Diel activity, the partitioning of time between periods of activity and
rest, gives insights into how organisms compete for resources in time.
Some species show plasticity in the rate and timing of their activity,
which enables to study associations with ecological factors. Streamdwelling
fishes like salmonids are a textbook example of animals with
variable activity patterns. During this Ph.D., I studied the diel activity
of individually tagged juvenile Arctic charr in several field
experiments and studies, focusing on critical factors for salmonids
ecology. I found that Arctic charr increased activity (i) with rising
temperature, (ii) when shelters are limited, (iii) in fast current, (iv)
under relatively stable waterflow and (v) at high population density.
The distribution of activity in time was also affected by ecological
conditions in all studies. Flexible activity patterns coincided with
modifications of other behaviors (aggregation, foraging mode, habitat
selection). Arctic charr sometimes appear to maintain growth under
suboptimal conditions by modifying their activity (e.g. limited
shelters), whereas in other situations they increase activity under
conditions that yield higher growth (high current velocity). In all but
one experiment, more active fish grew faster. This relationship
depended on the environment. It was stronger in faster currents, and
under stable waterflow. These results have important implications for
biological fields such as behavioral ecology, by estimating behavioral
flexibility, salmonids ecology via food intake and growth under
different ecological scenarii, and conservation biology by using
behavior to assess the effect of future changes in the physical habitat of
stream fishes.
Dægursveiflur í virkni lýsa því hvernig dýr deila sólarhringnum á milli
virkni og hvíldar, og hvernig þau keppa um auðlindir í tíma. Sumar
tegundir sýna sveigjanleika í því hversu virk þau eru og hvenær, og eru
hentug til rannsókna á áhrifum vistfræðilegra þátta á virkni. Fiskar í
ám, þá sérstaklega laxfiskar, eru skólabókardæmi um dýr sem sýna
breytileika í virkni. Í doktorsnáminu rannsakaði ég dægursveiflur í
virkni einstaklingsmerktra bleikjuseiða í tilraunum og rannsóknum við
náttúrulegar aðstæður, þar sem athuguð voru áhrif þátta sem hafa
mikilvæg áhrif á vistfræði laxfiska. Bleikjur voru virkari (i) við hærra
hitastig, (ii) þar sem felustaðir voru takmarkaðir, (iii) við meiri
straumhraða, (iv) þar sem vatnsrennsli var stöðugt, og (v) við hærri
þéttleika. Í öllum rannsóknunum höfðu vistfræðilegir þættir líka áhrif á
það hvernig virkni dreifðist í tíma. Sveigjanleiki í virkni tengdist líka
breytileika í öðru atferli (t.d. árásarhneigð, fæðuháttum og
búsvæðavali). Rannsóknirnar sýndu líka að stundum viðheldur bleikja
vexti við óhagstæðar aðstæður (fáir felustaðir, hár þéttleiki) með því að
breyta virkni sinni en stundum eru þær virkastar við aðstæður
hagstæðar fyrir vöxt (meiri straumhraði). Í öllum tilraununum, nema
einni, uxu virkari einstaklingar hraðar en þeir sem voru minna virkir.
Þetta samband var þó háð aðstæðum, og var t.d. greinilegra við meiri
straumhraða og jafnara vatnsrennsli. Niðurstöður þessa verkefnis eru
mikilvægar fyrir t.d. (i) atferlisvistfræði (sveigjanleiki í atferli), (ii)
vistfræði laxfiska, vegna áhrifa virkni á fæðunám og vöxt við ólíkar
aðstæður, og (iii) verndun, vegna þess innsæis sem atferli veitir
varðandi áhrif væntanlegra breytinga á búsvæðum fiska.