Í ritgerðinni er leitað svara við því hvernig nafn höfundarins, Williams Faulkners, varð til og þróaðist á íslenskum menningarvettvangi frá því að það bar fyrst á góma í íslenskum prentmiðli 8. maí 1933 og þar til sjöunda og síðasta þýðing Kristjáns Karlssonar á smásögu eftir Faulkner birtist á prenti árið 1960. Víðtækara markmið ritgerðarinnar er að kanna samspil íslenska bókmenntakerfisins við erlend bókmenntakerfi á umbrotatímum í Íslandssögunni þegar staða landsins gagnvart umheiminum tók miklum breytingum. Á því tímabili sem hér er til skoðunar breytist Ísland úr hjálendu Dana í sjálfstætt ríki, úr herlausu landi í hersetið og úr hlutlausu landi í hernaðarlega mikilvægt svæði á tímum seinni heimstyrjaldarinnar og síðar kalda stríðsins.
Ritgerðinni er skipt í tvo meginhluta sem hvor um sig tekur mið af samskiptum íslenska bókmenntakerfisins við umheiminn. Í fyrri hlutanum er kannað með hvaða hætti Norðurlönd voru mikilvægasti menningargluggi Íslendinga að umheiminum á tímabilinu 1933–1945. Á þessu tímabili berast skáldsögur eftir Faulkner til Íslands á skandinavísku málunum en líka skrif norrænna menntamanna um höfundinn. Af þessum sökum ber fyrri hlutinn heitið „Norðurlönd sem milliliður“. Í síðari hluta ritgerðarinnar er fjallað um tímabilið frá 7. júlí 1941 þegar Bandaríkjamenn taka við hervörslu Íslands af Bretum og fram til loka sjötta áratugarins. Þá tóku þýðingar á verkum Faulkners að birtast á íslensku og höfundarnafn hans fékk veigamikinn sess í íslenska bókmenntakerfinu. Á þessu síðara tímabili réðust Bandaríkjamenn í umfangsmikla uppbyggingu á menningarstarfi á Íslandi sem fól m.a. í sér rekstur bókasafna í Reykjavík og á Akureyri með bandarískum bókum, dagblöðum og tímaritum. Annar þáttur í þessu menningarstarfi bandarískra yfirvalda voru gagnkvæmar heimsóknir íslenskra og bandarískra lista- og menntamanna milli Íslands og Bandaríkjanna. Þessi starfsemi og heimsókn Faulkners til Íslands árið 1955 skýra heiti seinni hlutans sem er „Bein snerting“.
Ritgerðin er framlag til þeirra fjölþættu alþjóðlegu rannsókna sem gerðar hafa verið á Faulkner og verkum hans víða um heim. Hún er sömuleiðis fyrsta viðamikla tilraunin til að varpa ljósi á virkni höfundarnafns Faulkners og viðtökur verka hans hér á landi. Íslenskir og erlendir fræðimenn hafa þó fjallað um Íslandsheimsókn hans í samhengi við kalda menningarstríðið en þær rannsóknir einskorðast við þröngan tímaramma og stjórnmálaáhrif og varpa ekki ljósi á það hvernig verk hans og ímynd bárust upphaflega til Íslands og hvernig viðtökurnar þróuðust.
Ritgerðinni vindur að mestu leyti fram í réttri tímaröð. Um leið er hver og einn kafli helgaðar einhverju tilteknu viðfangsefni sem Faulkner-fræðingar hafa rannsakað út frá ævi hans, höfundarverki, ímynd, viðtöku- eða útgáfusögu, svo dæmi séu nefnd. Þessi fræðilegi rammi skapar umgjörð um afmarkaða þætti eða áfanga í viðtökusögu Faulkners á Íslandi og gefa kaflaheitin hugmynd um þau viðfangsefni sem rannsökuð eru hverju sinni. Í fyrri hlutanum er m.a. fjallað um „Kvikmyndina“, „Bókasöfn“, „Nærveru höfundarins“, „Þýðingu án frumtexta“ og „Nútíma“. Í þeim síðari er fjallað um „Heimsstyrjöldina síðari“, „Þýðinguna“, „Ímyndir höfundarins“, „Kalda menningarstríðið“ og „Bakjarla“.
Í báðum hlutum ritgerðarinnar er að finna ítarlegar greiningar á textum sem marka sérstök tímamót í landnámi Faulkners og verka hans á Íslandi. Í fyrra hlutanum er athygli beint að ritgerð Guðmundar G. Hagalín „Um nútíðarbókmentir Bandaríkjamanna“ (1934) og skáldsagnaþríleik Guðmundar Daníelssonar, Af jörðu ertu kominn (1941–1944), og kannað í hverju áhrif sem sá síðarnefndi gekkst við frá Faulkner eru fólgin. Er þríleikurinn settur í samhengi við nýlegar rannsóknir fræðimanna á því hvers vegna verk Faulkners hafa höfðað sérstaklega til höfunda á svæðum sem staðið hafa höllum fæti í efnahagslegu og menningarlegu tilliti, ýmist innan heimalanda sinna eða gagnvart erlendu valdi.
Greining á skrifum Hagalíns og Guðmundar Daníelssonar varpar ljósi á virkni bókmennta á erlendum málum í íslenska bókmenntakerfinu á fjórða áratugnum og í upphafi þess fimmta. Þessari virkni hefur lítill gaumur verið gefin í rannsóknum á íslenskri bókmenntasögu fram til þessa. Vegna formlegs sambands Íslands við Danmörku, allt fram til ársins 1944, hefði mátt ætla að megnið af því erlenda lesefni sem hingað barst hefði komið þaðan en bókaskrár þeirra bókasafna sem skoðaðar voru í tengslum við þessa rannsókn sýna að Íslendingar fylgdust líka grannt með því nýjasta sem kom út í Noregi og Svíþjóð. Norskar þýðingar á verkum Williams Faulkners voru til dæmis mikilvæg forsenda fyrir nærveru hans á Íslandi. Íslenska bókmenntakerfið hafði mikil samskipti við þau skandinavísku á fjórða áratugnum og hingað til lands barst mikið af bókum og tímaritum sem gefin voru út á hinum Norðurlöndunum. Á íslenskum bókasöfnum var fjölbreytt úrval samtímabókmennta á Norðurlandamálum, m.a. bandarískar bókmenntir.
Í síðari hluta ritgerðarinnar er fjallað um skrif Kristjáns Karlssonar en hann var einn af þeim Íslendingum sem stundaði nám í Bandaríkjunum. Hann lauk BA-prófi í enskum bókmenntum frá Berkeley-háskóla í Kaliforníu árið 1945 og MA-prófi í samanburðarbókmenntum frá Columbia-háskóla í New York árið 1947. Meðan hann dvaldi í borginni tóku nýrýnendur og New York-menntamennirnir að umbyltu bandarísku bókmenntalífi. Þessir tveir hópar boðuðu m.a. endurmat á bandarískri bókmenntasögu sem fól í sér uppgjör við þjóðfélagslegan skáldskap innlendra höfunda frá þriðja og fjórða áratugnum. Í staðinn var lögð áhersla á nærlestur texta og greiningu formlegra þátta, oftast án hliðsjónar af ævi höfunda, sögu eða kenningum um þjóðfélagsmál. Þær hugmyndir sem nýrýnendur og New York-menntamennirnir lögðu áherslu á flutti Kristján Karlsson til Íslands og kynnti í ritgerðinni „Amerískar nýbókmenntir“ (1948). Þýðingu Kristjáns á smásögu Faulkners „Sú aftansól“ (1948) verður líka að skoða í þessu samhengi en hún er rannsökuð sérstaklega. Kallast sú greining á við umfjöllunina um þríleik Guðmundar Daníelssonar. Áhersla er lögð á að kortleggja ólíka valdastöðu persónanna í smásögunni, m.a. með tilliti til aldurs, kynþáttar, stéttar, kynferðis og búsetu. Um aðrar íslenskar þýðingar á smásögum Faulkners er ekki fjallað eins ítarlega en þær eru notaðar til að varpa ljósi á mismunandi virkni höfundarnafns Faulkners í íslenska bókmenntakerfinu á sjötta áratugnum.
Á tímabilinu 1948–1955 birtust sex íslenskar þýðingar á smásögum eftir Faulkner til viðbótar í tímaritum. Hliðartextar sem þeim fylgdu sýna að íslensku rithöfundarnir Thor Vilhjálmsson og Guðmundur G. Hagalín vildu báðir eigna sér heiðurinn af því að hafa kynnt Faulkner fyrir Íslendingum. Það segir sitt um höfundargildi hans. Um leið virðast textar Faulkners tengjast nafni hans mjög missterkum böndum. Stafar það að hluta til af hinni margbrotnu ímynd sem hafði skapast af Faulkner sem var í senn höfundur kvikmyndahandrita, glæpasagna, reyfara og módernískra verka.
Samhliða umfjöllun um þýðingar á smásögum Faulkners er íslensk bókmenntaumræða og menningastarf á hægri væng stjórnmálanna sett í beint samhengi við opinbert og óopinbert menningarstarf Bandaríkjamanna á Íslandi og víðar í Evrópu. Fram til þessa hefur takmarkaður gaumur verið gefinn að þátttöku íslenskra menntamanna í því alþjóðlegu starfi sem CIA og bandarísk stjórnvöld skipulögðu bak við tjöldin. Heimsókn Faulkners hingað til lands árið 1955 bar nánast upp á sama tíma og íslenskir menntamenn á hægri væng stjórnmálanna mynduðu opinberlega breiðfylkingu í menningarmálum og stofnuðu Almenna bókafélagið, AB. Starfsemi forlagsins tók mið af alþjóðlegu starfi andkommúnísku samtakanna CCF sem boðuðu módernisma sem andsvar við sósíalrealisma Sovétríkjanna. Faulkner var nokkurs konar flaggskip AB á fyrstu starfsárum félagsins og árið 1956 gaf það út bók með sex smásögum Faulkners í þýðingu Kristjáns Karlssonar sem fylgt var úr hlaði með formálsorðum. Fjallað er um Almenna bókafélagið og tímarit á borð við Félagsbréf AB og Stefni í tengslum við orðræðu sem kennd er við kaldastríðsmódernisma. Umfjöllunin um menningarstarf Bandaríkjamanna hér á landi byggir að miklu leyti á áður ókönnuðum frumheimildum í National Archives í Maryland og International Association for Cultural Freedom Records 1941–1978 í University of Chicago Library.
This thesis investigates William Faulkner‘s name as an author – how it emerged and how it evolved within the Icelandic cultural arena, from the time of its first mention in an Icelandic newspaper on 8 May 1933 and until Kristján Karlsson’s seventh and final translation of a short story by Faulkner appeared in print in 1960. The broader aim of the thesis is to study the interplay of the Icelandic literary system and foreign literary systems at a turbulent time in Icelandic history, when the country’s position in relation to the outer world underwent dramatic changes. Within the time period of this study, Iceland became a Republic after severing its remaining constitutional ties with Denmark. Its status as an isolated non-armed country was transformed by the British occupation and US military presence during the Second World War; and it formally abandoned its neutrality policy in favour of Western alignment in the post-war period, reflecting its strategic location and subsequent military importance during the Cold War.
The thesis is divided into two main parts, which both deal with contacts between the Icelandic literary system and the outside world. Part One investigates the ways in which the Scandinavian countries were the Icelanders’ most important cultural window to the outside world in the period from 1933 to 1945. In this period, Faulkner’s novels reached Iceland in Scandinavian translations, along with writings about the author by Scandinavian intellectuals. Part One is therefore entitled “The Scandinavian Countries as an Intermediary”. Part Two focuses on the period from 7 July 1941 when the Americans took over the occupation of Iceland from the British, to the end of the 1950s. In this period, Icelandic translations of Faulkner’s works started to appear in print and the author’s name assumed an important status in the Icelandic literary system. The US government began to contribute extensively to cultural activities in Iceland, for example by operating libraries in Reykjavik and in Akureyri, which carried American books, newspapers and magazines. Another element of these government-sponsored cultural activities were mutual visits of Icelandic and American artists and scholars between the two countries. These activities and Faulkner’s visit to Iceland in 1955 explain the title of Part Two, “Direct Contact”.
The thesis is a contribution to the extensive body of criticism devoted to Faulkner and his works worldwide. It is also the first extensive attempt to highlight the function of Faulkner’s name and the reception of his works in Iceland. While Icelandic and foreign scholars have written about his visit to Iceland in the context of the Cultural Cold War, those studies have been limited to a narrow timeframe and scope of political influence, and do not shed light on the way his works and image initially reached Iceland and how their reception evolved.
The thesis is for the most part structured chronologically. Each individual chapter is, however, dedicated to a specific theme which Faulkner scholars have studied, based on e.g. his life, works, image, reception or publishing history. This conceptual framework highlights certain elements or turning points in Faulkner’s reception history in Iceland, which are reflected in each chapter title. Part One deals with “The Movie”, “Libraries”, “The Author’s Presence”, “Translation without an Original” and “Modernity” and Part Two deals with “The Second World War”, “The Translation”, “Images of the Author”, “The Cultural Cold War” and “Patronage”.
Both parts of the thesis contain close analyses of texts representing particular turning points in the advancement of Faulkner and his works in Iceland. The first chapter focuses on Guðmundur G. Hagalín‘s essay “Um nútíðarbókmentir Bandaríkjamanna” (“On American Modern Literature”, 1934) and Guðmundur Daníelsson’s trilogy Af jörðu ertu kominn (From Dust Thou Art, 1941–1944), and investigates the extent of Faulkner‘s influence on the latter, acknowledged by Daníelsson himself. The trilogy is discussed in the context of recent scholarly studies of why Faulkner’s works have particularly appealed to authors from regions that were struggling economically and culturally, either within their home countries or in the face of a foreign power.
An analysis of the writings of Hagalín and Daníelsson illustrates the function and relevance of foreign language literature in the Icelandic literary system in the 1930s and the early 1940s. This function has been largely overlooked in research on Icelandic literary history. Due to the formal relationship between Iceland and Denmark until 1944, one might expect that the majority of foreign reading material reaching Iceland came from there. However, the book catalogues of the libraries which were inspected as a part of this study show that Icelanders were also quite up to date on any new publications in Norway and Sweden. Norwegian translations of the works of William Faulkner were, for instance an important reason for his presence in Iceland. The Icelandic literary system was in close contact with the Scandinavian literary systems in the 1930s and many books and magazines that reached Iceland had been published in Scandinavia. Icelandic libraries held an extensive selection of contemporary literature in the Scandinavian languages, including American literature.
Part Two of the thesis focuses on the writings of Kristján Karlsson, who was among the Icelanders receiving their university education in the United States. He graduated with a BA degree in English Literature from the University of California, Berkeley in 1945 and with an MA degree in Comparative Literature from Columbia University in New York in 1947. During his stay in New York, New Criticism and the New York Intellectuals began to revolutionise American literary life. Among other things, the two groups heralded a revision US literary history which involved a break with the emphasis on the social fiction of authors from the 1920s and 1930s. Instead, the emphasis was on a close reading of texts and analysis of formal elements, usually without considering the author’s lives, or historical and social backgrounds. Karlsson brought the ideas championed by the New Critics and New York Intellectuals to Iceland and introduced them in his essay “Amerískar nýbókmenntir” (“New American Literature”, 1948). His translation of Faulkner’s short story “That Evening Sun“ (“Sú aftansól“, 1948) must also be considered in this context, and is analysed accordingly. This analysis ties in with the chapter on Daníelsson‘s trilogy, which maps the different power positions of the characters in the short story based on their age, race, class, gender and place of residence. Other Icelandic translations of Faulkner’s short stories are not analysed as thoroughly but are used to demonstrate the many different functions of Faulkner’s author’s name and status in the Icelandic literary system in the 1950s.
In the period of 1948–1955, six additional Icelandic translations of short stories by Faulkner were published in magazines. Their paratexts show that the Icelandic authors Thor Vilhjálmsson and Guðmundur G. Hagalín both wanted to take credit for having introduced Faulkner in Iceland, which says something about his importance as an author. However, the connection of Faulkner’s name to his texts is not always strong. This is due in part to the complexity of Faulkner’s image as an author of movie scripts, crime stories, pulp fiction and modernist works.
Alongside a discussion of translations of Faulkner’s short stories, this thesis observes Icelandic literary discourse and cultural activities as part of Icelandic right-wing politics and within the context of the official and unofficial US cultural activities of the Americans in Iceland and elsewhere in Europe. In the past, scant attention has been paid to the participation of Icelandic intellectuals in the international work that was often clandestinely organised by the CIA, in particular, and the US government, in general. Faulkner’s visit to Iceland in 1955 almost coincided with a broad-based alliance of Icelandic right-wing intellectuals to establish the publishing company Almenna bókmenntafélagið, AB. The operation of AB was modelled on the international activities of the anti-communist organisation Congress of Cultural Freedom, which promoted modernism as a response to the social realism of the Soviet Union. Faulkner was AB’s flagship of sorts during its first years of operation, and in 1956, the company published a book of six short stories by Faulkner, translated by Kristján Karlsson, with an introduction by the translator. AB and magazines like Félagsbréf AB and Stefnir are examined in the context of the discourse of Cold War Modernism. The study of the US cultural activities in Iceland is mostly based on previously unexplored original sources from the National Archives in Maryland and the International Association for Cultural Freedom Records 1941–1978 in the University of Chicago Library.