Opin vísindi
Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Flokkar í Opnum vísindum
Veldu flokk til að skoða.
- University of Iceland
- University of Akureyri
- Bifröst University
- Hólar University College
- Reykjavík University
- IRIS
- Agricultural University of Iceland
- National and University Library of Iceland
- Iceland University of the Arts
Nýlega bætt við
Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk
(2017-12-06) Kristófersson, Gísli Kort; Arnarsson, Ársæll Már; Heimisson, Guðmundur Torfi; Sigurðardóttir, Dagbjörg; Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda
Inngangur: Athyglisbrestur og ofvirkni (ADHD) er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram fyrir 7 ára aldur. Örvandi lyf eru mikið notuð til meðhöndlunar á þessum kvilla hér á landi, en fela í sér hættu á ávanabindingu, misnotkun og lyfjaflakki, það er að þau séu notuð af öðrum einstaklingi en þeim sem læknir skrifaði lyfseðil fyrir. Þessari rannsókn var ætlað að svara því hversu algengt slíkt lyfjaflakk væri meðal unglinga á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Hér er byggt á gögnum sem safnað var í íslenskum hluta ESPAD-rannsóknarinnar (European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs) um vímuefnaneyslu 10. bekkinga. Niðurstöður: Af 2306 nemendum sem tóku þátt í könnunni sögðust 91% (2098) aldrei hafa fengið slík lyf uppáskrifuð en 9% (208) sögðu svo vera. Strákar voru rúmlega helmingi líklegri til að hafa fengið örvandi lyf uppáskrifuð en stúlkur. Tæplega 18% unglinganna í könnuninni kvaðst hafa dreift lyfjunum sínum til annarra með einhverjum hætti. Þeir unglingar eru einnig margfalt líklegri til að sýna af sér annars konar áhættuhegðun. Umræða: Lyfjaflakk örvandi lyfja á meðal 10. bekkinga á Íslandi er algengt miðað við erlendar rannsóknir þar sem hlutfallið er nær 5-10%. Á sama tíma sýna niðurstöðurnar fram á mikilvægi þess að vandað sé til verka hvað varðar aðbúnað og umgjörð slíkar notkunar því til mikils er að vinna, bæði fyrir barnið sjálft og þá sem komast á ólöglegan hátt yfir lyfin og neyta þeirra.
Health related quality of life in patients having total knee replacement and associations with symptoms, recovery, and patient education : A six month follow up study
(2021-07-01) Sveinsdóttir, Herdís; Kristiansen, Kolbrún; Skúladóttir, Hafdís; Faculty of Nursing and Midwifery
Aim To describe the symptoms, recovery, patient education, and health related quality of life (HRQOL) of patients having total knee replacements at three time points and to detect experiences and situations that predict HRQOL six weeks and six months post-surgery. Method A prospective exploratory two-site study assessing 123 patients, while in hospital (T1), at six weeks (T2), and at six months (T3) post-discharge. HRQOL was measured using the SF-36v2 and symptoms were measured with the Hospital and Anxiety Scale. Two questions considered pain and two considered movement and tiredness while two questions addressed recovery and patient education. Linear regression models were used to calculate predictors of mental and physical HRQOL at T2 and T3. Results HRQOL improved from T1 to T3. The main predictors of higher physical scores at T2 were; being older, fewer symptoms of depression and little distress related to movement. At T3 the main predictors were; having resumed work, finding patient education very useful, experiencing no pain in the last 24 h and fewer symptoms of depression. The main predictors of higher mental scores at T2 were fewer symptoms of anxiety and depression and little distress related to movement while at T3 these were fewer symptoms of anxiety and depression and experiencing no pain last 24 h. Conclusion Apart from pain, function and resumption of activities, the symptoms of anxiety and depression influence HRQOL. These symptoms should be assessed during the hospital stay.
Particularities of media systems in the West Nordic countries
(2021-03-26) Ravn-Højgaard, Signe; Jóhannsdóttir, Valgerður; Karlsson, Ragnar; Olavson, Rógvi; Skorini, Heini; Faculty of Political Science; Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics
This study compares the media systems of the West Nordic countries, namely the Faroe Islands, Greenland, and Iceland. All three countries are democratic welfare states with considerable institutional transfer from the larger Nordic countries. It is argued that the West Nordic media systems fit into the "Nordic model"when it comes to the perception of media as cultural institutions as well as the central role of public service media. On the other hand, the micro-size of the media systems in the West Nordic countries makes them vulnerable, and makes editorial independence more difficult compared with their larger Nordic neighbours. In particular, media outlets within these micro-size media systems seem more susceptible to clientelism, and journalists seem more inclined towards self-censorship. This article highlights how interplay between small size and distinct local factors shape the media system in each of the West Nordic countries.
„...mér má finnast öðruvísi...“ Hugleikur – samræður til náms í leikskóla
(2020-02-11) Elídóttir, Jórunn; Zophoníasdóttir, Sólveig; Deild menntunar og margbreytileika
Í þessari grein er fjallað um starfsþróunarverkefnið Hugleik – samræður til náms í leikskóla. Um er að ræða verkefni sem unnið var í samstarfi leikskólans Lundarsels á Akureyri, Miðstöðvar skólaþróunar og kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Megintilgangur verkefnisins var að starfsfólk leikskólans lærði um samræður og efldi leikni sína til að nota samræðuaðferðir með börnum í daglegu skólastarfi með það að markmiði að efla með börnum hæfni til að draga ályktanir, taka afstöðu og efla rökhugsun. Margvíslegar rannsóknir hafa farið fram á samræðum sem sýna að þær hvetja börn til að ígrunda og skerpa vitund þeirra um eigin hugsunaraðferðir. Samræðuaðferðir fela t.d. í sér að spyrja spurninga sem hvetja til ígrundunar í þeim tilgangi að efla með börnum gagnrýna hugsun og hæfni til að ræða saman. Verkefnið fellur vel að hæfniáherslum Aðalnámskrár leikskóla (2011) eins og þær birtast í almennum hluta þar sem lögð er áhersla á að skólar efli með börnum og ungu fólki hæfni til að afla gagna og upplýsinga og beita gagnrýninni hugsun við mótun og miðlun hugmynda á skapandi hátt. Í Aðalnámskrá leikskóla (2011) er m.a. lögð áhersla á að í leikskóla sé skapaður vettvangur þar sem allir taki virkan þátt í samræðum um almenn málefni, hlusti hver á annan, skiptist á skoðunum og taki þátt í heimspekilegum samræðum. Starfsþróunarverkefnið náði yfir tveggja ára tímabil og voru alls haldnar 8 samræðusmiðjur, auk þess sem starfsfólk leikskólans skráði niður valdar samræðustundir og tók þátt í rýnihópaviðtölum. Sagt verður frá hugmyndafræðilegum grunni verkefnisins, umfangi, inntaki, aðferðum og verkfærum. Auk þess verður greint frá niðurstöðum skráninga og rýnihópaviðtala. Niðurstöður gefa starfsfólki leikskóla tilefni til að ígrunda og endurskoða starfshætti með það að markmiði að efla samræður með börnum í skólastarfinu.
Er búsetumunur á námsárangri þegar ólík þjóðfélagsstaða er tekin með í reikninginn?
(2020-01-06) Jónsson, Þorlákur Axel; Deild menntunar og margbreytileika
Um áratugaskeið hafa yfirvöld menntamála hér á landi kynnt niðurstöður samræmdra prófa og PISA-rannsóknar OECD þannig að búseta sé önnur lykilbreytan til skýringar á námsframmistöðu ásamt kyni. Framleiðsla stjórnsýslu menntamála á þekkingu á tengslum búsetu og námsárangurs var skoðuð, rætt er hvernig skilgreiningar móta sýn á búsetumuninn og niðurstöður rannsókna á tengslum búsetu og þjóðfélagsstöðu raktar. Gerð var athugun á því að hve miklu leyti þjóðfélagsstaða skýrir muninn milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis á frammistöðu á PISA í lesskilningi, læsi á stærðfræði og læsi á náttúruvísindi í fimm umferðum PISA, frá 2003 til 2015. Algengast var að lítil eða engin tengsl væru milli búsetu og námsframmistöðu þegar þjóðfélagsstaða nemenda hefur verið tekin með í reikninginn samkvæmt fjölbreytuaðhvarfsgreiningum. Þó voru dæmi um að þjóðfélagsstaða skýri ekki búsetumuninn. Búsetusamanburður stjórnsýslu menntamála, sem gerður er í þágu markmiða um framfarir í menntun, gerir ekki ráð fyrir mismunandi þjóðfélagsstöðu nemenda og nærir þannig þjóðarímyndun um vanmáttugt skólastarf á landsbyggðunum.