Title: | Hjartað, kjarni mennsku og menntunar? |
Author: | |
Date: | 2018-12-31 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 15 s. |
University/Institute: | Háskóli Íslands (HÍ) University of Iceland (UI) |
School: | Menntavísindasvið (HÍ) School of Education (UI) |
Series: | Netla - veftímarit um uppeldi og menntun;Sérrit 2018 - Menntakvika 2018 |
ISSN: | 1670-0244 |
DOI: | 10.24270/serritnetla.2019.25 |
Subject: | Heimspeki; Hjartað; Ímyndunarafl; Menntun; Siðfræði |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/1711 |
Citation:Jón Ásgeir Kalmansson. (2018). Hjartað, kjarni mennsku og menntunar? Netla – veftímarit um uppeldi og menntun. Sérrit 2018 – Menntakvika 2018 Menntavísindasvið Háskóla Íslands
|
|
Abstract:Í greininni er sjónum beint að heimspekilegri orðræðu um hjartað og grafist fyrir
um merkingu og mikilvægi þessa hugtaks í siðfræðilegu samhengi. Fyrst er rætt um
hjartað í ljósi hefðarinnar og upprunalegs skilnings á heimspeki sem viskuást. Þá eru
tengsl hjartans við eigingildi skoðuð, það er hjartað er sett í samhengi við skilning
á gildi hlutanna í sjálfu sér. Því næst er athyglinni beint að sambandi hjartans og
mannlegs særanleika og berskjöldunar. Gerð er grein fyrir þeirri hugmynd að hjartað,
í mynd líkamlegs, félagslegs og andlegs særanleika, sé kjarni mennskunnar og hins
mannlega eiginleika að vera opinn fyrir veröldinni. Hjartað er þá jafnframt skilið sem
aðsetur þess hæfileika mannssálarinnar að geta orðið fyrir sterkum áhrifum eða djúpt
snortin af því sem hún kemst í snertingu við. Að því loknu verður varpað nokkru
ljósi á hjartað sem skynjun eða innsæi, og sú þýðing hugtaksins tengd sérstaklega
við hugtök á borð við ímyndunarafl og ást. Þá er vikið að tengslum hugtaksins við
frumspekilegan skilning fólks á eðli veruleikans og þeirri hugmynd varpað fram að
hjartað feli í sér þann skilning að veruleikinn sé leyndardómur. Loks verður spurt
hvaða þýðingu það hefur fyrir hugmyndir okkar um siðferðilegan skilning og
siðferðilega menntun ef hjartað er tekið alvarlega.
|