óskar was active in literary life were turbulent years both in Iceland and internationally. Jón Óskar published his first poems during the WWII and he was 23 years old when the Icelandic Republic was founded, at Þingvellir. He was at his peak as a writer at the time of the Cold War and the tension of that period in Iceland marks both his personality and his literary career. Jón Óskar belonged to the generation which was almost forced to take sides with or against military forces on Icelandic territory, after the US defence agreement in 1951. Moreover, Jón Óskar saw the '68 generation grow up and then betray the society and its own ideology. He witnessed the newborn rock and roll music evolve, the genre of music he despised; he watched foreign television stations, via satellite, broadcast directly from the 1991 Gulf War. Therefore, it is no exaggeration to state that Jón Óskar lived through an incredibly turbulent transition period. During this era of rapid modernization and social change Jón Óskar writes his modernist unconventional poetry and early on in his career he is defined as one of the “atomic poets”. The generation of poets who made their appearance after the WWII came to be known as the “atomic poets”. The poets involved introduced a structural revolution in Icelandic literature and they are, rather inaccurately, sometimes referred to as the first modernists in Icelandic poetry. Jón Óskar also translates foreign poetry from a different era, mainly by the French symbolists, into Icelandic. Moreover, he sees his translations of such texts in harmony with the poetry of the Icelandic modernists, who use irregular form in days when form and structure is significantly changing. Thus, he establishes himself as a gatekeeper, being the one who controls access to the Icelandic literary field. For example, he is pivotal in introducting the work of the French symbolists and other French and Italian poets, who had been at their peak of fame in Europe decades earlier, to the Icelandic literary scene. The lateness of those foreign poets into Icelandic literature, through the gates of Jón Óskar and his translations, is actually like a microcosm of almost all of the author’s oeuvre – and also his presence, but his entire career is marked by lateness, late arrival, or hesitation. Such was his style and role, not in a negative sense though, because the thesis demonstrates that Jón Óskar can be characherised as a rear-guard (arrière-garde) author. The thesis is divided into four main chapters, in which terms such as late arrival, hesitation and arrière-garde are guiding principles, as well as time distortion and delay or suspension – and indeed others of similar nature: in a nutshell, all concepts that in one way or another deal with time and man’s struggle with temporality. The research question is fourfold: 1) What is Jón Óskar’s position within the Icelandic cultural field? 2) How does he appear as an arrière-garde author? 3) What are Jón Óskar’s characteristics according to: writing style, aesthetics, or poetics? 4) What were the influences on Jón Óskar’s method and aesthetics? And how did they evolve? In the first chapter of the thesis, Jón Óskar is introduced and the methodology used in the thesis outlined. The study is the first extensive attempt to highlight Jón Óskar as a poet and translator, the first attempt to examine his role and status in the Icelandic cultural field, and the first attempt to analyse the roots of his writing. All of his writings, his translations and memoirs are under consideration in this chapter and are, as in other chapters of the thesis, the foundation of the study. The second chapter focuses on the term arrière-garde, but this is the first time it is being used in a study of Icelandic literary and cultural history. The term is a tool to identify and analyse the method of Jón Óskar's writing and his aesthetic presence within the Icelandic cultural scene, the roots of the aesthetic involved as well as its nature. Temporality is an important concept in this chapter, the concept of time points towards specific themes such as: Christian eschatology, mysticism, and French classicism – to name just a few. This section outlines how the works of T.S. Eliot influence Jón Óskar and how his writings feature elements that can be directly traced – to and beyond Eliot – to the English poet and philosopher T.E. Hulme. Henri Bergson’s importance is also underlined in this chapter, explaining how some of Bergson's ideas are echoed in Jón Óskar’s writings. The third chapter begins with the reporting of a peculiar “conversation” that Jón Óskar has with Alexander Jóhannesson, or rather with his book Menningarsamband Frakka og Íslendinga (The French-Icelandic Cultural Union, 1943), thirty years after its publication, and several years after Alexander’s death. Above all, the third chapter focuses on the influence Albert Camus has on Jón Óskars’s writing and aesthetics. This includes how the chronicle-style from the Plague echoes in Jón's memoirs, moreover, it is also interesting to note the harmony in Camus’s and Jón’s views on existentialism. Also, Camus and Jón Óskar despised very early, being loyal leftists, Stalin’s threat regime in the Soviet Union. Finally, the chapter analyses the status of Jón Óskar’s memoirs, compared to the memoirs of authors such as Kristmann Guðmundsson and Halldór Laxness. The fourth chapter reveals that Jón Óskar’s interests in peculiar characters within the society arise early and this highlights the compassion he always had with the underdog. The chapter examines how he maps the bohemian milieu in Reykjavik, both to identify himself with it, but at the same time to make the readers of the memoirs realize where he himself is situated within that same bohemia. Here, comparative studies are the key factor as Jón is compared to poets of the Icelandic bohemia, men such as Jóhannes Birkiland, Steindór Sigurðsson and Vilhjálmur frá Skáholti, among others. The theme of the chapter, however, is the theory that towards the end of his writing career Jón identified himself with the Icelandic cultural outsiders, more than ever. Hence, his opinion was that for long periods his writing did not receive the acclaim he thought it was due. And therefore, he saw himself as an outsider, on a par with the famous artist, Sölvi Helgason.
dc.language.iso is
dc.publisher University of Iceland
dc.rights info:eu-repo/semantics/embargoedAccess
dc.subject Bókmenntafræði
dc.subject Menningarsaga
dc.subject Bókmenntasaga
dc.subject Skáldskaparfræði
dc.subject Jón Óskar
dc.title "Ég, sem þreyttur kem frá liðnum vetri": Um margbrotna stöðu skáldsins og þýðandans Jóns Óskars í íslensku menningarumhverfi
dc.type info:eu-repo/semantics/doctoralThesis
dc.contributor.department Íslensku- og menningardeild (HÍ)
dc.contributor.department Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI)
dc.contributor.school Hugvísindasvið (HÍ)
dc.contributor.school School of Humanities (UI)


Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum:

Skoða venjulega færslu