This thesis introduces results from a design-based, task design research study in
mathematics education, within which silent video tasks were defined, developed,
and implemented in upper secondary school mathematics classrooms. It discusses a
research problem concerning the identification of opportunities and challenges that
arise from the use of silent video tasks. To tackle that problem, the researcher worked
with seven teachers in six Icelandic upper secondary schools who implemented silent
video tasks in their classrooms.
In short, silent video tasks involve the presentation of a short silent mathematics
video clip that students are asked to discuss in pairs as they prepare and record their
voice-over to the video. On the basis of students’ recorded responses to the task, that
are listened to by the whole group, the teacher leads a discussion with the aim to
deepen and widen students’ understanding of the mathematical topic presented in
the video.
The idea of silent video tasks is grounded in social constructivist theories. It is
considered important that interaction happens between teacher and learners and
among learners themselves, who work together (support each other) toward richer
understanding of mathematical content. The learner is seen as an active participant
in the teaching and learning process and in the case of silent video tasks, learners
get an opportunity to become aware of their own and their peers’ current ways of
describing or explaining mathematical phenomena.
Two implementation phases were conducted in 2017 and 2019, during which interview
data on teachers’ expectations and experiences of using silent video tasks was
collected and analysed. In the first phase, four mathematics teachers in randomly
selected upper secondary schools in Iceland assigned a silent video task to their
17-year-old students. Results from the first phase indicated that silent video tasks
might be a helpful tool for formative assessment.
Thus, teachers in the second phase were purposefully selected to work at schools that
aim for active use of formative assessment. One teacher assigned three silent video
tasks to his 16-year-old students and two teachers assigned one silent video task to
their 16-year-old students. Besides interview data, classroom observation protocols
were collected during the second phase.
Influenced by theory and empirical results, the process of assigning a silent video
task developed. To conclude the project, some characteristics that make a video
suitable for use in silent video tasks were defined and the instructional sequence
of silent video tasks was described. Together with the underlying theoretical and
empirical arguments, they form design principles for silent video tasks.
Hljóðlaus myndbandsverkefni – skilgreining, þróun og beiting nýstárlegra
verkefna í stærðfræðikennslu á framhaldsskólastigi.
Í þessari ritgerð er greint frá niðurstöðum hönnunarmiðaðrar rannsóknar um skilgreiningu,
þróun og notkun talsetningarverkefna í stærðfræðikennslu á framhaldsskólastigi.
Rannsóknin var unnin í samstarfi við sjö stærðfræðikennara í sex íslenskum
framhaldsskólum sem lögðu talsetningarverkefni fyrir nemendur sína. Augu
rannsakanda beindust einkum að því að greina tækifæri og áskoranir sem felast í
fyrirlögn verkefna af þessu tagi. Fræði og fagstarf voru fléttuð saman til að verkefnin
gætu nýst kennara og nemendum sem best við námið.
Við fyrirlögn talsetningarverkefnis velur kennari stutt hljóðlaust myndband sem
sýnir stærðfræði á kvikan hátt og kynnir það fyrir nemendum. Tvö og tvö saman undirbúa
þau og taka upp talsetningu við myndbandið. Öll hlusta saman á afraksturinn,
fjölbreyttar talsetningar, og ræða þær með það að leiðarljósi að nálgast sameiginlegan
skilning á þeim stærðfræðilegu fyrirbærum sem fyrir koma í myndbandinu.
Nákvæmni og ýmiss konar blæbrigði í orðalagi eru meðal þess sem getur orðið að
umfjöllunarefni umræðnanna.
Í grunninn eru talsetningarverkefni sprottin úr félagslegri hugsmíðahyggju þar sem
litið er á nemendur sem virka þátttakendur í lærdómsferlinu og smiði eigin skilnings.
Talsetningarverkefnin gefa nemendum meðal annars tækifæri til að taka eftir og
ígrunda eigin sýn og sýn félaga sinna á þeirri stærðfræði sem birtist í myndbandinu.
Þeim er þannig ætlað að ýta undir samstarf og samtal jafnt milli kennara og nemenda
sem og milli nemenda innbyrðis.
Í tveimur samstarfsköflum rannsóknarinnar haustin 2017 og 2019 var viðtalsgögnum
safnað og þau greind með tilliti til væntinga og reynslu kennara af notkun talsetningarverkefnanna.
Haustið 2017 lögðu fjórir slembivaldir stærðfræðikennarar, hver
í sínum skóla, eitt og sama hljóðlausa myndbandið fyrir 17 ára nemendur sína.
Niðurstöður bentu til þess að verkefni sem þessi gætu gagnast við leiðsagnarmat í
stærðfræði.
Haustið 2019 var því leitað til framhaldsskóla sem leituðust við að nýta leiðsagnarmat.
Einn kennari lagði þrjú ólík talsetningarverkefni fyrir 16 ára nemendur sína með
nokkurra vikna millibili og tveir kennarar í öðrum skóla lögðu eitt slíkt verkefni
fyrir 16 ára nemendur sína undir lok annarinnar. Auk viðtalsgagna voru skráðar
áhorfsathuganir úr kennslustundum þessara þriggja kennara.
Á rannsóknartímabilinu þróaðist ferlið við fyrirlögn talsetningarverkefnanna og
gætti þar áhrifa kenninga um kennslu og nám sem og niðurstaðna fyrri rannsókna.
Verkefninu lauk með framsetningu hönnunarstaðals sem inniheldur lista yfir einkenni
myndbanda sem henta við gerð talsetningarverkefna og lýsingu þess hvernig
best þyki henta að leggja talsetningarverkefnin fyrir nemendahóp.