Opin vísindi
Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Nýlega bætt við
Vistheimt á Íslandi
(Landgræðsla ríkisins, 2011) Aradóttir, Ása Lovísa; Magnússon, Guðjón; Halldórsson, Guðmundur; Svavarsdóttir, Kristín; Arnalds, Ólafur Gestur; Petursdottir, Thorunn; Náttúra og skógur
Í þessu riti er í fyrsta sinn birt yfirlit yfir endurheimt hnignaðra vistkerfa á Íslandi. Um er að ræða hluta af heildaryfirliti yfir stöðu vistheimtar á Norðurlöndum sem nú er verið að taka saman á vegum norræns netverks um endurheimt skemmdra vistkerfa á Norðurlöndum. Hnignun vistkerfa er alþjóðlegt vandamál. Á síðustu hálfri öld hefur mannkynið breytt vistkerfum jarðar hraðar og meir en á nokkru öðru tímabili í sögu mannkyns, m.a. vegna ofnýtingar lands, rasks vegna mannvirkjagerðar, námugraftrar, mengunar og þéttbýlismyndunar. Þessi þróun hefur leitt til verulegrar hnignunar á líffræðilegri fjölbreytni og mikilvægum þáttum vistkerfaþjónustu, sem haft hefur miklar afleiðingar fyrir umhverfi, hagkerfi og samfélög víða um heim. Til að bregðast við þessum vanda er brýnt að efla endurheimt vistkerfa á hnattræna vísu. Vistheimt stuðlar að endurreisn líffræðilegrar fjölbreytni og margvíslegrar vistkerfaþjónustu og er jafnframt mikilvægur þáttur í mótvægisaðgerðum gegn hraðfara loftslagsbreytingum. Vistheimt er því einn af samnefnurum Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (CBD), Loftslagssamningsins (UN-FCCC), og Samningsins um varnir gegn eyðimerkurmyndun (UN-CCD). Í samþykkt aðildarþings samningsins um líffræðilega fjölbreytni í Nagoya í Japan haustið 2010 var sett það markmið að endurheimta 15% af skemmdum vistkerfum í heiminum fyrir árið 2020. Hnignun vistkerfa hefur haft hvað alvarlegastar afleiðingar í þróunarlöndunum þar sem eyðimerkurmyndun og hnignun gróðurlenda ógnar lífsafkomu hundruða milljóna manna. Í þróuðum löndum, eins og Norðurlöndunum, er einnig mikið álag á umhverfið, sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði fólks, líffræðilegan fjölbreytileika, lykilvistkerfi, vatnsauðlindir, o.fl. Vandamálin eru þó mismunandi eftir löndum og svæðum innan landa. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun; aðeins lítið brot er eftir af náttúrlegum skógarvistkerfum, votlendi hefur verið ræst fram og vistkerfum raskað með ósjálfbærri landnýtingu. Á öllum Norðurlöndunum er lögð töluverð áhersla á endurheimt vistkerfa. Þrátt fyrir það hefur ekki verið til neinn sameiginlegur norrænn vettvangur þar sem fjallað er um vistheimt, né heildaryfirlit yfir vistheimt á Norðurlöndum. Samstarfsnetið VISTHEIMT – endurheimt skemmdra vistkerfa á Norðurlöndum var stofnað til að bæta úr þessu. Enskt heiti þess er Restoration of Damaged Ecosystems in the Nordic Countries eða ReNo. ReNo er samstarfsnet allra Norðurlandanna, nema Grænlands og Álandseyja. Árið 2009 var ReNo tilnefnt af umhverfisráðuneyti Íslands sem eitt af þemaverkefnum Norðurlandaráðs. Markmið þess er að tengja norræn endurheimtarverkefni og miðla reynslu milli landa og lykilaðila í vistheimt og efla þannig endurheimt skemmdra vistkerfa á Norðurlöndum. Netinu er stýrt af stýrihópi, sem í eiga sæti aðilar frá öllum þátttökulöndunum en dagleg stjórn er í höndum verkefnisstjóra. Innan landanna eru síðan hópar sem mynda innlend samstarfsnet. Alls eiga 14 norrænar stofnanir beina aðild að ReNo, auk fjölda aðila sem eru þátttakendur í samstarfsneti innan hvers lands. Þátttakendur koma víða að, til dæmis frá háskólum, opinberum stofnunum sem fást við verndun og endurheimt vistkerfa, stofnunum sem sjá um framkvæmdir á vegum hins opinbera, orkufyrirtækjum og frjálsum félagasamtökum. Markmið ReNo netverksins eru að: a. fá heildstætt yfirlit yfir umfang, stöðu, aðferðir og árangur endurheimtarverkefna á Norðurlöndum; b. auka þekkingu og færni í vistheimt; c. auka skilning á þýðingu og möguleikum vistheimtar fyrir náttúruvernd; d. þróa fjölþátta viðmið fyrir vistheimt þar sem m.a. sé tekið tillit til vistfræðilegra, félagsfræðilegra, hagfræðilegra og menningarlegra þátta, og e. skilgreina „þekkingareyður“ og skipuleggja rannsóknarverkefni til að fylla í þær. Vorið 2009 hófst vinna við að taka saman yfirlit yfir umfang, stöðu, aðferðir og árangur vistheimtarverkefna á Íslandi. Efnt var til funda með helstu aðilum er vinna við vistheimt og voru þeir sóttir af fulltrúum framkvæmdaaðila, stjórnsýslu, frjálsra félagasamtaka og vísindasamfélagsins. Á fundunum var kynntur rammi fyrir landsskýrslu um vistheimt á Íslandi og þess farið á leit við þátttakendur að þeir leggðu til efni í slíka skýrslu. Jafnframt var haft samband við aðila sem ekki höfðu séð sér fært að sækja þessa fundi og óskað eftir samstarfi við þá. Undirtektir voru mjög góðar og birtist afraksturinn í þessu riti. Fyrir hönd ritnefndar viljum við færa öllum þátttakendum bestu þakkir fyrir þeirra framlag og fyrir samstarfið. Í ritinu birtist yfirlit yfir vistheimtarstarf hjá allmörgum aðilum, auk lista yfir helstu vistheimtarverkefni þeirra. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um hvenær verkefnin hófust, stærð þeirra, markmið, aðferðir og samstarfsaðila. Jafnframt er völdum verkefnum lýst nánar. Sambærilegur listi var tekinn saman fyrir rannsóknir er tengjast vistheimt. Þar koma fram grunnupplýsingar um verkefnin auk þess sem vísað er í birt efni um viðkomandi rannsóknir. Einnig er völdum rannsóknarverkefnum lýst nánar. Ritnefnd valdi verkefni til birtingar með hliðsjón af viðmiðum alþjóðlega vistheimtarfélagsins (SER eða Society for Ecological Restoration International) í samráði við þá aðila sem sendu inn efni í ritið. Rit þetta skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um bakgrunn vistheimtar á Íslandi; umhverfisaðstæður sem hér ríkja og heildaryfirlit yfir rask á landinu. Einnig er fjallað um lög og aðra stefnumótun er varðar vistheimt og gefið stutt yfirlit yfir sögu vistheimtar hér á landi. Í öðrum hluta ritsins er yfirlit yfir helstu vistheimtarverkefni og vistheimtarrannsóknir eru umfjöllunarefni þriðja hlutans. Í fjórða og síðasta hluta ritsins er fjallað um menntun og fræðslu á sviði vistheimtar á Íslandi. Þrátt fyrir að við höfum reynt að gefa sem best yfirlit yfir vistheimtarstarf á Íslandi er ljóst að ýmis verkefni sem gætu flokkast undir vistheimt hafa ekki ratað í þetta rit. Sem dæmi má nefna verkefni á vegum sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka og einstaklinga. Markmið verkefna á vegum þessara aðila eru þó oft önnur en vistheimt og í mörgum þeirra er notað það mikið af innfluttum tegundum að þau falla ekki undir viðmið SER. Einnig vantar óefað í ritið einhver verkefni, sem okkur er ekki kunnugt um, en ættu hér heima. Við biðjumst velvirðingar á þessu og hvetjum jafnframt alla til að halda slíkum verkum á lofti, því það er mikilsvert framlag í þann reynslubanka um íslenska vistheimt sem hér er reynt að stofna til. Einhver kann að spyrja hvaða tilgangi þetta rit eigi að þjóna. Því er til að svara að vistheimt er brýnt málefni og á heimsvísu er vaxandi áhersla á að efla hana. Til að efla vistheimtarstarf á Íslandi er nauðsynlegt að fyrir liggi hvað hefur verið gert og til hvað árangurs það hefur leitt — það er forsenda þess að unnt sé að læra af fenginni reynslu og bæta aðferðir. Slíkt yfirlit er mikilvæg stoð fyrir stjórnsýsluna til að samræma og efla vistheimt og náttúruvernd. Við vonum einnig að þetta rit muni gagnast fræðasamfélaginu og það styrki stöðu íslenskra vistheimtarrannsókna. Jafnframt hefur gerð þessa rits leitt til þess að helstu aðilar er vinna að vistheimt á Íslandi hafa tekið saman yfirlit yfir eigið vistheimtarstarf en slíkt er vel til þess fallið auka áhuga og metnað á þessu sviði hér á landi.
ReNo Restoration of damaged ecosystems in the Nordic countries
(2012) Halldórsson, Guðmundur; Aradóttir, Ása Lovísa; Fosaa, Anna Maria; Hagen, Dagmar; Nilsson, Christer; Raulund-Rasmussen, Karsten; Skrindo, Astrid Brekke; Svavarsdóttir, Kristín; Tolvanen, Anne
The present book contains the result of the Nordic network ReNo – Restoration of Damaged Ecosystems in the Nordic Countries, which was launched in 2009 as a theme project of the Nordic Council of Ministers, appointed by the Icelandic Ministry for the Environment. All the Nordic countries and the associated territory of Faroe Islands participated in the network. Twelve Nordic institutions were directly involved in the ReNo network, representing the scientific community, public and private organisations and NGO’s working with ecological restoration. The primary tasks of the network were to assess and evaluate ecological restoration activities in the Nordic countries and consolidate information on ecological restoration in the region. The network held an international conference, Restoring the North, in 2011 on ecological restoration in northern regions. Over 30 publications were produced by the ReNo network or in conjunction with the network, including reports on the status of restoration in the Nordic countries, guidebooks on restoration, and selected contributions from the Restoring the North conference. Results from the network were also presented at workshops, seminars and short courses held by or in conjunction with the ReNo network, at the SER conference in Mexico 2011 and in various media. In addition, members of the ReNo network collaborated with the Ecological Restoration Task Force IUCN-WCPA on Best Practice Guidelines for Ecological Restoration in Protected Areas. The ReNo network has reviewed the extensive work on ecological restoration in the Nordic countries and recommends that this important activity should be more firmly anchored in Nordic environmental policy. The following subjects were identified as keys for enhancing ecological restoration in the Nordic countries: 10 ReNo - Secure a strong Nordic commitment to the Aichi targets of restoring 15% of damaged ecosystems by 2020 - Advocate a long-term ecological restoration policy, both on national and Nordic levels, and improve the legal framework for ecological restoration in the Nordic countries - Enhance Nordic cooperation on ecological restoration, within the Nordic region as well as in the EU and other international contexts - Make evaluation of ecological restoration projects mandatory, improve methods, and advocate the use of adaptive management practices for improving project implementation and management - Advocate development of guidelines for ecological restoration in the Nordic countries. Such guidelines are important for securing proper planning, implementation and follow-up of restoration projects - Invest in human resources, through education and other outreach activities related to ecological restoration, with a primary focus on actors in ecological restoration - Advocate public participation in ecological restoration and identify ways to increase public participation in restoration Ecological restoration has the potential to make a critical contribution for the benefit of the global environment, including fighting biodiversity loss; mitigating climate change; increasing resilience to environmental hazards; and improving general human living conditions. The ReNo network has consolidated knowledge on ecological restoration work in the Nordic region and facilitated exchange of this knowledge within and between the Nordic countries. It is the hope of the ReNo network group that this and other accomplishments of the network will benefit ecological restoration and environmental policy in the Nordic countries and strengthen Nordic influence on environmental policy in the EU and other international contexts
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í starfs- og námsumhverfi á meðal íslenskra kvenna: Áfallasaga kvenna
(University of Iceland, School of Health Sciences, Faculty of Medicine, 2026-01-22) Jónsdóttir, Svava Dögg; Arna Hauksdóttir; Læknadeild (HÍ); Faculty of Medicine (UI); Heilbrigðisvísindasvið (HÍ); School of Health Sciences (UI)
Bakgrunnur og markmið: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi i starfs- og námsumhverfi er alvarlegt lýðheilsuvandamál sem getur haft víðtæk áhrif á heilsu og starfsferil kvenna. Þrátt fyrir vaxandi þekkingu á algengi slíkra upplifana skortir enn þýðisrannsóknir sem kanna áhættuþætti og tengsl við andlega heilsu. Markmið þessarar ritgerðar var að kanna algengi kynferðislegs ofbeldis á vinnustað meðal íslenskra kvenna, tengsl við andleg og líkamleg einkenni, og tengsl við ávísanir á lyfseðilsskyld lyfja í kjölfarið. Til að svara rannsóknarspurningunum voru gerðar þrjár rannsóknir: Rannsókn I skoðaði algengi kynferðislegs ofbeldis á vinnustað eftir lýðfræðilegum þáttum og starfsgreinum. Rannsókn II skoðaði tengsl kynferðislegs ofbeldis á vinnustað við andlega og líkamlega heilsu. Rannsókn IIIs kannaði hvort konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á vinnustað væru líklegri til að tarshefja meðferð með þunglyndislyfjum, kvíðastillandi- og svefnlyfjum eða verkjalyfjum en konur sem ekki urðu fyrir slíkri reynslu.
Efniviður og aðferðir: Í rannsókn I og II var notast við gögn úr rannsókninni Áfallasaga kvenna sem framkvæmd var frá 1. mars 2018 til 1. júlí 2019. Þátttakendur voru íslenskar konur á aldrinum 18–69 ára sem svöruðu spurningalista á netinu sem innihélt, auk bakgrunnspurninga, spurningu um kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustað (núverandi, fyrri, eða bæði) og spurningar sem sneru að andlegri líðan (t.d. PHQ-9, GAD-7, PSQI, WMH-CIDI). Í rannsókn III voru þessi gögn einnig tengd við gögn úr Lyfjagagnagrunni (þunglyndislyf, kvíðastillandi/svefnlyf og verkjalyf). Tvíkosta-, Poisson- og Cox-aðhvarfsgreiningar voru notaðar til að meta tengsl kynferðislegs ofbeldis á vinnustað við ýmsa heilsufarsþætti, þar á meðal staðlaðar mælingar á andlegri og líkamlegri heilsu, og nýjar lyfjaávísanir á lyfseðilsskyld lyf. Líkön voru leiðrétt fyrir lýðfræðilegum þáttum á borð við aldur, hjúskaparstöðu, menntun og tekjur, auk vinnutíma og áföllum í æsku eftir því sem við á í hverri rannsókn.
Niðurstöður: Alls tóku 30.403 konur þátt og var hlutfall þeirra sem luku spurningalistanum um það bil 88%. Rannsókn I: Spurningunni um útsetningu fyrir kynferðislegu ofbeldi á vinnustað var bætt við 4. maí 2018 og 15.799 konur fengu spurninguna lagða fyrir og svöruðu henni. 5.291 (33,5%) höfðu upplifað slíkt einhvern tímann, og 1.178 (7,5%) höfðu upplifað það í núverandi starfi. Núverandi áreitni/ofbeldi var algengast meðal ungra kvenna (18–24 ára: PR 3,89; 95% CI 2,66–5,71), einhleypra kvenna (PR 1,27 [CI 1,12–1,43]) og kvenna í vaktavinnu (PR 2,32 [CI 2,02–2,67]). Starfsgreinar með hæsta algengi voru meðal opinberra aðila (15,67%), kvenna í ferðaþjónustu (15,01%) og innan dómskerfis og öryggisgeira (13,56%). Samkynhneigðar og tvíkynhneigðar konur voru líklegri til að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á vinnustað en gagnkynhneigðar konur (PR 1,35 [CI 1,24–1,46]). Rannsókn II: Kynferðislegt ofbeldi á vinnustað tengdist auknu algengi á þunglyndi (PR 1,50), kvíða (PR 1,49), félagsfælni (PR 1,62), sjálfsskaða (PR 1,86), sjálfsvígshugsunum (PR 1,68), sjálfsvígstilraunum (PR 1,99), ofdrykkju (PR 1,10), svefnvandamálum (PR 1,41), líkamlegum einkennum (PR 1,59) og veikindafjarvistum (PR 1,20). Rannsókn III: Meðal 15.812 kvenna í langtímaeftirfylgd yfir 4,5 ár, voru nýjar lyfjaávísanir skráðar hjá 16,9% óútsettra og 20,2% útsettra fyrir þunglyndislyfjum, 17,2% vs. 20,1% fyrir kvíðastillandi/svefnlyf og 45,4% vs. 48,1% fyrir verkjalyf. Konur sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á vinnustað höfðu aukna áhættu á að fá ávísun á þunglyndislyf (HR 1,17 [CI 1,06–1,29]), kvíðastillandi/svefnlyf (HR 1,18 [CI 1,08–1,30]) og verkjalyf (HR 1,10 [CI 1,02–1,18]), þó tengslin dvínuðu eftir leiðréttingu fyrir áföll í æsku.
Ályktanir: Kynferðislegt ofbeldi á vinnustað virðist algengt meðal kvenna í norrænu velferðarsamfélagi og tengist fjölbreyttum heilsufarsvandamálum og aukinni notkun lyfseðilsskyldra lyfja. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi stefnumótunar og aðgerða til að koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustöðum og bæta öryggi og geðheilsu kvenna. Frekari rannsóknir ættu að kanna hvernig áföll í æsku móta viðkvæmni kvenna gagnvart slíkum upplifunum og áhrifum þeirra á heilsu.
Munnleg lokapróf í háskólakennslu : Kostir áskoranir og upplifun nemenda
(2025-09-29) Kristjánsdóttir, Vera Kristín Vestmann; Viðskiptadeild
Munnleg lokapróf eru sjaldgæf í íslensku háskólakerfi þrátt fyrir aldalanga sögu. Sumar rannsóknir benda til þess að þau bjóði upp á dýpri innsýn í þekkingu og hæfni nemenda og geti þannig endurspeglað námsárangur með öðrum hætti en hefðbundin skrifleg próf. Í þessari grein er fjallað um munnleg próf sem matsaðferð í háskólakennslu, skoðaðir bæði kostir þeirra og áskoranir. Áhersla er lögð á upplifun nemenda, streitu og prófkvíða, auk þess sem borinn er saman árangur nemenda í munnlegum og skriflegum prófum. Rannsóknin byggir á spurningakönnun sem lögð var fyrir nemendur í námskeiði í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, þar sem munnlegt lokapróf var tekið upp í stað hefðbundins skriflegs prófs. Niðurstöður sýna að þrátt fyrir að margir nemendur upplifi kvíða tengdan munnlegum prófum, meta þeir reynsluna yfirleitt jákvæða eftir á. Upplifun nemenda af að þreyta munnlegt próf reyndist marktækt ólík eftir því hvort þeir upplifðu streitu í prófinu eða ekki. Meirihluti þátttakenda taldi að munnlegt próf krefðist dýpri skilnings og þeir hefðu þar af leiðandi undirbúið sig betur fyrir prófið. Gögnin sýna einnig að meðaleinkunnir voru hærri hjá þeim nemendum sem þreyttu munnlegt próf en hjá fyrri árgöngum sem tóku hefðbundið skriflegt próf. Rannsóknin dregur fram mikilvægi þess að styðja nemendur í gegnum nýjar matsaðferðir og að munnleg próf geti stuðlað að réttlátara námsmati. Niðurstöðurnar styðja við fyrri rannsóknir sem benda til þess að munnleg próf geti verið áhrifaríkari leið til að meta dýpri skilning en skrifleg próf og efli mikilvæga hæfni fyrir atvinnulífið.
Repair and reconstruction for urban commoning : The making of the liberated spaces in Naples
(2026-01-05) Locorotondo, Martina; Fishwick, Adam; Centre for Doctoral Studies
Commoning requires repair. Where capitalist logics of accumulation, enclosure and exclusion produce abandoned space through the city, urban commoners remake that space to serve the needs of inhabitants. Without hiding the paradoxes and risks of repair, based on years-long ethnography in the Liberated Spaces in Naples, Italy, we demonstrate how repair and reconstruction produced the conditions for societal transformation in the city. We show how this was achieved through four connected processes that underpinned the making of these urban commons. In doing so, we develop a theoretical contribution on the relationship between repair and the commons as it affects: the role of practices of material repair of previously abandoned buildings in shaping the commons; the significance of memory reconstruction in reconstituting these spaces; the formation of social bonds and collective subjectivities through these practices; and the potential of repair in the urban commons to expand these practices and prefigure broader social transformation.
Flokkar í Opnum vísindum
Veldu flokk til að skoða.
- University of Iceland
- University of Akureyri
- Bifröst University
- Hólar University College
- IRIS
- Agricultural University of Iceland
- National and University Library of Iceland
- Iceland University of the Arts