Background:
Very little is known about physical activity (PA) and PA patterns measured
with objective methods among children with intellectual disability (ID) or
their reasons to take part in PA and sport. Moreover, even less is known
about their fitness and metabolic health. Of the few studies published,
most suggest that PA levels are well below recommended guidelines and
overweight and obesity are common. Furthermore, compared with typically
developed individuals (TDI) at same age, children with ID are worse off in
most health-related variables.
Aims:
To investigate PA, PA patterns and sedentary time during the whole week
as well as specifically during school hours and after school on regular
workdays among Icelandic children with mild-to-severe ID. Further, to
investigate metabolic health and risk factors for metabolic syndrome as
well as body composition and compare all these variables to an age- andsex-
matched TDI cohort.
Methods and Procedures:
Ninety-one children with ID and an age- and sex-matched group of 93 TDI
children took part. PA was assessed with Actigraph accelerometers for 7-10
consecutive days and a questionnaire was used to collect data on PA
behaviour. Anthropometric data were obtained, and adiposity was
measured via dual energy X-ray absorptiometry (DXA). Maximal oxygen
uptake (VO2max), as an indicator of Aerobic fitness was measured using a
Parvomedics Trumax2400 metabolic cart during a graded maximal test
performed on a stationary bike (Monark 828E). For those children who did
not want to be connected to the metabolic cart and those who were unable
to reach VO2max, the physical work capacity (in W) at a heart rate of 170
bpm (PWC170) was recorded. Blood pressure (BP) was measured with an
automatic device (ADC Advantage 6013). A fasting blood sample was
acquired from those children who were able to give blood and high-density
lipoprotein (HDL), glucose, triglycerides and insulin were measured and
low-density lipoprotein LDL) was calculated. Data on Tanner stage,
commuting mode to and from school, and several aspects of PA were
collected using a questionnaire consisting of closed questions.
Results:
A significantly higher proportion (p<0.006) of children with ID were
categorized as having elevated percentage of body fat (41%) than TDI
children (19%). Similarly, children with ID were smaller (8.6 cm, p<0.001)
had higher sum of skinfold (22.7 mm, p<0.001), diastolic blood pressure
(3.8 mmHG, p=0.006) and percentage of body fat (4.0 percent points,
p=0.008). Over 20% of children with ID had elevated waist circumference,
34% had elevated BP, between 13 and 21% were found to have
unfavourable blood lipid profile and 7% were diagnosed with metabolic
syndrome. Although the PA levels of children with ID were 40% lower and
they spent 9% more time sedentary than their TDI peers, there was an
interaction between group and sex (p<0.05). TDI boys were more active and
less sedentary than TDI girls (p<0.05) but no sex differences were found
among children with ID on any PA variable. Also, there was no difference
between workday PA and weekend PA among children with ID. Only 16% of
children with ID walked or biked to school, whereas the proportion was
74% among TDI children (p<0.001). Both sexes with ID were more active
and less sedentary during school than after school (p<0.003) but no such
difference was found among TDI children. Similarly, a lower fraction (33%)
of children with ID participated 2 hours a week or more in sports compared
to TDI children (76%, p<0.001). No children with ID met the
recommendation of 60 minutes of daily moderate-to-vigorous PA, whereas
40% of the TDI children met the recommendation. Children with ID (60%)
were more likely to name weight loss as a reason to participate in PA than
TDI children (34%, p=0.002) but a higher proportion (96%) of TDI children
than children with ID (50%) participated in PA to improve skills (p<0.001).
Only 25% of children with ID reached recommended levels of aerobic
fitness whereas 75% of TDI children met those levels (p<0.001).
Conclusion:
PA of children with ID is considerably lower than among their TDI peers and
there appears to be no sex differences in PA and PA patterns among
children with ID. Furthermore, children with ID depend more on schools to
accumulate their PA but the fact that no children with ID met the
recommended daily MVPA calls for special PA measures in this group.
Children with ID have different reasons for PA- and sport- participation than
TDI children. These differences need to be considered when designing and
implementing PA promotion campaigns for children with ID.
Bakgrunnur:
Lítið er vitað um hreyfingu og hreyfimynstur, sem mæld eru á hlutlægan
hátt, hjá börnum með þroskahömlun (ÞH) eða ástæður þess að þessi börn
taki þátt í íþróttum eða almennri hreyfingu. Jafnframt er jafnvel minna
vitað um þol og efnaskiptaheilsu þessara barna. Þær fáu rannsóknir sem
birtar hafa verið benda til þess að hreyfing barna með ÞH sé langt undir
ráðlögðum viðmiðum og ofþyngd og offita séu algeng. Ennfremur eru börn
með ÞH ver á sig komin hvað varðar flesta heilsutengda þætti en almenn
skólabörn.
Markmið:
Að kanna hreyfingu, hreyfimynstur og tíma eytt í kyrrsetu yfir alla vikuna,
sem og sérstaklega á skólatíma og utan skólatíma, hjá íslenskum börnum á
grunnskólaaldri með milda til mikla ÞH. Jafnframt að meta efnaskiptaheilsu
og áhættuþætti fyrir efnaskiptavillu sem og líkamssamsetingu og bera þessa
þætti saman við úrtak almennra skólabarna á sama aldri og af sama kyni.
Aðferðir og framkvæmd:
Níutíu og eitt barn með ÞH og aldurs og kynjajafnað úrtak almennra
skólabarna tóku þátt í rannsókninni. Hreyfing var metin með Actigraph
hröðunarmælum í 7-10 daga samfleytt og spurningalisti var notaður til að
safna gögnum um hreyfimynstur. Líkamsmælingar voru gerðar og
líkamssamsetning var mæld með tvíorku-röntgengeislagleypnimælingu
(dual energy X-ray absorptiometry, DXA). Hámarkssúrefnisupptaka (VO2max)
var mæld með Parvomedics Trumax2400 súrefnisupptökutækjum með
stigvaxandi hámarksáreynsluprófi á þrekhjóli (Monark 828E). Fyrir þau börn
sem ekki vildu vera tengd súrefnisupptökutækinu og þau sem ekki að náðu
að uppfylla skilyrði fyrir VO2max, var álagið (í wöttum) við 170 slög á mínútu
jafnframt skráð. Blóðþrýstingur (BP) var mældur með sjálfvirku tæki (ADC
Advantage 6013). Tekin var fastandi blóðprufa hjá þeim börnum þar sem
blóðtaka var möguleg og heildarkólesteról, háþéttnifituprótein (highdensity
lipoprotein, (HDL), þríglýseríð, blóðsykur og insúlín mæld og
lágþéttnifituprótein (low-density lipoprotein, LDL) var svo reiknuð út.
Gögnum um Tanner stig, ferðamáta til og frá skóla og ýmsa þætti hreyfingar
var safnað með spurningalista sem samanstóð af lokuðum spurningum.
Niðurstöður:
Marktækt hærra hlutfall (p <0,006) barna með ÞH voru flokkuð með of hátt
hlutfall líkamsfitu (41%) en hjá almennum skólabörnum (19%). Börn með ÞH
voru einnig lægri (8,6 cm, p<0,001) með hærri heildarsummu húðfellinga
(22,7 mm, p<0,001), hærri þanþrýsting (3,8 mmHg, p=0.006) og hærra
hlutfall líkamsfitu (4,0 prósentustig, p=0.008). Yfir 20% barna með ÞH höfðu
hækkað mittismál, 34% höfðu hækkaðan BP, á milli 13 og 21% greindust
með óæskilegar blóðfitur og tæplega 7% með efnaskiptavillu. Þrátt fyrir að
hreyfing barna með ÞH væri 40% minni og kyrrsetutími 9% lengri en hjá
almennum skólabörnum kom fram víxlverkun á milli hóps og kyns (p<0,05).
Strákar í hópi almennra skólabarna hreyfðu sig meira en stelpur í sama hópi
og eyddu minni tíma í kyrrsetu (p<0,05) en enginn kynjamunur fannst á milli
barna með ÞH á neinum hreyfibreytum. Ekki fannst heldur munur á milli
hreyfingar á virkum dögum og um helgar hjá börnum með ÞH. Aðeins 16%
barna með ÞH gengu eða hjólaðu í skólann, en hlutfallið var 74% hjá
almennum skólabörnum (p <0,001). Bæði kynin með ÞH hreyfðu sig meira
og voru minna í kyrrsetu á skólatíma en eftir skóla (p<0,003) en enginn
slíkur munur fannst hjá almennum skólabörnum. Á sama hátt stundaði
lægra hlutfall (33%) barna með ÞH íþróttir tvo tíma á viku eða meira miðað
við almenn skólabörn (76%, p<0,001). Ekkert barn með ÞH náði ráðlögðum
viðmiðum um 60 mínútur af daglegri hreyfingu á meðal- til kröftugu álagi en
40% almennra skólabarna náðu sömu viðmiðum. Börn með ÞH voru líklegri
(60%) til að nefna þyngdartap sem ástæðu fyrir þátttöku í hreyfingu en
almenn skólabörn (34%, p=0,002) en hærra hlutfall (96%) almennra
skólabarna heldur en barna með ÞH (50%) tók þátt í hreyfingu til að auka
færni (p <0,001). Aðeins 25% barna með ÞH náðu ráðlögðum viðmiðum um
loftháð þol en 75% almennra skólabarna náðu sömu viðmiðum (p <0,001).
Ályktun:
Hreyfing barna með ÞH er töluvert minni en hjá almennum skólabörnum og
það virðist ekki vera kynjamunur á hreyfingu og hreyfimynstri meðal barna
með ÞH. Börn með ÞH reiða sig ennfremur meira á skóla til að fá hreyfingu
en almenn skólabörn. Sú staðreynd að ekkert barn með ÞH náði ráðlagðri
daglegri hreyfingu kallar á sérstakar ráðstafanir til að auka hreyfingu hjá
þessum hópi barna. Börn með ÞH höfðu aðrar ástæður fyrir því að taka þátt
í hreyfingu og íþróttum en almenn skólabörn, sem þarf að hafa í huga þegar
verið er að hanna og innleiða hreyfingarátak fyrir börn með ÞH.