Title: | „Við sem uppalendur og samfélag stöndum ávallt frammi fyrir þeirri spurningu hvaða veganesti komi æskunni best“: Viðtal við Sigrúnu Aðalbjarnadóttur |
Author: |
|
Date: | 2019 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 3–17 |
University/Institute: | Háskóli Íslands University of Iceland |
School: | Menntavísindasvið (HÍ) School of Education (UI) |
Series: | Tímarit um uppeldi og menntun;28(2) |
ISSN: | 2298-8394 2298-8408 |
Subject: | Viðtöl |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/2511 |
Citation:Björg Guðlaugsdóttir. (2019). „Við sem uppalendur og samfélag stöndum ávallt frammi fyrir þeirri spurningu hvaða veganesti komi æskunni best“: Viðtal við Sigrúnu Aðalbjarnadóttur. Tímarit um uppeldi og menntun, 28(2), 3-17. Sótt af https://ojs.hi.is/tuuom/article/view/3053/1792
|
|
Abstract:Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands (frá 1. ágúst 2019). Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla
Íslands árið 1969 og stúdentsprófi frá sama skóla ári síðar. Hún lauk B.A.-prófi í uppeldisfræði frá Háskóla Íslands 1983 og meistaraprófi 1984 og doktorsprófi 1988 frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Sigrún hefur kennt við Háskóla Íslands síðan 1988. Kennsla
hennar hefur aðallega verið á sviði þroskasálfræði, áhættuhegðunar og seiglu ungs fólks
auk borgaravitundar þess í lýðræðisþjóðfélagi.
Rannsóknir Sigrúnar beinast að margvíslegum þroska barna og ungmenna, líðan
þeirra, námsgengi og áhættuhegðun. Jafnframt beinast þær að því hvernig hlúa megi að
þroska og velferð barna og ungmenna heima og heiman. Sigrún hefur staðið að þessum
rannsóknum með samstarfsfólki sínu hér á landi á rannsóknastofunni Lífshættir barna og
ungmenna. Einnig hefur hún unnið með fræðimönnum bæði við Harvardháskóla, Graduate School of Education (HGSE) og í evrópska netsamvinnuverkefninu Children’s Identity
and Citizenship in Europe (CiCe).
Sigrún hefur verið afar afkastamikill fræðimaður og birt fjölda ritrýndra greina bæði
hérlendis og erlendis. Þá hefur hún skrifað nokkrar bækur, þar á meðal bækurnar Lífssögur ungs fólks: Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2019)
og Virðing og umhyggja: Ákall 21. aldar (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007).
Sigrún hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars frá Háskóla Íslands
fyrir „lofsvert framlag til rannsókna“ og frá Saman-hópnum fyrir „vel unnin fræðistörf og
gagnlegar rannsóknir í þágu foreldra og barna“. Auk þess hlaut hún riddarakross hinnar
íslensku fálkaorðu „fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar“.
|
|
Rights:CC BY 4.0
|