Opin vísindi

Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli

Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli


Title: Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli
Author: Oddsson, Guðmundur   orcid.org/0000-0003-0766-8508
Hill, Andrew   orcid.org/0000-0002-1534-3538
Date: 2021-04-29
Language: Icelandic
Scope: 41-61
University/Institute: Háskólinn á Akureyri
University of Akureyri
School: Hug- og félagsvísindasvið (HA)
School of Humanities and Social Sciences (UA)
Department: Félagsvísindadeild (HA)
Series: 1;12
Subject: Lögreglan; Löggæsla; Dreifbýli; Policing; Rural
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2585

Show full item record

Citation:

Oddsson, G. og Hill, A. (2021). Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli. Íslenska þjóðfélagið, 12(1), 41-61. https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/206

Abstract:

Markmið rannsóknarinnar eru að kortleggja þróun mannafla íslensku lögreglunnar frá árinu 2007, skoða lögregluna í evrópskum samanburði og greina upplifun dreifbýlislögreglumanna af helstu áskorunum þeirra og bjargráðum. Notast er við fyrirliggjandi gögn og viðtöl við 23 lögreglumenn með starfsreynslu í dreifbýli. Niðurstöðurnar sýna að starfandi lögreglumenn voru 648 árið 2017 og hafði fækkað um 9% frá 2007. Landsmönnum fjölgaði samhliða um 10%. Árið 2018 var Ísland meðal þeirra Evrópulanda sem höfðu hvað fæsta lögreglumenn (185) á hverja 100.000 íbúa. Hvergi fækkaði lögreglumönnum jafn mikið í Evrópu milli 2009 og 2018 og hérlendis (29,1%). Samhliða nær fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna. Fólksfjölgun, fjölgun ferðamanna og fækkun lögreglumanna hafa aukið álag og komið niður á löggæslu, ekki síst í dreifbýli. Niðurstöður viðtala sýna að helstu áskoranir sem dreifbýlislögreglumenn upplifa eru mannekla, ofurálag, margþætt verkefni, lítil aðstoð og óskýr mörk vinnu og einkalífs. Helstu bjargráð dreifbýlislögreglumanna eru að þróa með sér fjölþætta kunnáttu og hugvitssemi við að virkja félagsauð nærsamfélagsins. Mikilvægust er góð samskiptahæfni sem byggist á samræðum, hæfileikanum að geta stillt til friðar og mjúkri löggæslu til að viðhalda trausti almennings og samstöðu. Félagsauður nærsamfélagsins, sem grundvallast á trausti, samvinnu og óformlegu félagslegu taumhaldi, hjálpar dreifbýlislögreglunni í þessum efnum.

Rights:

Copyright (c) 2021 Guðmundur Oddsson, Andrew Paul Hill This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial 4.0 International License. Höfundar eiga höfundarétt að greinum sínum en þær birtast samkvæmt skilmálum um opinn aðgang (Creative Commons, creativecommons.org). Authors retain copyright and grant the journal right of first publication with the work simultaneously licensed under a Creative Commons Attribution License that allows others to share the work with an acknowledgement of the work's authorship and initial publication in this journal.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)