Opin vísindi

 

Flokkar í Opnum vísindum

Veldu flokk til að skoða.

Niðurstöður 1 - 9 af 9

Nýlega bætt við

Verk
Innritun nýnemahópa og námsframvinda í framhaldsskóla út frá efnislegri, félagslegri og menningarlegri stöðu nemenda á tímum samkeppnisprófa.
(University of Iceland, School of Education, 2025-09) Jónsson, Þorlákur Axel; Amalía Björnsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir; Menntavísindasvið (HÍ); School of Education (UI)
Það varðar miklu fyrir bæði einstaklinga og þjóðfélag að nemendum vegni vel í námi og því ekki að undra að bæði stjórnvöld og almenningur hafi sýnt framhaldsskólum áhuga. Framhaldsskólastigið hefur verið í deiglu breytinga af hálfu yfirvalda menntamála en á sama tíma sætt gagnrýni fræðimanna sem hafa dregið upp mynd af takmörkuðum framgangi í námi og skólakerfi sem endurnýi félagslega lagskiptingu þjóðfélagsins. Á fyrsta áratug 21. aldar var tímabili fjölgunar framhaldsskóla við það að ljúka. Athygli yfirvalda beindist að aukinni skilvirkni framhaldsskólakerfisins með styttri námstíma og minna brotthvarfi nemenda. Átök í þjóðfélaginu um þessar breytingar ásamt áralangri reynslu af kennslu í framhaldsskóla vakti spurningar höfundar um hvaða félagslegu gangvirki væru að verki í framhaldsskólakerfinu og urðu þær hvati þessarar rannsóknar. Rannsökuð var innritun nýnema í framhaldsskóla og námsframvinda þeirra út frá efnislegri, félagslegri og menningarlegri stöðu þeirra á tíma samkeppnisprófa, sem voru hin samræmdu próf við lok grunnskóla; próf sem réðu því hver gæti innritast í hvaða framhaldsskóla. Rannsóknin tekur til árgangs nemenda sem hóf framhaldsskólanám árið 2006 og honum fylgt eftir fram til 2012. Rannsóknarspurningar voru um að hvaða marki einkenni þeirra hópa nýnema sem innrituðust í einstaka skóla væru til marks um félagslega aðgreiningu og hver tengsl þjóðfélagsstöðu og námsgengis í framhaldsskóla hafi verið. Til þess að svara þeim var ljósi varpað á tengsl þjóðfélagsstöðu og námsárangurs meðal nýnemahópa framhaldsskóla, hvernig nemendur notuðu möguleika sína til þess að velja skóla, hver námsstaða hópsins var í lok rannsóknartímabilsins 2012 og hvernig þessi atriði tengdust þjóðfélagsstöðu nemenda og einstaka framhaldsskólum. Í ritgerðinni var leitað skýringa á þeim félagslegu ferlum sem réðu gangi mála við innritun og námsframvindu. Leitað var svara við því hvort skýringar á því í hvaða skóla nemendur innrituðust beri að leita í félagslegum bakgrunni þeirra eða í eigin framlagi í námi, hvort og hver áhrif af rýmri reglum við innritun á höfuðborgarsvæðinu hafi verið á þá félagslegu ferla sem að verki voru við innritunina. Rannsóknarefni af þessu tagi hafa fengið vaxandi athygli bæði alþjóðlega og á Íslandi. Til grundvallar rannsókninni voru notaðar tvenns konar fræðahefðir innan félagsfræði menntunar. Annars vegar kenning Bourdieu um mikilvægi skólakerfisins í endurnýjun félagslegra yfirráðatengsla í krafti samsvörunar menningarauðs nemenda og skóla. Hins vegar kenning Coleman um hlut athafna nemenda út frá þjóðfélagsstöðu í félagslegum ferlum sem móti bæði athafnirnar og þær félagslegu aðstæður sem þarfnast skýringa.Byggt var á gögnum frá opinberri stjórnsýslu og úr fjölþjóðlegu yfirgripsmiklu rannsóknarverkefni (PISA). Gögnin voru annars vegar skrár Hagstofu Íslands yfir skólavist nemenda og hvaða prófum þeir luku á tímabilinu og hins vegar svör nemenda við spurningum sem lagðar voru fyrir þá í PISA könnuninni vorið 2006. Gögnin taka til þess árgangs nemenda sem fæddur var árið 1990. Þau eru með þversniði varðandi námsárangur og þjóðfélagsstöðu en langsniði varðandi námsframvindu á framhaldsskólastigi. Mikilvægustu breytur rannsóknarinnar voru efnisleg, félagsleg og menningarleg staða nemenda eða þjóðfélagsstaða, viðhorf nemenda til grunnskólans sem þau gengu í og einkunnir þeirra á samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku. Breytunni fyrir þjóðfélagsstöðu var oftast skipt upp í þá kvarða yfir menntun foreldra, stöðu þeirra á vinnumarkaði og efnislegar eigur heimila sem mynduðu hann. Við tölfræðilega úrvinnslu var sett fram lýsandi tölfræði og gerðar voru línulegar- og tvíkosta fjölbreytu aðhvarfsgreiningar fyrir nemendahópinn í heild og fyrir einstaka framhaldsskóla. Einnig voru gerðar línulegar- og tvíkosta fjölstiga fjölbreytu aðhvarfsgreiningar þar sem athugað var hvaða munur kom fram á milli nemendahópa framhaldsskóla leiðrétt fyrir einkennum einstakra nemenda. Þeim aðferðum hefur lítið verið beitt í íslenskum menntarannsóknum fram til þessa en ritgerðin er framlag í að kynnast möguleikum slíkrar tölfræðigreiningar og að koma orðfæri hennar á íslenskt mál. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að félagsleg aðgreining var áberandi við innritun í einstaka skóla og munaði miklu á þjóðfélagsstöðu nýnemahópa þeirra skóla sem innrituðu nemendur með hæstu stöðuna og þeirra sem innrituðu nemendur með lægstu stöðuna. Munur á meðaleinkunnum nýnemahópa í íslensku og stærðfræði á samræmdum prófum við lok grunnskólans var einnig mikill. Hægt er að túlka innritunina sem félagslegt aðgreiningarferli, en með þeim fyrirvara að takmörkuð tengsl einstakra þátta hins félagslega uppruna við mun milli framhaldsskóla draga úr skýringargildi þeirrar hugmyndar. Einnig er hægt að túlka niðurstöður tölfræðilegra greininga sem svo að nám nemenda hafi verið lykilatriði fyrir vegferð þeirra um framhaldsskólakerfið frekar en félagslegur bakgrunnur. Fyrri námsárangur reyndist hafa meira að segja bæði um innritun og námsgengi í framhaldsskóla en allar aðrar breytur sem athugaðar voru. Þetta gilti bæði fyrir hóp nemenda í heild og fyrir framhaldsskóla sem heild. Einkunnir í stærðfræði í grunnskóla skýrðu breytileikann í námslokum með sterkum og markverðum hætti. Samkvæmt því skipti takmörkuðu máli fyrir námsframvindu á framhaldsskólastigi í hvaða tiltekna framhaldsskóla nemendur innrituðust. Þættir tengdir menntun og menningu heimila, þættir á borð við lengd skólagöngu foreldra, hámenningarlegar eigur og bókaeign heimila, tengdust námsárangri, innritun og námslokum á framhaldsskólastigi meira heldur en þættir tengdir atvinnustöðu, efnislegum gæðum eða tekjum heimila. Athygli vekur að stúlkur af lágum stigum virðast hafa notað góðan námsárangur í grunnskóla til þess að innritast í tiltekna framhaldsskóla þar sem þjóðfélagsstaða var almennt hærri en þeirra sjálfra. Einnig virðast hærri einkunnir á samræmdum prófum hafa verið nemendum á landsbyggðinni hvatning til þess að halda áfram námi. Ritgerðin bætir við þekkingu á því hvernig innritun var háttað þegar samkeppnispróf réðu möguleikum nemenda á innritun í skóla í norrænu skólakerfi verðleika. Framhaldsskólakerfið hefur tekið breytingum frá því þessi ritgerð drepur niður fæti. Samræmd samkeppnispróf eru ekki lengur lögð fyrir nemendur í lok grunnskóla og námstími til stúdentsprófs hefur verið styttur. Stjórnvöld menntamála hafa lýst nauðsyn þess að frekari skipulagsbreytingar verði gerðar á skólastigi framhaldsskólans á borð við sameiningar framhaldsskóla. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að svo mikill munur skuli koma fram á þjóðfélagsstöðu nýnemahópa framhaldsskóla. Hvort sem það er einkenni skilvirkni kerfisins, stéttaskiptingar, eða bæði, hlýtur það einkenni framhaldsskólakerfisins að fá athygli stjórnvalda. Áhugavert væri að rannsaka hvaða áhrif afnám samræmdra prófa hefur haft á félagslega aðgreiningu innan framhaldsskólakerfisins. Ritgerðin er því framlag til stefnumótunar í framhaldsskólakerfinu með því að draga fram eiginleika þess og virkni áður en það fékk þá umgjörð sem nú er. Þrátt fyrir hina félagslegu aðgreiningu er ályktað að skólakerfi framhaldsskóla hafi haft sterk einkenni þess að vera sanngjarn samvinnuvettvangur þar sem verðleikar hafi ráðið för frekar en uppruni. Þörf er á frekari rannsóknum til þess að greina skipulag skólastarfs og skólakerfis framhaldsskóla. Tryggja þarf að nemendur njóti jafnræðis þannig að hæfileikar þeirra og atorka ráði vegferð þeirra í skólakerfinu
Verk
Ölvis rímur sterka og Bragða-Ölvis saga. Handrit, miðlun og þróun
(Háskóli Íslands, Hugvísindasvið, Íslensku- og menningardeild, 2025-09-04) Freysdóttir Njarðvík, Teresa Dröfn; Aðalheiður Guðmundsdóttir; Íslensku- og menningardeild (HÍ); Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI); Hugvísindasvið (HÍ); School of Humanities (UI)
Rannsókn þessi fjallar um Ölvis rímur sterka og Bragða-Ölvis sögu og miðast við að endurmeta aldur rímnanna sem og prósagerðarinnar, auk þess sem leitast er við að varpa ljósi á þróun íslenskra bókmennta með sérstakri áherslu á Ölvis rímur sterka og Bragða-Ölvis sögu. Í upphafi er fjallað um þróun rímnahefðarinnar fram til siðbreytingar, og í framhaldinu eru rímurnar og sagan athugaðar og settar í samhengi við bókmenntaþróun síðmiðalda. Textaútgáfur á rímunum og sögunni, eftir öllum varðveittum textavitnum, fylgja verkinu í viðauka, þar sem efnið er að mestu óútgefið. Rannsóknin miðast því ekki einungis við það að auka við þekkingu á bókmenntaflóru Íslands á fyrri öldum, sagnaþróun og samblöndun hefða, heldur tryggir hún einnig aðgengi að þessum áður óútgefnu textum og kemur þeim þar með inn í fræðilega jafnt sem almenna umræðu. Í ritgerðinni er leitast við að útskýra íslenska bókmenntahefð og sagnaþróun og skilja hvernig frásagnir „flökkuðu“ á milli bókmenntategunda og voru aðlagaðar í breytilegu formi í takt við samfélagið. Leitast er við að aldursgreina rímurnar og prósagerðina, greina samband þeirra innbyrðis (breytingar á efnistökum, lesbrigði og tilfærslu milli miðlunarforma) en einnig samband þeirra út á við (þ.e. tengsl við annað efni og hvernig efnið um Ölvi passar inn í bókmenntahefð og þróun á Íslandi). Spurt verður hvaða efni hafi legið að baki rímunum og hvernig efnið um Ölvi tengist fornaldarsögum, riddarasögum og konungasögum, en formgerð, eða flétta, í rímunum virðist benda til þess að flóknari, lengri og ítarlegri frásögn hafi verið uppspretta rímnaflokksins um Ölvi. Þar sem rímur voru, næstum undantekningarlaust, ortar eftir áður skrifuðum og þekktum sögum er ekki fjarri lagi að spyrja hvort efnið um Ölvi sé komið frá glataðri prósafrásögn. Í framhaldinu er svo spurt hversu gamlar Ölvis rímur sterka eru og hvenær sagan sem lá að baki hafi verið þekkt, hvaða sagnahefð efnið tilheyri og hvaða þróun sé greinileg af breytingum þess. Að lokum er spurt eftir hvaða leiðum efnið varðveittist og hvernig það breyttist við tilfærslu á miðlunarformum og milli handrita, hvaða lögmál eru bundin við frásagnarformið og hvar mörk skrifarans til að hafa áhrif á textann liggja. Reynt verður að svara þeim spurningum hvenær og hvernig prósagerðin varð til og hvað breytist við tilfærslu efnis milli miðla, svo sem frá prósa yfir í rímur og aftur úr rímum yfir í prósa. Leitast verður við að skýra tengsl Ölvis rímna sterka við aðra rímnaflokka og rímnahefðina í heild sinni ásamt tengslum Bragða-Ölvis sögu við bókmenntir miðalda og aðrar afleiddar rímnasögur. Áhersla er lögð á að tengja söguna bókmenntaþróun á Íslandi og þróun rímnahefðarinnar á elstu skeiðum. Í þessu samhengi verður spurt hvað breytingar á efninu og textanum geti sagt okkur um ritunartímann, samfélagið sem varðveitti söguna og hugmyndafræði þess.
Verk
Towards Unsettling the Auto-institution of Colonial Logics: Methodological Self-reflexivity and the Sociogenic Reconfiguration of Social Structures and Cognitive Regularities
(University of Iceland, School of Humanities, Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies, 2025-05-27) Nassar, Claude; Björn Þorsteinsson; Íslensku- og menningardeild (UI); Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI); Hugvísindasvið (HÍ); School of Humanities (UI)
This dissertation is concerned with a migratory mode of experiencing a modernised and globalised social environment, tracing a trajectory whose origin lies in the territories of the polity of Lebanon. It develops an understanding of the modern order that accounts for the systemic (re)emergence of social domination with in it. Such an understanding is grounded in a decolonial philosophical framework informed by theories on epistemology and cognition, developed through a methodology in which auto-ethnography, systems studies, artistic practice, and casual conversations, intersect. This dissertation studies collectively formed narratives and auto-instituting social systems; it is a formulation of experiences and experiments with and within social systems in relation to different levels of organisation, through a perspective informed by experiences of displacement due to crises—wars and economic crises. Specifically, it explores the situated relational expression of the processes through which the modern order is reproduced on different levels (scales) of organisation, to then think through the socio-political importance and urgency of the redefinition of organisational logics, systematically enacted patterns, and narratives within collectives held together by intersectional alignments, rather than by managerial structures. Accordingly, this dissertation investigates the colonial institution of a globalised modern mode of social organisation in order to argue that modern social structures limit the human experience to possibilities that reproduce the modern order and its colonial logic. By drawing from the work of Sylvia Wynter and Frantz Fanon, it investigates the auto-institution of a modern/colonial logic within modes of being, knowing, and material provisioning, to then explore how the automatic reproduction of modern relational structures can be unsettled to make way for situated, communal, and emergent structures.
Verk
Online communication and adolescent health. Exploring adolescent mental and physical health and online communication in the early 21st century: Longitudinal and cross-sectional perspectives
(University of Iceland, School of Education, Faculty of Health Promotion, Sport and Leisure Studies, 2025-09) Birgisson, Ottar; Erlingur Jóhannsson, G. Sunna Gestsdóttir; Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda (HÍ); Faculty of Health Promotion, Sport & Leisure Studies (UI); Menntavísindasvið (HÍ); School of Education (UI)
In this thesis, I investigate the evolving relationship between online communication and adolescent mental and physical health, focusing on changes over time. The main aim was to assess how online communication relates to mental health outcomes (depression, anxiety, self-esteem, and body image) and physical health, measured as cardiorespiratory fitness (CRF). Additionally, how these relationships have changed in the early 21st century, during a period of significant transformations in online communication, was explored. Three datasets collected from Icelandic adolescents were used. 1) A cohort born in 1988 assessed in 2003 at age 15 (n = 385), 2) a cohort born in 1999 assessed in 2015 at age 15 (n = 302), and 3) the cohort born in 1999 followed up in 2017 at age 17 (n = 236). Measurements included self-reported online communication frequency, validated questionnaires assessing mental health, and objective CRF measurements using a maximal cycle ergometer test. Socioeconomic status (SES) was estimated based on parental education and living arrangements. Statistical analyses included descriptive statistics, multiple regression, analysis of variance, structural equation modeling, and mixed-effects models. Results showed that depressive symptoms increased among adolescent females between 2003 and 2015 while remaining stable for males. Anxiety levels and self- esteem did not change significantly for either sex. Body image improved slightly for males but was stable for females. By 2015, a significant relationship was found between online communication and an increase in depressive and anxiety symptoms in females but not in males. CRF declined from 2003 to 2015, and a negative association between CRF and mental health outcomes was observed. Lastly, online communication had a negative association with mental health and CRF at the age of 15, and that this relationship persisted until the age of 17, regardless of sex and SES. The findings highlight the complex dynamics of online communication and its impact on adolescent mental and physical health. Increased online communication appears to be linked to poorer mental health outcomes particularly for females, possibly mediated by social comparison. Declining CRF underscores the importance of promoting physical fitness alongside mental health interventions. To address these challenges, interventions should integrate both digital literacy and physical activity strategies. This study contributes to a deeper understanding of adolescent well-being in the digital age and provides a foundation for targeted interventions.
Verk
Tourist safety on adventure trips: Guide competencies and risk management strategies in the Arctic
(University of Iceland, School of Engineering and Natural Sciences, Faculty of Life and Environmental Sciences, 2025-09) Hild, Barbara Olga; Gunnar Þór Jóhannesson; Líf- og umhverfisvísindadeild (HÍ); Faculty of Life and Environmental Sciences (UI); Verkfræði- og náttúruvísindasvið (HÍ); School of Engineering and Natural Science (UI)