Opin vísindi

Námsframvinda nemenda í meistaranámi við Háskólann á Akureyri

Námsframvinda nemenda í meistaranámi við Háskólann á Akureyri


Title: Námsframvinda nemenda í meistaranámi við Háskólann á Akureyri
Author: Ólafsdóttir, Anna
Gunnþórsdóttir, Hermína   orcid.org/0000-0001-5998-2983
Date: 2019
Language: Icelandic
Scope: 23-41
University/Institute: Háskólinn á Akureyri
University of Akureyri
School: Hug- og félagsvísindasvið (HA)
School of Humanities and Social Sciences (UA)
Department: Kennaradeild (HA)
Faculty of Education (UA)
Series: Tímarit um uppeldi og menntun;28(1)
ISSN: 2298-8394
2298-8408 (eISSN)
DOI: 10.24270/tuuom.2019.28.2
Subject: Háskólanám; Háskólanemar; University education; University student
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/1665

Show full item record

Citation:

Anna Ólafsdóttir og Hermína Gunnþórsdóttir. (2019). Námsframvinda nemenda í meistaranámi við Háskólann á Akureyri. Tímarit um uppeldi og menntun, 28(1), 23-41. doi:10.24270/tuuom.2019.28.2

Abstract:

Greinin fjallar um niðurstöður tilviksrannsóknar þar sem leitast var við að greina hvaða þættir styðja og hverjir hamla námsframvindu nemenda í meistaranámi við Háskólann á Akureyri. Tekin voru viðtöl við þrettán útskrifaða meistaranemendur af öllum fræðasviðum sem lokið höfðu námi á tímabilinu 2010 til 2016. Meginniðurstöðurnar eru þær að reglubundnar staðlotur í náminu opnuðu nemendum tækifæri til náms sem ekki hefðu gefist annars. Búsetutengdir þættir hömluðu aðeins að litlu leyti framvindu námsins þó að margir nemendur ættu um langan veg að fara í staðlotur. Konur gátu þess fremur en karlar að þær hefðu þurft að gera sérstakar ráðstafanir vegna fjarveru frá fjölskyldu meðan loturnar stóðu yfir. Nemendur töldu verkefnavinnu og hópavinnu styðja betur námsframvindu sína en fyrirlestra og próf. Einnig kom fram í máli nokkurra viðmælenda að kvenkyns kennarar legðu meiri áherslu á skipuleg vinnubrögð í kennslu og áætlunum en karlkennarar. Í máli allra viðmælenda mátti greina að tengslanetið sem þeir byggðu upp á námstímanum hefði haft jákvæð áhrif á námsframvinduna. Rannsóknin varpar ljósi á mikilvæga þætti tengda umgjörð, skipulagi og stoðþjónustu í háskólanámi sem gagnast geta við þróun einstakra námsleiða, sem og almennt í gæðastarfi háskólastofnana.

Rights:

This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)