Opin vísindi

Sumarlokun leikskóla : Áhrif á faglegt starf og starfsaðstæður

Sumarlokun leikskóla : Áhrif á faglegt starf og starfsaðstæður


Title: Sumarlokun leikskóla : Áhrif á faglegt starf og starfsaðstæður
Author: Hreiðarsdóttir, Anna Elísa   orcid.org/0000-0002-1094-1010
Björnsdóttir, Eygló
Date: 2016-09-19
Language: Icelandic
Scope: 22
University/Institute: Háskólinn á Akureyri
Series: Netla; ()
ISSN: 1670-0244
Subject: Leikskólar; Skólafrí; Starfsumhverfi; Leikskólastarf; Operational conditions; Summer recess; Children; Transition to preschool
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2796

Show full item record

Citation:

Hreiðarsdóttir , A E & Björnsdóttir , E 2016 , ' Sumarlokun leikskóla : Áhrif á faglegt starf og starfsaðstæður ' , Netla , bls. 1-22 . < https://netla.hi.is/greinar/2016/ryn/03_ryn_arsrit_2016.pdf >

Abstract:

Í þessari grein er fjallað um sumarlokun leikskóla og hvernig ákvarðanir rekstraraðila tengdar þeim geta haft áhrif á faglegt starf í skólunum og starfsaðstæður kennara og barna. Börn á leikskólaaldri eru ekki skólaskyld og foreldrar greiða fyrir vistun þeirra, því er rekstrarlega mikilvægt að taka inn ný börn sem allra fyrst svo greiðslur falli ekki niður. Rekstrarlegir þættir þrýsta á um fulla nýtingu allan ársins hring og það skapar sérstakar aðstæður sem ekki eru fordæmi fyrir á öðru skólastigi. Greinin byggir á rannsókn sem framkvæmd var vorið 2011. Spurningakönnun var lögð fyrir 110 leikskólastjóra en það er tæplega 40% leikskólastjóra í landinu og var svörunin 60%. Markmið hennar var að kanna áhrif sumarlokunar á starf og starfsaðstæður í leikskólum. Skortur er á íslenskum rannsóknum á starfsumhverfi leikskóla í landinu og takmörkuð þekking fyrirliggjandi, ekki hvað síst um samspil ytri ákvarðana og faglegs starfs. Því er efnið sem hér um ræðir mikilvægt innlegg í bæði fræðilega og rekstrarlega umræðu um málefni leikskóla. Helstu niðurstöður eru að það skiptir máli fyrir starfið í leikskólunum hvort þeir loka að sumrinu eður ei, hve lengi þeir loka og á hvaða tímabili. Það eru oftast rekstraraðilar sem taka ákvarðanir um hvernig sumarlokun er háttað. Ákvarðanir eru pólitískar og geta breyst frá ári til árs, jafnvel vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum; atvinnurekendum og foreldrum. Það er síðan á ábyrgð skólastjóra að vinna úr aðstæðum hverju sinni. Í niðurstöðum gætir ákveðinna þversagna. Skólastjórar hafa orð á margvíslegum áhrifum ytri ákvarðana en telja þær ekki hafa mikil áhrif á faglegt starf. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mikilvægt sé að skoða betur áhrif sumarlokunar á faglegt starf skólanna og starfsaðstæður kennara og barna.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)