Opin vísindi

Veikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns: Samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélaga

Veikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns: Samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélaga


Title: Veikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns: Samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélaga
Author: Rafnsdóttir, Gudbjörg LINDA   orcid.org/0000-0003-2662-5773
Sigursteinsdóttir, Hjördís   orcid.org/0000-0002-9974-2826
Date: 2016-11-16
Language: Icelandic
Scope: 1-17
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
Háskólinn á Akureyri
University of Akureyri
School: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Viðskipta- og raunvísindasvið (HA)
School of Business and Science (UA)
Department: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild (HÍ)
Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics (UI)
Viðskiptadeild (HA)
Faculty of Business Administration (UA)
Series: Netla;
ISSN: 1670-0244
Subject: Fjarvistir; Starfsfólk; Grunnskólar; Leikskólar; Bankahrunið 2008; Sick leave; Teachers; Financial crisis
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/1716

Show full item record

Citation:

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir. (2016). Veikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns: Samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélaga. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt af http://netla.hi.is/greinar/2013/ryn/08_ryn_arsrit_2016.pdf

Abstract:

Tilgangur greinarinnar er að varpa ljósi á veikindi, veikindafjarvistir og læknisheimsóknir starfsfólks grunnskóla/tónlistarskóla og leikskóla, í samanburði við annað starfsfólk sveit-arfélaga í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þetta er mikilvægt þar sem minna hefur verið fjallað um líðan opinbers starfsfólks í kjölfar bankahrunsins, en starfsfólks starfsstétta sem urðu fyrir beinum hópuppsögnum. Að auki hefur meira verið fjallað um líðan þeirra sem missa vinnuna í kjölfar samdráttar en þeirra sem halda vinnunni. Spurt er: „Breytt-ist fjöldi veikindadaga og læknisheimsókna vegna vinnutengdra þátta meðal starfsfólks skólanna og annars starfsfólks sveitarfélaga á Íslandi í kjölfar bankahrunsins 2008?“ Eru tengsl á milli uppsagna á vinnustöðum starfsfólksins, aldurs, kyns, hjúskaparstöðu eða tegundar vinnustaðar annars vegar og líðanar, veikindafjarvista og læknisheimsókna hins vegar? Einnig er skoðað hvort líðan, veikindafjarvistir og læknisheimsóknir séu algengari meðal starfsfólks skólanna en annars starfsfólks sveitarfélaganna. Greinin byggir á lang-tíma panelgögnum 20 sveitarfélaga og 2971 starfsmanns frá árunum 2010, 2011 og 2013. Svarhlutfallið var 64,5%–84,4%. Niðurstöður eru settar fram sem hlutföll og fjöldatölur. Til að skoða marktækni voru notuð Cohran ́s Q próf fyrir endurteknar mælingar og Kí-kvaðrat-próf. Til að spá fyrir um líkur á veikindum og veikindafjarvistum með hliðsjón af því hvenær gögnum var safnað, uppsögnum, kyni, aldri, hjúskaparstöðu og vinnustöðum var notað GEE líkan (Generalized estimating equation). Niðurstöðurnar sýna að læknisheimsóknir, veikindafjarvistir og það að mæta veikur til vinnu jókst tveimur, þremur og fimm árum eftir bankahrunið haustið 2008. Aukningin var mest á vinnustöðum þar sem uppsagnir starfsfólks höfðu átt sér stað. Konur og yngra fólk virtist veikara en karlar og eldri aldurs-hópar. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar felur einkum í sér aukna þekkingu á líðan starfs-fólks skólanna í kjölfar efnahagskreppa. Aukið álag og óöryggi vegna annarra þátta, svo sem endurskipulagningar starfsmannamála, aðhaldsaðgerða og uppsagna getur reyndar alið af sér sambærilegt ástand, óháð kreppum. Mikilvægt er að skólastjórnendur, þeir sem sinna starfsmannaheilsuvernd og rannsakendur hafi þetta hugfast.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)