Opin vísindi

Skil skólastiga: frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla

Skil skólastiga: frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla


Title: Skil skólastiga: frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla
Author: Óskarsdóttir, Gerður G.
Date: 2012
Language: Icelandic
Scope: 309
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Menntavísindasvið (HÍ)
School of education (UI)
ISBN: 978-9979-54-975-8
Subject: Skólaganga; Leikskólar; Grunnskólar; Framhaldsskólar; Menntastefna; Skólabyrjun; Skólastarf; Nám; Námskenningar; Menntarannsóknir; Námsumhverfi
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2040

Show full item record

Citation:

Gerður G. Óskarsdóttir. (2012). Skil skólastiga: frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla. Reykjavík: Háskólaútgáfan

Abstract:

Tengsl skólastiga, sveigjanleiki á skilum þeirra og samfella í námi hefur talsvert verið til umræðu hér á landi en mjög hefur skort á upplýsingar um efnið. Úr því er bætt með þessari bók. Í Skilum skólastiga dregur höfundur upp ítarlega mynd af starfi á síðasta ári í leikskóla og 1. bekk grunnskóla annars vegar og 10. bekk grunnskóla og fyrsta ári í framhaldsskóla hins vegar. Varpað er ljósi á mun og samfellu í umgjörð starfsins og starfsháttum og tengslin við næsta skólastig. Lýsingarnar byggjast á vettvangsathugunum í 30 skólum, spurningakönnunum og yfir 50 viðtölum við nemendur og kennara. Höfundur færir rök fyrir því að starfshættir séu með mjög líku sniði í skólum á sama skólastigi og samfella milli skólastiga talsverð þó að rof hafi komið fram og þá stundum það sem höfundur nefnir afturhverft rof. Því sé breytinga og jafnvel mikilla umbóta þörf á vissum sviðum en tillögur í þá veru má finna í lokakafla bókarinnar ásamt hugmyndum að frekari rannsóknum. Skil skólastiga er hugsuð sem veganesti fyrir kennara, stjórnendur og aðra þá sem móta stefnuna í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Hún er jafnframt samin með fræðimenn á sviði menntamála og kennaranema í huga.

Rights:

Háskólaútgáfan veitir hér með leyfi sitt til rafrænnar birtingar bókarinnar Skil skólastiga

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)