Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar
Hleð...
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Háskólaútgáfan
Úrdráttur
Efnisyfirlit: Þakkir -- 1. Inngangur -- 2. Framkvæmd rannsóknar -- 3. Viðhorf nemenda, foreldra og starfsmanna skóla -- 4. Skólabyggingar og námsumhverfi -- 5. Stjórnun og skipulag -- 6. Kennsluhættir -- 7. Nám, þátttaka og samskipti nemenda -- 8. Foreldrasamstarf -- 9. Tengsl skóla og grenndarsamfélags -- 10. List- og verkgreinar -- 11. Upplýsingatækni í skólastarfi -- 12. Starfshættir í grunnskólum - meginniðurstöður og umræða -- Fylgiskjal -- Útdráttur -- Abstract -- Um höfunda -- Bendiskrá
Meginmarkmið rannsóknarinnar á starfsháttum í grunnskólum, sem fjallað er um í þessari bók, var að veita yfirsýn yfir starfshætti í íslenskum grunnskólum við upphaf 21. aldar – með þróun í átt til einstaklingsmiðaðs náms eða náms við hæfi hvers og eins að leiðarljósi. Settar voru fram þrjár meginrannsóknarspurningar með hliðsjón af þessu markmiði. • Hver nig eru starfshættir í íslenskum grunnskólum við upphaf 21. aldar, það er hvernig birtast þeir í viðhorfum, námsumhverfi, skipulagi og stjórnun, kennsluháttum, hlut nemenda og þætti foreldra? • Með hvaða hætti hefur starfsfólk skóla lagað nám og kennslu að breytingum í samfélaginu, það er hvernig hefur skólinn sem varð til í iðnaðarsamfélaginu breyst og aðlagast upplýsinga- og þekkingar- eða sköpunarsamfélaginu? • Hvernig birtist stefnumörkun ríkis og sveitarfélaga í skólastarfi og að hvaða marki hafa spár um framtíðarskipan skólamála frá síðustu áratugum ræst? Áhersla á einstaklingsmiðað nám hefur verið áberandi í námskrám og annarri opinberri stefnumörkun undan- farin ár og áratugi, en einstaklingsmiðun í námi hefur verið skilgreind með margvíslegum hætti og því gengið undir ýmsum heitum. Í skilgreiningu á einstaklingsmiðuðu námi í þessari bók er áhersla lögð á eftirfarandi þætti: ólík viðfangsefni nemenda eftir stöðu og áhuga í náminu; sjálfstæði, valmöguleika og áhrif og ábyr gð á framgangi námsins; skipulagða samvinnu nemenda; nýtingu upplýsingatækni og loks einstaklingsáætlanir sem nemendur gera í samvinnu við kennara og foreldra og byggðar eru á upplýsingum um framvindu námsins. Skilgreiningin felur í sér höfuðáherslu á að taka mið af stöðu hvers og eins eða laga nám að ólíkum nemendum. Jafnframt byggist hún á hugtökum eins og nemendastýringu, sjálfræði nemenda og valdeflingu, meðal annars með því að hlusta á raddir nemenda og taka tillit til þess sem þau hafa að segja um námið. Litið er á nám sem félagslegt ferli þar sem byggt er á samvinnu nemenda jafnt sem einstaklingsbundinni reynslu með áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð sem bæði taka til samstarfs og áhrifa nemenda á nám sitt. Því má segja að hugtakið einstaklingsmiðað nám sé í þessari bók notað sem einskonar samnefnari fyrir margvíslegar hugmyndir sem eru af ólíkum rótum runnar.
Meginmarkmið rannsóknarinnar á starfsháttum í grunnskólum, sem fjallað er um í þessari bók, var að veita yfirsýn yfir starfshætti í íslenskum grunnskólum við upphaf 21. aldar – með þróun í átt til einstaklingsmiðaðs náms eða náms við hæfi hvers og eins að leiðarljósi. Settar voru fram þrjár meginrannsóknarspurningar með hliðsjón af þessu markmiði. • Hver nig eru starfshættir í íslenskum grunnskólum við upphaf 21. aldar, það er hvernig birtast þeir í viðhorfum, námsumhverfi, skipulagi og stjórnun, kennsluháttum, hlut nemenda og þætti foreldra? • Með hvaða hætti hefur starfsfólk skóla lagað nám og kennslu að breytingum í samfélaginu, það er hvernig hefur skólinn sem varð til í iðnaðarsamfélaginu breyst og aðlagast upplýsinga- og þekkingar- eða sköpunarsamfélaginu? • Hvernig birtist stefnumörkun ríkis og sveitarfélaga í skólastarfi og að hvaða marki hafa spár um framtíðarskipan skólamála frá síðustu áratugum ræst? Áhersla á einstaklingsmiðað nám hefur verið áberandi í námskrám og annarri opinberri stefnumörkun undan- farin ár og áratugi, en einstaklingsmiðun í námi hefur verið skilgreind með margvíslegum hætti og því gengið undir ýmsum heitum. Í skilgreiningu á einstaklingsmiðuðu námi í þessari bók er áhersla lögð á eftirfarandi þætti: ólík viðfangsefni nemenda eftir stöðu og áhuga í náminu; sjálfstæði, valmöguleika og áhrif og ábyr gð á framgangi námsins; skipulagða samvinnu nemenda; nýtingu upplýsingatækni og loks einstaklingsáætlanir sem nemendur gera í samvinnu við kennara og foreldra og byggðar eru á upplýsingum um framvindu námsins. Skilgreiningin felur í sér höfuðáherslu á að taka mið af stöðu hvers og eins eða laga nám að ólíkum nemendum. Jafnframt byggist hún á hugtökum eins og nemendastýringu, sjálfræði nemenda og valdeflingu, meðal annars með því að hlusta á raddir nemenda og taka tillit til þess sem þau hafa að segja um námið. Litið er á nám sem félagslegt ferli þar sem byggt er á samvinnu nemenda jafnt sem einstaklingsbundinni reynslu með áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð sem bæði taka til samstarfs og áhrifa nemenda á nám sitt. Því má segja að hugtakið einstaklingsmiðað nám sé í þessari bók notað sem einskonar samnefnari fyrir margvíslegar hugmyndir sem eru af ólíkum rótum runnar.
Lýsing
Efnisorð
Skólastarf, Kennslufræði, Starfshættir, Grunnskólar, Skólastjórnun, Kennarar, Nemendur, Námsumhverfi, Menntarannsóknir, Ísland, Foreldrar, Einstaklingsmiðað nám
Citation
Gerður G. Óskarsdóttir (ritstj.). (2014). Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar. Reykjavík: Háskólaútgáfan