Opin vísindi

„Þú veist þú vilt það“: Skýringar á kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum

„Þú veist þú vilt það“: Skýringar á kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum


Titill: „Þú veist þú vilt það“: Skýringar á kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum
Aðrir titlar: „You know you want it“: Social media explanations of sexual violence
Höfundur: Sigurvinsdottir, Rannveig   orcid.org/0000-0001-5953-0696
Útgáfa: 2018-12-20
Tungumál: Íslenska
Umfang: 151-171
Háskóli/Stofnun: Háskólinn í Reykjavík
Reykjavik University
Svið: Viðskiptadeild (HR)
School of Business (RU)
Birtist í: Ritið;18(3)
ISSN: 1670-0139
2298-8513 (eISSN)
DOI: 10.33112/ritid.18.3.7
Efnisorð: Kynferðislegt ofbeldi; Samfélagsmiðlar; Þolendur; Sexual violence; Social media; Explanations
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/1127

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Skýringar á kynferðisofbeldi eru mikilvægt rannsóknarefni því þær varpa ljósi á samfélagslegt samhengi ofbeldisins. Fyrri rannsóknir sýna að algengt er að gerendur skorist undan ábyrgð á ofbeldinu, og vísi frekar í þolandann eða sjálfar aðstæðurnar sem áhrifaþætti. Í þessari rannsókn voru 397 íslenskar færslur þolenda af samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter greindar með tilliti til þess hvernig ofbeldi var skýrt. Skýringarnar voru þrennskonar. Í fyrsta lagi þær sem sneru að samfélaginu en þær fólu til dæmis í sér skírskotun til almennra neikvæðra viðhorfa til kvenna, líffræðilegrar eðlishyggju (þ.e. að karlar ráði ekki við kynhvöt sína), réttinda karla til kynlífs og til hlutgervingar. Í öðru lagi voru það þolendaskýringar sem fjölluðu um áfengisneyslu þeirra og að viðnám þeirra væri nauðsynlegt svo skilgreina mætti atvikið sem ofbeldi. Að lokum voru það gerendaskýringar sem mörkuðust af skrímslavæðingu, þ.e. ýmist var talið að gerendur væru vondir eða þeir féllu ekki að slíkri staðalímynd. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þegar kemur að kynferðisofbeldi eru sterkar samfélagslegar staðalímyndir lífseigar og því er mikilvægt að vinna gegn þeim í framtíðinni.
 
Explanations of sexual violence are an important topic because they reveal the socie-tal context of violence. Perpetrators of violence commonly reject blame, explaining their actions with survivor behavior or the situation. In this study, 397 Icelandic social media posts from Facebook and Twitter were analyzed for explanations of violence. Societal explanations included general negative attitudes towards women, biological essentialism (that men cannot control their sex drive), the entitlement of men to sex and objectification. Survivor explanations included that the survivor had been drinking alcohol at the time of the violence, and that the survivor was expected to fight back to justify the event being classified as violence. The monster stereotype of perpetrators was salient in the accounts, either as fact, or to specifically challenge that idea. The results reveal powerful societal stereotypes when it comes to sexual violence, which need to be counteracted in the future.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: