Title: | Hollráð: hlúð að heilsu |
Author: | |
Date: | 2020-03-19 |
Language: | Icelandic |
University/Institute: | Háskóli Íslands University of Iceland |
School: | School of education (UI) Menntavísindasvið (HÍ) |
Subject: | Geðheilsa; COVID-19; Börn; Samskipti foreldra og barna |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/2069 |
Citation:Bergljót Gyða Guðmundsdóttir. (2020). Hollráð: hlúð að heilsu. Sótt af http://bakhjarl.menntamidja.is/2020/03/19/hollrad-hlud-ad-heilsu/
|
|
Abstract:Flest okkar hafa orðið áþreifanlega vör við útbreiðslu COVID-19 sýkingarinnar og samfélagslegar afleiðingar hennar. Mörg okkar finna fyrir mikilli óvissu í þessum aðstæðum og því eðlilegt að fólk á öllum aldri, ekki síst börn og ungmenni, finni fyrir vanlíðan, til dæmis depurð og/eða kvíða. Mikilvægt er að hafa það hugfast að ástandið er tímabundið og mun ekki vara að eilífu. Almannavarnir og íslensk yfirvöld hafa vísindi og bestu mögulegu þekkingu að leiðarljósi við að tryggja öryggi, heilsu og velferð okkar allra. Um leið er gott að minna sig á að við getum öll lagt okkar af mörkum við að tryggja velferð og heilsu okkar sjálfra og um leið annarra. Það á ekki síður við um andlega heilsu en líkamlega.
|