Opin vísindi

Stafurinn minn og stafurinn þinn : Þróun stafaþekkingar íslenskra barna á aldrinum 4-6 ára

Stafurinn minn og stafurinn þinn : Þróun stafaþekkingar íslenskra barna á aldrinum 4-6 ára


Title: Stafurinn minn og stafurinn þinn : Þróun stafaþekkingar íslenskra barna á aldrinum 4-6 ára
Author: Oddsdóttir, Rannveig
Ragnarsdóttir, Hrafnhildur
Date: 2021
Language: English
Scope: 26
School: School of Humanities and Social Sciences
Series: Tímarit um uppeldi og menntun; 30(2)
ISSN: 2298-8394
DOI: 10.24270/tuuom.2021.30.9
Subject: Bókstafir; Læsi; Málþroski; Leikskólabörn; letter-knowledge; literacy; language development; literacy environment; SES
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2878

Show full item record

Citation:

Oddsdóttir , R & Ragnarsdóttir , H 2021 , ' Stafurinn minn og stafurinn þinn : Þróun stafaþekkingar íslenskra barna á aldrinum 4-6 ára ' , Tímarit um uppeldi og menntun , vol. 30 , no. 2 , pp. 89-114 . https://doi.org/10.24270/tuuom.2021.30.9

Abstract:

Markmið þessarar rannsóknar voru að skoða hvernig stafaþekking íslenskra barna þróast frá 4–6 ára aldurs, hvort börn læra fyrr að þekkja tiltekna stafi en aðra, hvort stafaþekking tengist félags- og menningarlegum bakgrunni, lestrarumhverfi á heimili eða málþroska barnanna og hvað einkenni þann hóp barna sem ekki hefur náð viðunandi tökum á stafaþekkingu við lok 1. bekkjar. Fylgst var með þróun stafaþekkingar hóps barna yfir þriggja ára tímabil og aflað upplýsinga um málþroska þeirra, menntun foreldra og lestrarumhverfi á heimilum. Niðurstöður sýndu að stafaþekking barnanna var komin vel á veg við 4 til 5 ára aldur. Yngstu börnin þekktu helst stafi sem hafa persónulega merkingu fyrir þeim, svo sem sinn eigin staf og stafi annarra fjölskyldumeðlima. Fylgni var á milli stafaþekkingar, menntunar foreldra, tekna fjölskyldunnar, málþroska barnanna og þess hvort foreldrar beindu athygli barna að stöfum þegar lesið var fyrir þau. Sá hópur barna sem hafði ekki enn náð góðum tökum á stafaþekkingu við lok 1. bekkjar var marktækt lægri á öllum mælingum á málþroska en þau börn sem höfðu náð góðum tökum á stafaþekkingu. Það er vísbending um að huga þurfi að fleiri þáttum í færni þessara barna en stafaþekkingunni einni til að byggja undir læsi þeirra til framtíðar.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)