Opin vísindi
Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Flokkar í Opnum vísindum
Veldu flokk til að skoða.
- University of Iceland
- University of Akureyri
- Bifröst University
- Hólar University College
- Reykjavík University
- IRIS
- Agricultural University of Iceland
- National and University Library of Iceland
- Iceland University of the Arts
Nýlega bætt við
Svipgerðir og faraldsfræði framheilabilunar á Íslandi
(2025-05) Purisevic, Fehima Líf; Eymundsdóttir, Hrafnhildur; Snædal, Jón G; Eyjólfsdóttir, Helga; Læknadeild
Inngangur Framheilabilun er flokkur taugahrörnunarsjúkdóma með þrjár klínískar svipgerðir sem hver um sig hefur mismunandi einkenni. Meingerð framheilabilunar einkennist af hrörnun í ennis- og gagnaugablöðum heila. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi og nýgengi framheilabilunar á Íslandi síðastliðna áratugi og að afla frekari upplýsinga um lýðfræði, klínísk einkenni og greiningaraðferðir ásamt því að bera saman svipgerðir sjúkdómsins með tilliti til klínískra einkenna. Gert er ráð fyrir að sjúklingar með þennan sjúkdóm fái greiningu og séu í eftirfylgd á minnismóttöku Landspítala. Efni og aðferðir Rannsóknarþýðið samanstóð af einstaklingum sem höfðu fengið greininguna framheilabilun frá upphafi rafrænnar sjúkraskrár á Landspítala til ársins 2022. Sjúkraskrárkerfi Landspítala voru notuð til gagnasöfnunar og lýsandi og greinandi tölfræðiaðferðir notaðar til gagnaúrvinnslu. Niðurstöður Hlutfall framheilabilunar í minnismóttökuþýði frá árunum 2008-2022 reyndist vera 1,7% en á öllu tímabilinu hlutu samtals 97 einstaklingar sjúkdómsgreiningu, 50 karlar og 47 konur. Algengi var 45,3/100.000 íbúa og meðal nýgengi 11,67/100.000/ár. Meðalaldur við upphaf klínískra einkenna var 67 ár. Hegðunarafbrigði (behavioural variant) framheilabilunar var algengasta svipgerðin og algengasta klíníska einkennið allra þriggja svipgerða var minnistruflun. Umræður Algengi framheilabilunar á íslandi er lægra en lýst hefur verið í nokkrum fyrri rannsóknum en samanburður á nýgengi er erfiður þar sem aldurshópar þýða eru breytilegir milli rannsókna. Tíðni í minnismóttökuþýði var lágt, sem endurspeglar sjaldgæfi framheilabilunar. Meðalaldur við greiningu var hærri á Íslandi en lýst er í erlendum rannsóknum og sömuleiðis var tíðni minnistruflunar sem upphafseinkennis hærri hérlendis en erlendis. Greiningaraðferðir hafa þróast á síðustu árum og greiningarferli er ítarlegra en áður. Background: Frontotemporal dementia (FTD) is a group of neurodegenerative disorders, with three distinctive phenotypes each presenting with different symptoms. The pathology of FTD is characterized by degeneration of the frontal and temporal lobes of the brain. The aim of this project was to investigate the prevalence and incidence of FTD in Iceland over the last few decades and gather information about demographics, clinical symptoms and diagnostic methods as well as to compare the three phenotypes with respect to clinical symptoms. Patients with FTD typically receive their diagnosis at Landspitali memory clinic in Reykjavik. Methods: The study population consisted of individuals who had been diagnosed with frontotemporal dementia from the beginning of electronic medical records at Landspítali until 2022. Medical records were used for data collection and descriptive and analytical statistical methods were used for data processing and analyses. Results: The frequency of FTD in Landspitali memory clinic population from the years 2008-2022 was found to be 1,7%. Over the entire period, a total of 97 individuals received the diagnosis, 50 men and 47 women. The prevalence was 45.3/100,000 inhabitants and the average incidence was 11.67/100,000/year. Mean age at onset of symptoms was 67 years. The behavioral variant of FTD was the most common phenotype, and the most common clinical feature of all three phenotypes was memory impairment. Discussion: The prevalence of frontotemporal dementia in Iceland is lower than has been reported in some previous studies, incidence comparison is difficult due to difference in age distribution in different studies. Prevalence in the memory clinic population was low, reflecting the rarity of FTD. The average age at diagnosis was higher in Iceland than described in foreign studies and the frequency of memory impairment as an initial symptom was higher compared to foreign studies. Diagnostic methods have developed in recent years and the diagnostic process is more precise than in the earlier years of the study period.
Skiptum við máli? : Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi
(2010-06-15) Jóhannesson, Guðni Thorlacius; Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði
Meginspurningin í þessari grein er í sjálfu sér einföld: Hafa íslensk stjórnvöld haft áhrif á alþjóðavettvangi? Út frá henni má svo spyrja fleiri spurninga: Ef sú var raunin, hvernig höfðu þau þá áhrif og hvers vegna? Og væri hægt að nota söguna, reynsluna frá liðinni tíð, til að styrkja stöðu Íslands meðal annarra þjóða, til dæmis í baráttunni fyrir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna? En að lokum þarf svo líka að spyrja, ef út í það er farið: Hverjir eru það sem segja helst að íslensk stjórnvöld hafi haft áhrif til góðs á alþjóðavettvangi? Kannski aðeins þau sjálf? Auðvitað er aðeins hægt að stikla á stóru í þessum efnum og hér verður bent á þrjá málaflokka þar sem því hefur verið haldið fram að rödd Íslands hafi hljómað svo eftir var tekið.
Tjaldað til einnar nætur : Uppruni bráðabirgðastjórnarskrárinnar
(2011-06-15) Jóhannesson, Guðni Thorlacius; Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði
Í greininni er tilurð lýðveldisstjórnarskrárinnar frá 1944 rakin. Mest áhersla er lögð á ár seinni heimsstyrjaldar og þær skorður sem alþingismenn settu sér við gerð nýrrar stjórnarskrár fyrir lýðveldið Ísland. Rakið verður að leiðtogar stjórnmálaflokka á Alþingi þóttust sjá að kæmu þeir sér ekki saman um að gera sem minnstar breytingar á stjórnarskránni að sinni blossaði upp ófriður innan þings sem utan. En það mætti ekki verða því mest á riði, bæði fyrir Íslendinga sjálfa og ekki síður valdhafa annarra ríkja sem skyldu viðurkenna hið nýja lýðveldi, að þjóðin virtist einhuga á lokaspretti sjálfstæðisbaráttunnar. Þess vegna voru flestir þingmenn og aðrir, sem komu að gerð hinnar nýju stjórnarskrár, sammála um að hún væri aðeins samin til bráðabirgða. Um leið og lýst hefði verið yfir sjálfstæði skyldi gagnger endurskoðun stjórnarskrárinnar hins vegar hefjast. Í greininni er því haldið fram að í seinni umræðum um stjórnarskrána hætti mönnum til að gleyma eða gera lítið úr þessu grundvallaratriði.
Stjórnarmyndanir á Íslandi, 1971-2007 : Frá framsóknaráratugum til drottinsvalds Sjálfstæðisflokksins (með drauminn um samfylkingu jafnaðarmanna í bakgrunni)1
(2007-06-15) Jóhannesson, Guðni Thorlacius; Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði
Eftir tólf ára tímabil viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem lauk árið 1971, tók við óróaskeið í íslenskum stjórnmálum. Næstu tvo áratugi voru átta ríkisstjórnir við völd í landinu og stjórnarmyndanir voru nær alltaf langar og strangar; tóku að jafnaði einn til tvo mánuði í það minnsta. Árið 1991 varð hins vegar breyting á. Stjórnarskipti urðu þá hröð, sömuleiðis árið 1995 og næstu tólf ár sátu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur saman í stjórn - jafnlengi og viðreisnarstjórnin á sínum tíma. Stjórnarmyndunarviðræður vorið 2007 gengu jafnsnurðulaust fyrir sig og því má jafnvel ætla að verklag við stjórnarskipti hafi breyst til frambúðar. "Stjórnarkreppa", "stjórnarmyndunarviðræður" og "stjórnarmyndunarumboð" eru hugtök sem áður voru á hvers manns vörum eftir kosningar en eru nú nær horfin úr hugum landsmanna. Í þessari grein verður stiklað frá einni stjórnarmyndun til annarrar á tímabilinu. Skýringa verður leitað á því hvers vegna svo illa gekk að koma ríkisstjórnum saman áður fyrr og hvers vegna sá vandi virtist mun viðráðanlegri þegar fram liðu stundir. Einnig verður nefnt hvernig farið hefur fyrir áformum eða óskum um stjórnir "félagshyggjuflokkanna" í sambandi við stjórnarmyndanir og hvernig hlutverk forseta Íslands hefur snarminnkað við þær. Mestu rúmi er varið í umfjöllun um nýliðnar kosningar og stjórnarmyndun að þeim loknum.
Leikstjóri, leikari eða áhorfandi? : Forsetinn og stjórnarmyndanir
(2006-06-15) Jóhannesson, Guðni Thorlacius; Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði
Stjórnarkreppa, stjórnarmyndunarviðræður, stjórnarmyndunarumboð; allt eru þetta orð og hugtök sem hafa ekki verið ofarlega á baugi á Íslandi síðustu 15 ár eða svo. Vel gekk að mynda ríkisstjórnir eftir alþingiskosningar árin 1991 og 1995 og stjórnin sem var mynduð í seinna skiptið sat áfram við völd eftir kosningarnar árin 1999 og 2003. Í ljósi sögunnar er þetta þó óvenjulegt ástand og þótt það sé nógu erfitt fyrir sagnfræðinga að slá einhverju föstu um fortíðina verður því spáð hér að við næstu þingkosningar geti gengið treglega að mynda ríkisstjórn. Og þá mun koma til kasta forseta Íslands, eins og raun hefur verið í fyrri stjórnarkreppum í landinu. Í þessu yfirliti verður gerð stutt grein fyrir þeim ólíku venjum sem hafa skapast og þeim óljósu reglum sem hafa gilt um stöðu forseta við stjórnarmyndanir á Íslandi. Einnig verður minnst á þær hugmyndir sem hafa öðru hvoru vaknað um að gera þá stöðu skýrari í stjórnarskránni.