Opin vísindi

Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi

Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi


Titill: Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi
Höfundur: Sölvason, Ómar Hjalti
Jónsson, Þorlákur Axel
Meckl, Markus
Útgáfa: 2021-10-18
Tungumál: Íslenska
Umfang: 20
Háskóli/Stofnun: Háskólinn á Akureyri
Svið: Hug- og félagsvísindasvið
Deild: Deild menntunar og margbreytileika
Birtist í: Íslenska þjóðfélagið.; 12(1)
ISSN: 1670-8768
Efnisorð: Aðlögunarhæfni; Innflytjendur; Minnihlutahópar; Aðhvarfsgreining
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2947

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Sölvason , Ó H , Jónsson , Þ A & Meckl , M 2021 , ' Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi ' , Íslenska þjóðfélagið. , bind. 12 , nr. 1 , bls. 51-71 . < https://thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/214 >

Útdráttur:

Hvaða hugmyndir eru ríkjandi um hvernig innflytjendur verða fullgildir þátttakendur að íslensku samfélagi? Í rannsóknarverkefninu „Samfélög án aðgreiningar?“ voru spurningar um viðhorf til aðlögunar innflytjenda og fjölmenningar lagðar fyrir hentugleikaúrtak innflytjenda og slembiúrtak Íslendinga í tólf sveitarfélögum. Hér er þessum viðhorfum lýst og athugað hvort þau tengist félagslegum bakgrunni svarenda og hvort fella megi þau í flokka aðlögunarkenninga um samþættingu eða samlögun. Sett er fram lýsandi tölfræði fyrir væntingar Íslendinga og innflytjenda til aðlögunar út frá aldri, kyni, menntun, tekjum, stöðu á vinnumarkaði og búsetu. Gerð var línuleg aðhvarfsgreining á tengslum þessara breyta við samlögunar- og samþættingarvæntingar. Niðurstöður sýna að bæði heimamenn og innflytjendur gera ráð fyrir að innflytjendur læri íslensku. Innflytjendur sjálfir hafa meiri væntingar um samlögun en heimamenn hafa. Hærri aldur, karlkyn og minni menntun tengjast auknum væntingum um samlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. Ekki koma fram tengsl hugmynda Íslendinga um innflytjendur og þess hvort meiri eða minni fjölgun innflytjenda hefur orðið í sama sveitarfélagi eða hverfi. Sú niðurstaða er ekki í samræmi við eldri rannsóknir sem þóttu benda til þess að fjölgun innflytjenda hefði í för með sér neikvæðara viðhorf Íslendinga gagnvart þeim.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: