Opin vísindi

Sameining sveitarfélaga á Íslandi í 70 ár. : Röksemdir sameiningarsinna og andstæðinga

Sameining sveitarfélaga á Íslandi í 70 ár. : Röksemdir sameiningarsinna og andstæðinga


Title: Sameining sveitarfélaga á Íslandi í 70 ár. : Röksemdir sameiningarsinna og andstæðinga
Author: Eyþórsson, Grétar Þór   orcid.org/0000-0002-3022-5759
Date: 2014-06-15
Language: Icelandic
Scope: 25
School: Viðskipta- og raunvísindasvið
Series: Stjórnmál og stjórnsýsla; 10(1)
ISSN: 1670-679X
DOI: 10.13177/irpa.a.2014.10.1.8
Subject: Sveitarfélög; Sameining sveitarfélaga; Lýðræði; Rekstrarhagfræði; Skilvirkni; Municipal amalgamations; Democracy; Iceland
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3019

Show full item record

Citation:

Eyþórsson , G Þ 2014 , ' Sameining sveitarfélaga á Íslandi í 70 ár. Röksemdir sameiningarsinna og andstæðinga ' , Stjórnmál og stjórnsýsla , bind. 10 , nr. 1 , bls. 143-167 . https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.1.8

Abstract:

Í þessari grein er fjallað um þær röksemdir sem notaðar hafa verið í umræðu um það hvort sameina beri sveitarfélög á Íslandi um sjötíu ára skeið. Greind eru rök bæði sameiningarsinna sem og þeirra sem lagst hafa gegn sameiningum. Notast er m.a. við skilgreiningar Dönsku stjórnmálafræðinganna Ulrik Kjær og Poul Erik Mouritzen á því hvað felist í bolmagni (d. bæredygtighed) og lýðræði í umræðu um samspil þessara þátta þegar rætt er um stærð sveitarfélaga. Það er meginniðurstaðan í greiningunni að rök sem tengjast hagkvæmni, skilvirkni og bolmagni; a) hagkvæmni og skilvirkni, b) faglegt bolmagn, c) aðgerða- og þróunargeta, d) þjónustubolmagn og e) aðlögunar og breytingageta séu þeir þættir sem notaðir hafa verið sem röksemdir fyrir sameiningum sveitafélaga. Sérstaklega á þetta við um hagkvæmni og skilvirkni og svo faglegt bolmagn. Veigamestu röksemdir andstæðinga sameininga gegnum tíðina eru lýðræðistengd rök: a) rök um endurspeglun og jafnræði (svæðalegt jafnræði og þjónustulegt jafnræði), b) rök um ábyrgð (þekkingu á málefnum sveitarfélags og þátttaka í kosningum) og c) móttækileiki kerfis, þ.e. hið pólitíska kerfis bregst við þörfum og kröfum fólksins með því t.d. að gefa borgurunum möguleika á þátttöku.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)