Opin vísindi

Ritual Animal Killing and Burial Customs in Viking Age Iceland

Ritual Animal Killing and Burial Customs in Viking Age Iceland


Title: Ritual Animal Killing and Burial Customs in Viking Age Iceland
Alternative Title: Dýrafórnir og grafsiðir víkingaaldar á Íslandi
Author: Leifsson, Rúnar
Advisor: Orri Vésteinsson
Date: 2018-05
Language: English
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Department: Sagnfræði- og heimspekideild (HÍ)
Faculty of History and Philosophy (UI)
ISBN: 9789935938534
Subject: Kuml; Viking Age; Burials; Burial Customs; Ritual; Animals; Archaeology; Zooarchaeology; Horses; Víkingaöld; Grafir; Útfararsiðir; Dýr; Fornleifafræði; Hestar; Beinafræði; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/1004

Show full item record

Abstract:

 
In this thesis the ritual killing and burial of animals on grave-fields in Viking Age Iceland is critically re-evaluated, on a site-by-site basis, in order to characterize these customs and place them in a social and historical context. The foundation for this work is the zooarchaeological analysis of all available animal bone from burials excavated before 2012 in Iceland. Horses were very commonly buried on grave-fields in Viking Age Iceland, both with men and women. Dogs, more variable than the modern Icelandic breed, were sometimes interred with humans as well, but apart from single pig bones recorded in a handful of burials, no other animal species have been confirmed in a secure burial context. A comparative study of the ratio of horses in burials in Viking Age Norway, based on prevalence of harnesses, bridles and saddles in late Iron Age burials, revealed that horse burial was at its height of popularity in Norway during the short period of time the custom was practiced in Iceland and equally common. The zooarchaeological analysis of the Icelandic animal remains contextualised with other archaeological data illustrates many aspects of the rituals. They were part of a structured burial tradition reserved for certain groups of people, including both men and women, and as such must have carried a message of identity and status. The killing methods and the arrangement of the carcasses followed set protocols. Most horses were in their prime when killed, but curiously a third of them was young at the time of death and not fully grown. It was customary to bury horses harnessed and bridled, even those too young to have been ridden, and there was a preference for killing males. This indicates that the horses were essentially symbolic representatives of their species and not necessarily killed because of their individuality or because they were favourite animals. Horses were always buried whole, sometimes more than one in a grave and occasionally without human remains. The killing and deposition of dogs was less common and less structured. Dogs always shared burial with a human but sometimes only parts of them were interred. Osteological signs that the dogs were cared for in life suggest that some of them may have been the respective human’s companion. Horse graves, as a prominent component of the kuml burial tradition, represent a specific rite that was not practiced in equal measure around Iceland. It is proposed that a portion of the second and third generations of settlers along with new immigrants of higher social status appropriated and re-interpreted ancient burial traditions, which were at the time popular in Norway, to claim status and structure identity based on traditional values. Horse burials were popular from the mid- to late 10th century, in a time when Icelandic society was taking shape following the end of the settlement phase. This was a period of shifting power relations and the burial rituals were promoted by specific groups, revealing socio-political fault lines and competing identities. The ritual killing‘s theatrical elements, bloody and dramatic, likely helped to increase the popularity of the tradition and may have had cathartic connotations. The custom nonetheless only held out for a few decades until it was replaced by the more unifying Christian burial rite.
 
Þessi doktorsritgerð fjallar um dráp og greftrun dýra á kumlateigum víkingaaldar á Íslandi. Gögn frá hverjum einasta kumlateig eru endurskoðuð á gagnrýnin hátt með það fyrir augum að draga fram einkenni þessara siða og setja þá í félagslegt og sögulegt samhengi. Verkið grundvallast á greiningu allra tiltækra dýrabeina úr íslenskum víkingaaldarkumlum sem fundist hafa allt til ársins 2012. Mjög algengt var að grafa hross á kumlateigum á Íslandi, bæði með körlum og konum. Hundar þessa tíma voru ólíkari innbyrðis en íslenska kynið í dag og voru stundum einnig grafnir með fólki. Fyrir utan stök svínabein sem fundist hafa í örfáum kumlum hafa leifar annarra dýra ekki fundist í gröfum svo vissa sé fyrir. Samanburðarrannsókn á hlutfalli hrossa í víkingaaldargröfum í Noregi, byggð á algengi reiðtygja, leiðir í ljós að hrossgreftranir voru í hámarki vinsælda í Noregi á sama tíma og á Íslandi og jafnalgengur þar sem hér. Með því að setja dýrabeinafræðilegar greiningar á leifum kumldýranna í samhengi við önnur fornleifafræðileg gögn er dregin upp mynd af ýmsum hliðum drápssiðanna. Þeir voru hluti vel mótaðs grafrsiðar sem var einkenni ákveðins þjóðfélagshóps, skipuðum bæði körlum og konum, og hefur sem slíkur verið táknrænn fyrir ímynd og þjóðfélagsstöðu. Drápsaðferðir fylgdu vissum reglum sem og hvernig skrokkum var komið fyrir í gröfunum. Flest hrossin voru á besta aldri þegqar þau voru felld, en forvitnilegt er að þriðjungur þeirra var ungur og ekki fullvaxin. Það var venja að grafa hrossin með hnakki og beisli, jafnvel þau sem voru of ung til reiðar, og oftar voru kumlhestarnir karlkyns. Þetta bendir til að hrossin hafi verið álitin táknrænir fulltrúar sinnar tegundar og ekki endilega verið valin til dráps vegna eigin verðleika eða vegna þess að þau hafi verið uppáhald hins látna. Hross voru ávallt grafin í heilu lagi, stundum fleiri en eitt í gröf og einstaka sinnum án sýnilegra tengsla við mannsgröf. Sjaldgæfara var að drepa og grafa hunda og var sá siður ekki jafn fastmótaður og hrossdrápin. Hundarnir deildu alltaf gröf með manneskju en stundum var einungis hluti skrokks þeirra grafinn. Ummerki á beinum sumra hundanna benda til að þeir hafi notið atlætis í lifanda lífi sem styrkir þá túlkun að þeir hafi verið grafnir með eiganda sínum. Hrossgrafir eru áberandi hluti íslenskra kumla en dreifast ójafnt um landið. Lagt er til að hluti annarrar og þriðju kynslóðar landnámsfólks ásamt nýjum innflytjendum í efra lagi samfélagsins hafi tekið upp og endurtúlkað forna grafsiði, sem jafnframt nutu vinsælda í Noregi á sama tíma, til að styrkja ímynd sína og félagslega stöðu með tilvísun í hefðbundin gildi. Hrossgrafir nutu mestra vinsælda hérlendis um og eftir miðja 10. öld þegar íslenskt samfélag var að setjast í fastar skorður eftir umbrot landnámsaldar. Á þessu tímabili sköpuðust valdatengsl og –hlutföll og það að þessir grafsiðir öðluðust vinsældir hjá tilteknum hópi leiðir í ljós félagspólitískar og ímyndarlegar andstæður. Leikrænar hliðar dýradrápsins, með blóðugum sviðsetningum, hafa líklega aukið vinsældir grafsiðarins og jafnvel haft kaþarsískar tengingar. Siðurinn var þó einungis við lýði í nokkra áratugi eða þar til fólk sameinaðist um kristna helgisiði um land allt.
 

Rights:

© Rúnar Leifsson Reykjavík 2018 Dissertation for a doctoral degree at the University of Iceland. All rights reserved. No part of this publication may be reproduced in any form without written permission of the author.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)